Jóni Steinari svarað Sævar Þór Jónsson skrifar 1. október 2023 13:00 Föstudaginn síðasta, 29. september sl., birti ég greinarkorn undir fyrirsögninni: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Þar fjallaði ég m.a. um gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi Hæstaréttardómara á tilteknum fréttaflutningi RÚV. Ekki stóð á viðbrögðum Jóns Steinars við grein minni sem svaraði nánast um hæl. Hann aftur á móti fór fram úr sér í svari sínu og gerði mér upp skoðanir, sem mér þykir miður af mínum gamla kennara. Jón dregur stórar ályktanir af litlu tilefni í svörum sínum og segir að svo virðist sem ég vilji breyta hegningarlögum á þá leið að refsa megi ósakhæfum einstaklingum vegna óskar brotaþola um það. Meiri að segja fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sá sig knúinn til að gera hið sama í athugasemdakerfum Facebook. Hvergi í grein minni er því haldið fram að breyta þurfi þeirri reglu að ósakhæfum einstaklingum sé ekki gerð refsing og það er fjarstæðukennt af Jóni að halda því fram að það hafi verið inntak greinar minnar. Ég get verið sammála Jóni um það að fréttamenn þurfi að vera nákvæmari í fréttaflutningi sínum en það breytir ekki þeirri staðreynd að upplifun brotaþola, sérstaklega í kynferðisbrotamálum og viðlíka alvarlegum málum, er umhugsunarverð einkum þegar horft er til réttarstöðu brotaþola á hinum Norðurlöndunum. Að Danmörku undanskilinni þá hafa brotaþolar meiri aðkomu að meðferð sakamála, t.d. hvað varðar aðgang að gögnum, þátttöku réttargæslumanna í málsmeðferð fyrir dómi og rétt til að áfrýja málum. Lögum um meðferð sakamála var nýlega breytt en sú lagabreyting gekk ekki nógu langt að mínu mati. Við ásamt Dönum stöndum hinum Norðurlandaþjóðunum ennþá töluvert að baki í þessum efnum. Það er mín skoðun að það sé réttmætt að vekja máls á þessu málefni. Mér finnst það bæði eðlilegt og nauðsynlegt að umræða fari fram um það hvar þessi mörk eigi að liggja, sem takmarka aðkomu brotaþola í meðferð sakamála. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Tengdar fréttir Svar til lögmanns Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. 29. september 2023 17:01 Jón Steinar tekur upp hanskann Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. 29. september 2023 07:31 Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn síðasta, 29. september sl., birti ég greinarkorn undir fyrirsögninni: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Þar fjallaði ég m.a. um gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi Hæstaréttardómara á tilteknum fréttaflutningi RÚV. Ekki stóð á viðbrögðum Jóns Steinars við grein minni sem svaraði nánast um hæl. Hann aftur á móti fór fram úr sér í svari sínu og gerði mér upp skoðanir, sem mér þykir miður af mínum gamla kennara. Jón dregur stórar ályktanir af litlu tilefni í svörum sínum og segir að svo virðist sem ég vilji breyta hegningarlögum á þá leið að refsa megi ósakhæfum einstaklingum vegna óskar brotaþola um það. Meiri að segja fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sá sig knúinn til að gera hið sama í athugasemdakerfum Facebook. Hvergi í grein minni er því haldið fram að breyta þurfi þeirri reglu að ósakhæfum einstaklingum sé ekki gerð refsing og það er fjarstæðukennt af Jóni að halda því fram að það hafi verið inntak greinar minnar. Ég get verið sammála Jóni um það að fréttamenn þurfi að vera nákvæmari í fréttaflutningi sínum en það breytir ekki þeirri staðreynd að upplifun brotaþola, sérstaklega í kynferðisbrotamálum og viðlíka alvarlegum málum, er umhugsunarverð einkum þegar horft er til réttarstöðu brotaþola á hinum Norðurlöndunum. Að Danmörku undanskilinni þá hafa brotaþolar meiri aðkomu að meðferð sakamála, t.d. hvað varðar aðgang að gögnum, þátttöku réttargæslumanna í málsmeðferð fyrir dómi og rétt til að áfrýja málum. Lögum um meðferð sakamála var nýlega breytt en sú lagabreyting gekk ekki nógu langt að mínu mati. Við ásamt Dönum stöndum hinum Norðurlandaþjóðunum ennþá töluvert að baki í þessum efnum. Það er mín skoðun að það sé réttmætt að vekja máls á þessu málefni. Mér finnst það bæði eðlilegt og nauðsynlegt að umræða fari fram um það hvar þessi mörk eigi að liggja, sem takmarka aðkomu brotaþola í meðferð sakamála. Höfundur er lögmaður.
Svar til lögmanns Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. 29. september 2023 17:01
Jón Steinar tekur upp hanskann Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. 29. september 2023 07:31
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar