Innlent

Ó­sáttur með verð­lagningu og barði leigu­bíl­stjóra

Árni Sæberg skrifar
Leigubílstjóri var barinn í miðbænum í dag. Þessir leigubílstjórar tengjast fréttinni að öllum líkindum ekki beint.
Leigubílstjóri var barinn í miðbænum í dag. Þessir leigubílstjórar tengjast fréttinni að öllum líkindum ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann sem hafði barið leigubílstjóra í miðbæ Reykjavíkur.

Í dagbókarfærslu lögreglu fyrir daginn segir að maðurinn hafi þegið far með leigubíl en verið mjög ósáttur með verðlagningu leigubílstjórans og því barið hann. Maðurinn hafi svo komið sér undan á hlaupum og málið sé í rannsókn.

Þá hafi borist tilkynning um skemmdir á bifreiðum í Breiðholti, ógnandi mann í Kópavogi og umferðarslys í Breiðholti, þar sem ekið hafði verið á mann á reiðhjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×