Treystir nefndinni þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 21:01 Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í júní. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Ráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Í kvöldfréttum í gær hittum við fjölda hælisleitenda frá Venesúela, sem sögðust hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim þótti furðulegt að á sama tíma og íslensk stjórnvöld meti stöðuna í Venesúela örugga hafi Bandaríkjamenn komist að þveröfugri niðurstöðu í svipaðri úttekt. Þeir meta ástandið það alvarlegt að framlengja skuli tímabundna vernd Venesúelamanna í landinu um átján mánuði. Treystir nefndinni Fréttastofa ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um þennan mun í dag. Hún segist treysta niðurstöðu kærunefndarinnar. „Ég get eingöngu treyst á niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Þessar tvær stofnanir hafa lagt mat á ástandið. Ég ætla líka að minna á það að löndin í kringum okkur hafa ekki verið að veita íbúum frá Venesúela þessa viðbótarvernd sem við höfum verið að gera. En ég get ekki gert annað en treyst Útlendingastofnun og kærunefndinni,“ segir Guðrún. Klippa: Treystir nefndinni Leggja í hættulegt ferðalag Flestir flóttamenn vilji snúa aftur heim þegar þar er öruggt að búa. „Við verðum alltaf að hafa það í huga að við Íslendingar höfum undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar hvað varðar flóttamenn. Það inniber að ákveðnum tíma liðnum geti fólk snúið til baka til sín heimaríkis, það er partur af hugmyndafræðinni og partur af kerfinu,“ segir Guðrún. Síðasta áratug hafa um það bil 7,3 milljónir manna flúið Venesúela. Sá fjöldi samsvarar nítjánfaldri íslensku þjóðinni. Margir sem flýja landið leggja í hættulegt ferðalag gegnum alla Mið-Ameríku og freista þess að komast til Bandaríkjanna. Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær hittum við fjölda hælisleitenda frá Venesúela, sem sögðust hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim þótti furðulegt að á sama tíma og íslensk stjórnvöld meti stöðuna í Venesúela örugga hafi Bandaríkjamenn komist að þveröfugri niðurstöðu í svipaðri úttekt. Þeir meta ástandið það alvarlegt að framlengja skuli tímabundna vernd Venesúelamanna í landinu um átján mánuði. Treystir nefndinni Fréttastofa ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um þennan mun í dag. Hún segist treysta niðurstöðu kærunefndarinnar. „Ég get eingöngu treyst á niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Þessar tvær stofnanir hafa lagt mat á ástandið. Ég ætla líka að minna á það að löndin í kringum okkur hafa ekki verið að veita íbúum frá Venesúela þessa viðbótarvernd sem við höfum verið að gera. En ég get ekki gert annað en treyst Útlendingastofnun og kærunefndinni,“ segir Guðrún. Klippa: Treystir nefndinni Leggja í hættulegt ferðalag Flestir flóttamenn vilji snúa aftur heim þegar þar er öruggt að búa. „Við verðum alltaf að hafa það í huga að við Íslendingar höfum undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar hvað varðar flóttamenn. Það inniber að ákveðnum tíma liðnum geti fólk snúið til baka til sín heimaríkis, það er partur af hugmyndafræðinni og partur af kerfinu,“ segir Guðrún. Síðasta áratug hafa um það bil 7,3 milljónir manna flúið Venesúela. Sá fjöldi samsvarar nítjánfaldri íslensku þjóðinni. Margir sem flýja landið leggja í hættulegt ferðalag gegnum alla Mið-Ameríku og freista þess að komast til Bandaríkjanna.
Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira