Mörkin úr Bestu: Valsmenn útkljáðu Evrópubaráttuna | Eyjamenn eygja von Aron Guðmundsson skrifar 2. október 2023 09:37 Aron Jóhannsson skoraði eitt marka Vals í sigri liðsins á FH Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, átján mörk voru skoruð og tóku línur að skýrast fyrir lokaumferð deildarinnar sem fer fram eftir tæpa viku. Evrópubaráttan er ráðin en enn er óvíst hvaða lið fellur með Keflavík. Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti FH-ingum sem þurftu sigur til að halda sér vel inn í baráttunni um Evrópusæti. Svo fór hins vegar að Valsmenn fóru með sigur af hólmi, sigur sem gulltryggir Breiðabliki og Stjörnunni þessi margumtöluðu Evrópusæti. Leikar stóðu jafnir, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en þá settu Valsmenn í annan gír, skoruðu þrjú mörk og unnu að lokum sannfærandi 4-1 sigur. Mörk Vals skoruðu þeir Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson, Aron Jóhannsson og Patrick Pedersen. Mark FH skoraði Davíð Snær Jóhannsson. Klippa: Markaveisla í sigri Vals á FH Í Kórnum tók HK á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum. Eyjamenn róa lífróður í deildinni um þessar mundir og þurftu sárlega á sigri að halda til að vera í séns á að halda sæti sínu í deildinni fyrir lokaumferðina. Það var því ansi mikilvægt, markið sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir ÍBV á 30.mínútu. Reyndist þetta eina mark leiksins, ÍBV hélt til Eyja með stigin þrjú. HK situr í 9.sæti Bestu deildarinnar með 27 stig fyrir lokaumferðina og á, líkt og Fram, Fylkir og ÍBV, hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferðina. ÍBV situr í 11.sæti, sem jafnframt er fallsæti, með 24 stig. Klippa: Eyjamenn eygja smá von eftir sigurmark Eiðs Önnur úrslit úr Bestu deildinni í gær: Fram 1 - 0 HK 1-0 Þengill Orrason ('54) Keflavík 1 - 3 Fylkir 1-0 Edon Osmani ('45+1)1-1 Ásgeir Eyþórsson ('51)1-2 Orri Sveinn Stefánsson ('64)1-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('70) Rautt spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík, '80) Besta deild karla Íslenski boltinn Valur FH HK ÍBV Keflavík ÍF Fylkir Tengdar fréttir Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti FH-ingum sem þurftu sigur til að halda sér vel inn í baráttunni um Evrópusæti. Svo fór hins vegar að Valsmenn fóru með sigur af hólmi, sigur sem gulltryggir Breiðabliki og Stjörnunni þessi margumtöluðu Evrópusæti. Leikar stóðu jafnir, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en þá settu Valsmenn í annan gír, skoruðu þrjú mörk og unnu að lokum sannfærandi 4-1 sigur. Mörk Vals skoruðu þeir Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson, Aron Jóhannsson og Patrick Pedersen. Mark FH skoraði Davíð Snær Jóhannsson. Klippa: Markaveisla í sigri Vals á FH Í Kórnum tók HK á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum. Eyjamenn róa lífróður í deildinni um þessar mundir og þurftu sárlega á sigri að halda til að vera í séns á að halda sæti sínu í deildinni fyrir lokaumferðina. Það var því ansi mikilvægt, markið sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir ÍBV á 30.mínútu. Reyndist þetta eina mark leiksins, ÍBV hélt til Eyja með stigin þrjú. HK situr í 9.sæti Bestu deildarinnar með 27 stig fyrir lokaumferðina og á, líkt og Fram, Fylkir og ÍBV, hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferðina. ÍBV situr í 11.sæti, sem jafnframt er fallsæti, með 24 stig. Klippa: Eyjamenn eygja smá von eftir sigurmark Eiðs Önnur úrslit úr Bestu deildinni í gær: Fram 1 - 0 HK 1-0 Þengill Orrason ('54) Keflavík 1 - 3 Fylkir 1-0 Edon Osmani ('45+1)1-1 Ásgeir Eyþórsson ('51)1-2 Orri Sveinn Stefánsson ('64)1-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('70) Rautt spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík, '80)
Besta deild karla Íslenski boltinn Valur FH HK ÍBV Keflavík ÍF Fylkir Tengdar fréttir Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01