Öllum börnum nú boðin HPV-bólusetning óháð kyni Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2023 12:56 Ávinningur af bólusetningu gegn HPV veirunni er mikill en fullur ávinningur bólusettra gegn krabbameinum kemur fram fimmtán til tuttugu árum eftir að reglubundin bólusetning hefst. Vísir/Hanna Börnum í sjöunda bekk er nú öllum boðin bólusetning gegn HPV veirunni, óháð kyni. Samhliða hefur verið tekið í notkun nýtt og breiðvirkara bóluefni en áður sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af völdum veirunnar. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar segir að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi kynnt áform sín þessa efnis í lok síðasta árs. Hann hafi þá falið sóttvarnalækni að hefja undirbúning og nú sé þessi breyting orðin að veruleika. „Frá árinu 2011 hefur 12 ára stúlkum hér á landi boðist bólusetning við HPV veirunni með bóluefninu Cervarix. Finnland og Noregur hafa einnig notað það bóluefni en í Svíþjóð og Danmörku hefur verið notað bóluefnið Gardasil sem er breiðvirkara efni og hefur nú verið tekið í notkun hér á landi. Mikilvæg vörn gegn krabbameinum af völdum HPV Til eru fjölmargar gerðir HPV veira. Margar þeirra valda engum einkennum, aðrar valda kynfæravörtum og nokkrar tegundir geta valdið krabbameini. Leghálskrabbamein er algengasta krabbameinið af völdum HPV veirunnar en hún getur einnig valdið krabbameini í ytri kynfærum, endaþarmi, munni og hálsi óháð kyni. Ávinningur einstaklinga og samfélags Ávinningur af bólusetningu gegn HPV veirunni er mikill en fullur ávinningur bólusettra gegn krabbameinum kemur fram 15-20 árum eftir að reglubundin bólusetning hefst. Góð bólusetningarþátttaka skiptir miklu máli fyrir samfélagslegan ávinning. Frá því að bólusetning stúlkna hófst hér á landi árið 2011 hefur þátttakan verið um 90% sem lofar góðu um árangurinn til lengri tíma litið. Notkun breiðvirkara bóluefnis sem gefið er öllum börnum mun skila enn meiri ávinningi í baráttunni gegn krabbameini af völdum HPV veirunnar,“ segir í tilkynningunni. Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar segir að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi kynnt áform sín þessa efnis í lok síðasta árs. Hann hafi þá falið sóttvarnalækni að hefja undirbúning og nú sé þessi breyting orðin að veruleika. „Frá árinu 2011 hefur 12 ára stúlkum hér á landi boðist bólusetning við HPV veirunni með bóluefninu Cervarix. Finnland og Noregur hafa einnig notað það bóluefni en í Svíþjóð og Danmörku hefur verið notað bóluefnið Gardasil sem er breiðvirkara efni og hefur nú verið tekið í notkun hér á landi. Mikilvæg vörn gegn krabbameinum af völdum HPV Til eru fjölmargar gerðir HPV veira. Margar þeirra valda engum einkennum, aðrar valda kynfæravörtum og nokkrar tegundir geta valdið krabbameini. Leghálskrabbamein er algengasta krabbameinið af völdum HPV veirunnar en hún getur einnig valdið krabbameini í ytri kynfærum, endaþarmi, munni og hálsi óháð kyni. Ávinningur einstaklinga og samfélags Ávinningur af bólusetningu gegn HPV veirunni er mikill en fullur ávinningur bólusettra gegn krabbameinum kemur fram 15-20 árum eftir að reglubundin bólusetning hefst. Góð bólusetningarþátttaka skiptir miklu máli fyrir samfélagslegan ávinning. Frá því að bólusetning stúlkna hófst hér á landi árið 2011 hefur þátttakan verið um 90% sem lofar góðu um árangurinn til lengri tíma litið. Notkun breiðvirkara bóluefnis sem gefið er öllum börnum mun skila enn meiri ávinningi í baráttunni gegn krabbameini af völdum HPV veirunnar,“ segir í tilkynningunni.
Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira