Amman og stuðningsfjölskyldan Bergvin Oddsson skrifar 3. október 2023 14:01 Nú um helgina fjallaði rúv í fyrstu frétt sinni í sjónvarpsfréttunum að Reykjavíkurborg væri búinn að svifta fjölskyldu og einhverfan dreng um stuðningsfjölskyldu á þeim forsendum að amman væri stuðninngsfjölskyldan. Nú væri semsagt búið að takmarka fjölskyldutengsl hjá borginni að ömmur og afar sem og systkyni foreldra barna með fatlanir eða fjölþættan vanda gætu ekki átt kost á styrk eða þjónustu frá borginni um að veita stuðning. Þessi ákvörðun borgarinnar er umdeild, eingöngu vegna þess að hvar eiga mörkin að liggja. Á amman að vera varaskeifa þegar hin hefðbundna stuðningsfjölskylda dettur út? Á amman að vera bara til staðar sem stuðningsfjölskylda og fá greitt frá sveitarfélaginu? Eða á amman að vera til staðar fyrir hin börnin á heimilinu sem eru ekki fötluð eða með miklar takmarkanir. Afhverju getur amman ekki tekið hin börnin til sín aðra hverja helgi? Ég sem blindur og fatlaður maður veit vel hvað það þýðir að bíða eftir liðveislu,stuðningsfjölskyldu eða einfaldlega þekkja ekki rétt sinn um liðveislu eða stuðningsfjölskyldu. Þessi ágæta fjölskylda í Reykjavík sem hefur haft ömmuna sem stuðningsfjölskyldu í 13 ár fær ekki samúð af minni hálfu. Þarna er amman og vonandi afinn búinn að þiggja greiðslur frá borginni til að létta undir með foreldrum og systkynum drengsins sem er með fjölþættan vanda. Afhverju má ekki snúa þessu við? Í stað þess að fatlaði einstaklingurinn fái stuðnings fjölskyldu og er hreinlega tekin af heimili sínu til að gefa hinum á heimilinu smá pásu, væri ekki úr vegi að amman og afinn tækju hin börnin af heimilinu tvær helgar í mánuði til þess að bæði létta með foreldrunum og gefa hinum börnunum pásu. Hitt væri líka að skiptast á að fatlaði einstaklingurinn færi eina helgi í mánuði og að sama skapi færu hin börnin til ömmu og afa eina helgi í mánuði. Hér væri jafnréttis gætt, enginn þyrfti að vera að þiggja greiðslur frá sveitarfélaginu, foreldranir gætu fengið örlítið andrými og sömuleiðis væri ekki verið að taka fatlaða einstaklinginn af heimilinu sí endurtekið. Það er ekkert mál að vera stuðningsfjölskylda Nú þegar skórinn kreppir að,vextir hækka, kaupmáttur rýrnar er ekki úr vegi að líta í heimilisbókhaldið og kanna hvar er hægt að auka tekjur heimilisins. Einmitt á vettvangi stuðningsfjölskyldna, hér er hægt að búa til góðar tekjur með því að taka að sér einstakling eina helgi í mánuði eða jafnvel tvær og skapa viðkomandi einstakling tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og vonandi kynnast nýju máskorunum. Að sama skapi fyrir ykkur sem teljist vera heilbrigð getur þetta starf verið bæði mjög gefandi, víkkað sjóndeildarhringinn ykkar og ekki síður stuðlað að vþí að fatlaðir einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu sem lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi og hjálpað ykkur að komast yfir aukin greiðsluvanda með hækkun vaxta og afborganna. Því vil ég hvetja heimili landsins að setja sig í samband við ykkar sveitarfélag eða jafnvel það sveitarfélag í nágrenni við ykkur og bjóða fram þjónustu ykkar til að stytta biðlista og hjálpa til við að rétta af heimilisbókhaldið. Höfundur er fyrrum formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú um helgina fjallaði rúv í fyrstu frétt sinni í sjónvarpsfréttunum að Reykjavíkurborg væri búinn að svifta fjölskyldu og einhverfan dreng um stuðningsfjölskyldu á þeim forsendum að amman væri stuðninngsfjölskyldan. Nú væri semsagt búið að takmarka fjölskyldutengsl hjá borginni að ömmur og afar sem og systkyni foreldra barna með fatlanir eða fjölþættan vanda gætu ekki átt kost á styrk eða þjónustu frá borginni um að veita stuðning. Þessi ákvörðun borgarinnar er umdeild, eingöngu vegna þess að hvar eiga mörkin að liggja. Á amman að vera varaskeifa þegar hin hefðbundna stuðningsfjölskylda dettur út? Á amman að vera bara til staðar sem stuðningsfjölskylda og fá greitt frá sveitarfélaginu? Eða á amman að vera til staðar fyrir hin börnin á heimilinu sem eru ekki fötluð eða með miklar takmarkanir. Afhverju getur amman ekki tekið hin börnin til sín aðra hverja helgi? Ég sem blindur og fatlaður maður veit vel hvað það þýðir að bíða eftir liðveislu,stuðningsfjölskyldu eða einfaldlega þekkja ekki rétt sinn um liðveislu eða stuðningsfjölskyldu. Þessi ágæta fjölskylda í Reykjavík sem hefur haft ömmuna sem stuðningsfjölskyldu í 13 ár fær ekki samúð af minni hálfu. Þarna er amman og vonandi afinn búinn að þiggja greiðslur frá borginni til að létta undir með foreldrum og systkynum drengsins sem er með fjölþættan vanda. Afhverju má ekki snúa þessu við? Í stað þess að fatlaði einstaklingurinn fái stuðnings fjölskyldu og er hreinlega tekin af heimili sínu til að gefa hinum á heimilinu smá pásu, væri ekki úr vegi að amman og afinn tækju hin börnin af heimilinu tvær helgar í mánuði til þess að bæði létta með foreldrunum og gefa hinum börnunum pásu. Hitt væri líka að skiptast á að fatlaði einstaklingurinn færi eina helgi í mánuði og að sama skapi færu hin börnin til ömmu og afa eina helgi í mánuði. Hér væri jafnréttis gætt, enginn þyrfti að vera að þiggja greiðslur frá sveitarfélaginu, foreldranir gætu fengið örlítið andrými og sömuleiðis væri ekki verið að taka fatlaða einstaklinginn af heimilinu sí endurtekið. Það er ekkert mál að vera stuðningsfjölskylda Nú þegar skórinn kreppir að,vextir hækka, kaupmáttur rýrnar er ekki úr vegi að líta í heimilisbókhaldið og kanna hvar er hægt að auka tekjur heimilisins. Einmitt á vettvangi stuðningsfjölskyldna, hér er hægt að búa til góðar tekjur með því að taka að sér einstakling eina helgi í mánuði eða jafnvel tvær og skapa viðkomandi einstakling tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og vonandi kynnast nýju máskorunum. Að sama skapi fyrir ykkur sem teljist vera heilbrigð getur þetta starf verið bæði mjög gefandi, víkkað sjóndeildarhringinn ykkar og ekki síður stuðlað að vþí að fatlaðir einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu sem lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi og hjálpað ykkur að komast yfir aukin greiðsluvanda með hækkun vaxta og afborganna. Því vil ég hvetja heimili landsins að setja sig í samband við ykkar sveitarfélag eða jafnvel það sveitarfélag í nágrenni við ykkur og bjóða fram þjónustu ykkar til að stytta biðlista og hjálpa til við að rétta af heimilisbókhaldið. Höfundur er fyrrum formaður Blindrafélagsins.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun