Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 09:37 Áslaug sló á létta strengi í ræðu sinni og sagði frá eigin reynslu af sjó. Því næst ræddi hún samráðherra sinn í ríkisstjórn og varpaði mynd af henni upp á vegg. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. Áslaug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á vertíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Íslendingar almennt vera að sofna á verðinum í íslensku samfélagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að umtalsefni. Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan. Sagði Svandís vera samnefnara regluverka og eftirlits „Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar. Nú eða sjókvíaeldið. Eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið, sem er einmitt í sama húsi í B26,“ sagði Áslaug. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Á meðan Áslaug minntist á samráðherra sinn var samsettri mynd af Svandísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráðherrann, sjó og kýrauga. Því næst sagðist Áslaug ekki ætla að ræða þetta, heldur nýsköpun í sjávarútvegi og hóf hún þá að ræða það. Svandís oft milli tannanna á Sjálfstæðismönnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn skjóta föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur. Eins og alkunna er voru samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn afar ósáttir við ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar í sumar. Sagðist Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í lok ágúst ekki útiloka að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur Svandísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ólöglegt. Sagði hann afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði framlengt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Áslaug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á vertíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Íslendingar almennt vera að sofna á verðinum í íslensku samfélagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að umtalsefni. Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan. Sagði Svandís vera samnefnara regluverka og eftirlits „Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar. Nú eða sjókvíaeldið. Eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið, sem er einmitt í sama húsi í B26,“ sagði Áslaug. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Á meðan Áslaug minntist á samráðherra sinn var samsettri mynd af Svandísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráðherrann, sjó og kýrauga. Því næst sagðist Áslaug ekki ætla að ræða þetta, heldur nýsköpun í sjávarútvegi og hóf hún þá að ræða það. Svandís oft milli tannanna á Sjálfstæðismönnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn skjóta föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur. Eins og alkunna er voru samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn afar ósáttir við ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar í sumar. Sagðist Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í lok ágúst ekki útiloka að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur Svandísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ólöglegt. Sagði hann afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði framlengt.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira