Útfararþjónusta fyrir raftæki Hildur Mist Friðjónsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke skrifa 5. október 2023 13:30 Margir kannast við það að eiga lager af raftækjum sem hafa dagað uppi í skúffum og skápum á heimilinu. Allt frá fótanuddtækjum til brauðvéla og sous vide tækja, að ógleymdum tölvum og símum. Þessi tæki eru góðar heimildir um tískubylgjur síðustu ára því eitt sinn voru þau vinsæl og eftirsótt en núna taka þau aðallega pláss á heimilinu. Raftæki eru orðin órjúfanlegur partur af lífi flestra en ekki allir vita að þessi tæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Raftækjaúrgangur er einnig sá straumur heimilisúrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og aðeins lítill hluti þessara tækja skilar sér til endurvinnslu. Mikilvægt er að bregðast við þessum áskorunum sem fyrst en hvað er hægt að gera? Hvernig er best að hvetja fólk til að koma gömlum og ónýtum raftækjum í réttan farveg í stað þess að geyma þau í skúffum og skápum? Hvernig er hægt að hvetja fólk og fyrirtæki til að fara með raftæki í viðgerð? Gætu nágrannar samnýtt raftæki? Hvernig er mögulegt að útfæra það? Má nýta gömul raftæki til einhverskonar listsköpunar? Er hægt að koma raftækjum sem fyrirtæki eru hætt að nota í áframhaldandi notkun annarsstaðar? Hvernig er hægt að stuðla að betri flokkun og endurvinnslu raftækja? Er gerlegt að finna lausnir á ofangreindum vandamálum eða þarf jafnvel að koma á fót útfararþjónustu fyrir raftæki*? Þessar áskoranir og fleiri verða teknar fyrir á Tækjaþoni – tveggja daga hugmyndasamkeppni um lausnir gegn raftækjasóun sem haldin verður dagana 13. og 14. október. Viðburðurinn er opinn öllum, það er frítt inn, veitingar í boði og vegleg verðlaun fyrir hugmyndina sem hreppir fyrsta sætið. Komdu á Tækjaþon og skapaðu lausnir gegn raftækjasóun. Skráning er nauðsynleg og fer fram á samangegnsoun.is. Tækjaþon er samstarfsverkefni Saman gegn sóun, Sorpu, Úrvinnslusjóðs, Tækniskólans og fleiri aðila. *Útfararþjónusta fyrir raftæki er ein af óteljandi hugmyndum sem kom fram á hagsmunaaðilafundi um raftæki sem fór fram í maí síðastliðnum. Höfundar eru Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorpa Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Margir kannast við það að eiga lager af raftækjum sem hafa dagað uppi í skúffum og skápum á heimilinu. Allt frá fótanuddtækjum til brauðvéla og sous vide tækja, að ógleymdum tölvum og símum. Þessi tæki eru góðar heimildir um tískubylgjur síðustu ára því eitt sinn voru þau vinsæl og eftirsótt en núna taka þau aðallega pláss á heimilinu. Raftæki eru orðin órjúfanlegur partur af lífi flestra en ekki allir vita að þessi tæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Raftækjaúrgangur er einnig sá straumur heimilisúrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og aðeins lítill hluti þessara tækja skilar sér til endurvinnslu. Mikilvægt er að bregðast við þessum áskorunum sem fyrst en hvað er hægt að gera? Hvernig er best að hvetja fólk til að koma gömlum og ónýtum raftækjum í réttan farveg í stað þess að geyma þau í skúffum og skápum? Hvernig er hægt að hvetja fólk og fyrirtæki til að fara með raftæki í viðgerð? Gætu nágrannar samnýtt raftæki? Hvernig er mögulegt að útfæra það? Má nýta gömul raftæki til einhverskonar listsköpunar? Er hægt að koma raftækjum sem fyrirtæki eru hætt að nota í áframhaldandi notkun annarsstaðar? Hvernig er hægt að stuðla að betri flokkun og endurvinnslu raftækja? Er gerlegt að finna lausnir á ofangreindum vandamálum eða þarf jafnvel að koma á fót útfararþjónustu fyrir raftæki*? Þessar áskoranir og fleiri verða teknar fyrir á Tækjaþoni – tveggja daga hugmyndasamkeppni um lausnir gegn raftækjasóun sem haldin verður dagana 13. og 14. október. Viðburðurinn er opinn öllum, það er frítt inn, veitingar í boði og vegleg verðlaun fyrir hugmyndina sem hreppir fyrsta sætið. Komdu á Tækjaþon og skapaðu lausnir gegn raftækjasóun. Skráning er nauðsynleg og fer fram á samangegnsoun.is. Tækjaþon er samstarfsverkefni Saman gegn sóun, Sorpu, Úrvinnslusjóðs, Tækniskólans og fleiri aðila. *Útfararþjónusta fyrir raftæki er ein af óteljandi hugmyndum sem kom fram á hagsmunaaðilafundi um raftæki sem fór fram í maí síðastliðnum. Höfundar eru Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun