Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. október 2023 22:42 Kolbrún Halldórsdóttir og Alexandra Ýr van Erven standa að sýningunni. Stöð 2 Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. Á sýningunni er hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna. Sýningin var opnuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag og fréttastofa kíkti í heimsókn. „Það sem við erum í rauninni að gera hérna er að við erum að draga upp mynd af því hvert íslenskt samfélag gæti stefnt ef íslensk stjórnvöld fara ekki að taka því alvarlega að fjármagna námslánakerfið almennilega. Því það að stúdentar komist í gegnum nám er auðvitað grunnforsenda þess að við verðum með háskólastéttir hérna í framtíðinni,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Hápólitískt mál Alexandra Ýr segir málið hápólitískt. Það snúist í grunninn um það að námslánakerfið sé jöfnunartól sem eigi að tryggja það að hver sem það kýs geti sótt sér menntun. „Svo er þetta auðvitað bara hagstjórn, þetta er fjárfestingartól. Þetta snýst um það að íslensk stjórnvöld ættu að fjárfesta í mannauðnum sínum.“ Þrjú prósent stúdenta þurfa að neita sér um mat heilan dag Á sýningunni má meðal annars sjá tóman disk og tómt glas, sem aðstandendur sýningarinnar segja táknræn fyrir stöðu stúdenta. „Við sjáum það í könnunum að þrjú prósent stúdenta hafa orðið að neita sér um mat í heilan dag og það segir sína sögu um framfærslu, þörfina á framfærslu, betri og aukinni framfærslu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Hún segir að sýningin sé samstarfsverkefni BHM og LÍS þar sem málið sé vinnumarkaðsmál. „Við sjáum það á þessum spjöldum sem hér eru til sýnis, að við erum auðugt land með óvenjulágt menntunarstig. Það kemur í ljós í könnunum að 24 prósent Íslendinga sem eru á aldrinum 25 ára til 64 ára hafa einungis grunnskólamenntun. Og það er miklu, miklu hærra hlutfall heldur en í löndunum í kringum okkur.“ Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Á sýningunni er hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna. Sýningin var opnuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag og fréttastofa kíkti í heimsókn. „Það sem við erum í rauninni að gera hérna er að við erum að draga upp mynd af því hvert íslenskt samfélag gæti stefnt ef íslensk stjórnvöld fara ekki að taka því alvarlega að fjármagna námslánakerfið almennilega. Því það að stúdentar komist í gegnum nám er auðvitað grunnforsenda þess að við verðum með háskólastéttir hérna í framtíðinni,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Hápólitískt mál Alexandra Ýr segir málið hápólitískt. Það snúist í grunninn um það að námslánakerfið sé jöfnunartól sem eigi að tryggja það að hver sem það kýs geti sótt sér menntun. „Svo er þetta auðvitað bara hagstjórn, þetta er fjárfestingartól. Þetta snýst um það að íslensk stjórnvöld ættu að fjárfesta í mannauðnum sínum.“ Þrjú prósent stúdenta þurfa að neita sér um mat heilan dag Á sýningunni má meðal annars sjá tóman disk og tómt glas, sem aðstandendur sýningarinnar segja táknræn fyrir stöðu stúdenta. „Við sjáum það í könnunum að þrjú prósent stúdenta hafa orðið að neita sér um mat í heilan dag og það segir sína sögu um framfærslu, þörfina á framfærslu, betri og aukinni framfærslu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Hún segir að sýningin sé samstarfsverkefni BHM og LÍS þar sem málið sé vinnumarkaðsmál. „Við sjáum það á þessum spjöldum sem hér eru til sýnis, að við erum auðugt land með óvenjulágt menntunarstig. Það kemur í ljós í könnunum að 24 prósent Íslendinga sem eru á aldrinum 25 ára til 64 ára hafa einungis grunnskólamenntun. Og það er miklu, miklu hærra hlutfall heldur en í löndunum í kringum okkur.“
Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira