Ítrekar afstöðu sína gegn því að svipta fólk heilbrigðisþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2023 07:13 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættið hefur ítrekað þá afstöðu sína að það sé óásættanlegt að svipta fólk réttinum til heilbrigðisþjónustu og að þjónustan eigi að vera undanskilin þjónustusviptingu einstaklinga sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Afstaða embættisins er skýrð í umsögn um frumvarp Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám þjónustusviptingar. Í umsögninni segir meðal annars að það sé afstaða embættisins að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta eigi að vera undanskilin þjónustusviptingu, enda eigi allir að njóta þeirra grundvallarmannréttinda að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu. Landlæknisembætti segir að þrátt fyrir undanþáguákvæði er varða barnshafandi, alvarlega veika og fatlaða einstaklinga gætu komið upp aðstæður þar sem fólk yrði svipt réttinum til heilbrigðisþjónstu. „Sem fyrr telur embættið slíkt vera óásættanlegt. Þau sem ekki falla undir fyrrnefndar undanþágur geta engu að síður glímt við sjúkdóma og heilsufarsvandamál sem nauðsynlegt er að bregðast við og í vissum tilfellum getur rof á meðferð haft slæmar afleiðingar. Umræddur hópur er nú þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu og frekari jaðarsetning gagnvart heilbrigðisþjónustu er sérlega varhugaverð. Þá getur rof á meðferð við langvinnum sjúkdómum haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í umsögninni. Öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé einnig mikilvægt þegar kemur að ákveðnum öryggisþáttum, til að mynda hvað varðar því að aftra útbreiðslu smitsjúkdóma og að veita þeim sem glíma við geðraskanir þjónustu þannig að þeir séu hvorki hættulegir sjálfum sér né öðrum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Afstaða embættisins er skýrð í umsögn um frumvarp Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám þjónustusviptingar. Í umsögninni segir meðal annars að það sé afstaða embættisins að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta eigi að vera undanskilin þjónustusviptingu, enda eigi allir að njóta þeirra grundvallarmannréttinda að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu. Landlæknisembætti segir að þrátt fyrir undanþáguákvæði er varða barnshafandi, alvarlega veika og fatlaða einstaklinga gætu komið upp aðstæður þar sem fólk yrði svipt réttinum til heilbrigðisþjónstu. „Sem fyrr telur embættið slíkt vera óásættanlegt. Þau sem ekki falla undir fyrrnefndar undanþágur geta engu að síður glímt við sjúkdóma og heilsufarsvandamál sem nauðsynlegt er að bregðast við og í vissum tilfellum getur rof á meðferð haft slæmar afleiðingar. Umræddur hópur er nú þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu og frekari jaðarsetning gagnvart heilbrigðisþjónustu er sérlega varhugaverð. Þá getur rof á meðferð við langvinnum sjúkdómum haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í umsögninni. Öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé einnig mikilvægt þegar kemur að ákveðnum öryggisþáttum, til að mynda hvað varðar því að aftra útbreiðslu smitsjúkdóma og að veita þeim sem glíma við geðraskanir þjónustu þannig að þeir séu hvorki hættulegir sjálfum sér né öðrum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira