Umfjöllun: KA - HK 1-0 | Norðanmenn enduðu tímabilið á sigri Kári Mímisson skrifar 7. október 2023 16:03 KA endaði tímabilið á sigri. KA vann HK í lokaumferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn var það ljóst að KA myndi hafna í sjöunda sætinu og hreppa Forsetabikarinn á meðan HK átt enn tölfræðilegan möguleika á því að falla þó svo að ansi margt þyrfti að gerast til þess. Leikurinn fór hægt af stað og það var greinilegt að HK ætlaði að liggja til baka og beita skyndisóknum eins og liðið hefur svo sem gert í allt sumar á meðan KA hélt að mestu í boltann og stýrði leiknum. Heimamenn voru mun líklegri í fyrri hálfleiknum og fengu nokkur hálffæri. Gestirnir voru hins vegar nálægt því að komast yfir þegar Arnþór Ari Atlason komst einn í gegn eftir gott samspil við Birki Val Jónsson en á einhvern ótrúlegan hátt tókst Ívari Arnbro Þórhallssyni, markverði KA að verja frá honum af stuttu færi. Þetta var fyrsti leikur hins 17 ára gamla Ívars í Bestu deildinni en Hallgrímur Jónasson ákvað að gefa þessum unga og efnilega markverði tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Gestirnir urðu fyrir áfalli á 31. mínútu þegar Atli Arnarson þurfti að fara meiddur af velli. Örvar Eggertsson var ekki með liðinu í dag þar sem hann tók út leikbann og því ansi dýrt fyrir HK-ingar að vera án þessara tveggja lykilmanna á jafn mikilvægum tímapunkti og þessum. Heimamenn komust svo yfir á 35. mínútu leiksins og það gerði Harley Willard eftir hornspyrnu. Hallgrímur Mar Steingrímsson tók þá hornspyrnu frá hægri sem fór beint á kollinn Jóan Símun Edmundsson sem skallaði boltann beint fyrir Willard sem var aleinn á fjærstönginni og skoraði auðveldlega framhjá Arnari Frey Ólafssyni í marki HK. Ég hugsa að Ómar Ingi og þjálfarateymi HK hafi ekki verið ánægt með dekkningu síns liðs í þessu marki því eins og áður segir var Willard aleinn í teignum og hafði mikinn tíma til að klára þetta færi. Meira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleiknum og staðan því 1-0 fyrir KA þegar liðin héldu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var afar tíðinda lítill og einkenndist mest af meiðslum. Menn lágu mikið í jörðinni og greinilegt að tímabilið væri farið að setjast í þreytta fætur leikmanna. Liðin ógnuðu markinu voðalega lítið og niðurstaðan hér á Akureyri því 1-0 sigur KA sem vinna Forsetabikarinn árið 2023. Af hverju vann KA? Þeir voru klárlega betra liðið en og gátu leyft sér að nota yngri og ferskari leikmenn í þessum leik. Það var augljós þreyta í leikmönnum HK sem þakka væntanlega fyrir úrslitin í Árbænum og í Eyjum. Hverjir stóðu upp úr? Ég ætla að gefa unga stráknum í markinu hjá KA þetta. Það var ekki að sjá að Ívar Arnbro Þórhallsson væri að spila sinn fyrsta leik í efstu deild hér í dag. Hann var ákaflega öruggur í öllum sínum aðgerðum og varði nokkrum sinnum mjög vel. Það verður spennandi að fylgjast með þessum 17 ára markmanni á næstu árum. Hvað gekk illa? Það voru mikil þreytu merki í leikmönnum beggja liða og þá sérstaklega leikmönnum HK. Tímabilið er búið að var langt og strangt en ég hugsa að sumir hafi verið byrjaðir að hugsa um lokahófið fullsnemma. Liðunum gekk illa að skapa sér færi og eins og áður segir var þetta mjög tíðinda lítið hér í dag. Hvað gerist næst? Tímabilið er búið og ég hugsa að flestir séu bara á leiðinni í kærkomið frí. Besta deild karla HK KA Íslenski boltinn Fótbolti
KA vann HK í lokaumferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn var það ljóst að KA myndi hafna í sjöunda sætinu og hreppa Forsetabikarinn á meðan HK átt enn tölfræðilegan möguleika á því að falla þó svo að ansi margt þyrfti að gerast til þess. Leikurinn fór hægt af stað og það var greinilegt að HK ætlaði að liggja til baka og beita skyndisóknum eins og liðið hefur svo sem gert í allt sumar á meðan KA hélt að mestu í boltann og stýrði leiknum. Heimamenn voru mun líklegri í fyrri hálfleiknum og fengu nokkur hálffæri. Gestirnir voru hins vegar nálægt því að komast yfir þegar Arnþór Ari Atlason komst einn í gegn eftir gott samspil við Birki Val Jónsson en á einhvern ótrúlegan hátt tókst Ívari Arnbro Þórhallssyni, markverði KA að verja frá honum af stuttu færi. Þetta var fyrsti leikur hins 17 ára gamla Ívars í Bestu deildinni en Hallgrímur Jónasson ákvað að gefa þessum unga og efnilega markverði tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Gestirnir urðu fyrir áfalli á 31. mínútu þegar Atli Arnarson þurfti að fara meiddur af velli. Örvar Eggertsson var ekki með liðinu í dag þar sem hann tók út leikbann og því ansi dýrt fyrir HK-ingar að vera án þessara tveggja lykilmanna á jafn mikilvægum tímapunkti og þessum. Heimamenn komust svo yfir á 35. mínútu leiksins og það gerði Harley Willard eftir hornspyrnu. Hallgrímur Mar Steingrímsson tók þá hornspyrnu frá hægri sem fór beint á kollinn Jóan Símun Edmundsson sem skallaði boltann beint fyrir Willard sem var aleinn á fjærstönginni og skoraði auðveldlega framhjá Arnari Frey Ólafssyni í marki HK. Ég hugsa að Ómar Ingi og þjálfarateymi HK hafi ekki verið ánægt með dekkningu síns liðs í þessu marki því eins og áður segir var Willard aleinn í teignum og hafði mikinn tíma til að klára þetta færi. Meira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleiknum og staðan því 1-0 fyrir KA þegar liðin héldu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var afar tíðinda lítill og einkenndist mest af meiðslum. Menn lágu mikið í jörðinni og greinilegt að tímabilið væri farið að setjast í þreytta fætur leikmanna. Liðin ógnuðu markinu voðalega lítið og niðurstaðan hér á Akureyri því 1-0 sigur KA sem vinna Forsetabikarinn árið 2023. Af hverju vann KA? Þeir voru klárlega betra liðið en og gátu leyft sér að nota yngri og ferskari leikmenn í þessum leik. Það var augljós þreyta í leikmönnum HK sem þakka væntanlega fyrir úrslitin í Árbænum og í Eyjum. Hverjir stóðu upp úr? Ég ætla að gefa unga stráknum í markinu hjá KA þetta. Það var ekki að sjá að Ívar Arnbro Þórhallsson væri að spila sinn fyrsta leik í efstu deild hér í dag. Hann var ákaflega öruggur í öllum sínum aðgerðum og varði nokkrum sinnum mjög vel. Það verður spennandi að fylgjast með þessum 17 ára markmanni á næstu árum. Hvað gekk illa? Það voru mikil þreytu merki í leikmönnum beggja liða og þá sérstaklega leikmönnum HK. Tímabilið er búið að var langt og strangt en ég hugsa að sumir hafi verið byrjaðir að hugsa um lokahófið fullsnemma. Liðunum gekk illa að skapa sér færi og eins og áður segir var þetta mjög tíðinda lítið hér í dag. Hvað gerist næst? Tímabilið er búið og ég hugsa að flestir séu bara á leiðinni í kærkomið frí.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti