Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Dagur Lárusson skrifar 7. október 2023 13:16 Skjöldurinn fer á loft Vísir/ Hulda Margrét Örlög beggja liða voru ráðin fyrir leikinn og því var það eflaust stoltið sem bæði lið spiluðu upp á í leiknum. Það voru gestirnir í Val sem byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni snemma leiks. Á 8. mínútu fékk Aron Jóhannsson boltann rétt fyrir utan teig og fann Tryggva Hrafn vinstra megin sem lék listir sínar áður en hann gaf boltann aftur út á Aron sem þrumaði boltanum í varnarmann og í netið. Staðan orðin 0-1. Eftir þetta mark tóku heimamenn við sér smátt og smátt og sóttu án stíft. Helgi Guðjónsson náði til dæmis að koma boltanum í markið en var dæmdur rangstæður. En jöfnunarmarkið kom síðan á 34. mínútu eftir fallegt spil upp vinstri vænginn sem endaði með darraðadans inn á teignum þar sem Erlingur Agnarsson fékk boltann og kom honum í netið af stuttu færi. Staðan 1-1 í hálfleik. Erlingur skoraði þrennu.Vísir/Hulda Margrét Heimamenn í Víkings komu dýrvitlausir í seinni hálfleikinn og voru ekki lengi að ná forystunni. Það gerðist á 49. mínútu þegar Daniel Djuric fékk boltann vinstra megin þar sem var brotið á honum en boltinn barst til Helga Guðjónssonar sem átti fasta sendingu inn á teig þar sem Erlingur Agnarsson var fyrstur til að bregðast við og skallaði boltann í netið. Víkingar voru þó heldur betur ekki saddir og kom þriðja markið fjórum mínútum síðar. Þá tók Pablo Punyed hornspyrnu sem fór beint á kollinn á Helga sem skallaði í stöngina og þaðan barst boltinn fyrir fætur Arons Elís sem þakkaði fyrir sig og kom boltanum í netið. Aron var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar eða á 56. mínútu þegar uppskriftin var nánast nákvæmlega sú sama og í öðru markinu þegar Erlingur skoraði nema nú var það Aron sem lúrði á fjær og kom boltanum í netið. Staðan orðin 4-1 og enn hálftími eftir af leiknum. Aron Elís skoraði tvö mörkVísir/Hulda Margrét Eftir þetta mark voru ekki mikið af færum sem létu sjá sig en Víkingar náðu þó að nýta eitt af þeim fáu sem þeir fengu. Það var á 79. mínútu þegar Orri Sigurður, varnarmaður Vals, reyndi að koma í veg fyrir sendingu inn fyrir vörn Vals en þess í stað tæklaði boltann beint fyrir fætur Erlings sem var þá sloppinn einn í gegn og lyfti hann boltanum skemmtilega yfir Svein í markinu og fullkomnaði þrennu sína. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og lokatölur því 5-1 í síðasta leik tímabilsins. Afhverju vann Víkingur? Leikmenn Víkings mættu miklu ákveðnari til leiks í seinni hálfleikinn og kláruðu leikinn á aðeins tíu mínútna kafla. Valsmenn virtust fara inn í skelina um leið og Víkingur náðu forystunni. Hverjir stóðu uppúr? Það fer ekkert á milli mála aðeins Erlingur Agnarsson er maður leiksins sem skoraði þrennu. Aron Elís einnig frábær með tvö mörk en síðan átti Helgi Guðjónsson þátt í þremur mörkum. Hvað fór illa? Valsmenn gáfust upp um leið og Víkingur náði forystunni. Eflaust erfitt að lenda undir gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli á þeim degi þar sem bikarinn fer á loft en svar Valsmanna hefði geta verið betra. Hvað gerist næst? Tímabilið búið og nú er það bara lokahóf. Arnar Grétarsson: Þeir komast upp með mikið meira en önnur lið Arnar á hliðarlínunni í dagVísir/Hulda Margrét „Það er erfitt að segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleika,“ byrjaði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Mér fannst Víkingarnir vera með yfirhöndina mest allan leikinn og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum en við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum, þar var leikurinn mikið jafnari. Við komumst yfir í leiknum og áttum margar fínar sóknir en þeir áttu þó líka sínar sóknir“ hélt Arnar áfram að segja. Arnar var ekki sáttur með dómgæsluna en hann vildi fá vítaspyrnu í stöðinni 0-1. „Það gerist ákveðið atvik í fyrri hálfleiknum sem mér fannst vera klárt víti þegar Olvier keyrir í bakið á Tryggva. Þegar þú ert með fjóra dómara á vellinum þá skil ég ekki hvernig þú getur komist að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið víti. Þetta er svo stórt augnablik því þarna er staðan 0-1 og annað mark frá okkur hefði getað breytt leiknum algjörlega.“ Arnar hélt áfram að tala um dómarana og um Víkingsliðið. „Það er oft talað um það hvað Víkingsliðið er fast fyrir en fær samt lítið af spjöldum og það er einfaldlega því þeir eru að komast upp með miklu meira heldur en önnur lið, dómararnir eru bara ekkert að gefa þeim spjöld.“ „Þannig þetta atvik var svekkjandi og síðan fáum við beint mark í andlitið og síðan einfaldlega mætum við ekki til leiks í seinni hálfleikinn,“ endaði Arnar Grétarsson að segja eftir leik. Pablo Punyed: Ég er bara að hugsa um næstu titla Pablo í leiknum í dag.Vísir /Hulda Margrét „Þetta var alveg geggjað og líka frábært að geta gefið ungum leikmönnum tækifæri,“ byrjaði Pablo Punyed að segja eftir leik. „Þeir sýndu að þeir geta spilað í svona leikjum gegn liði sem endaði í öðru sætinu og gáfu okkur harða samkeppni allt tímabilið,“ hélt Pablo áfram að segja. Pablo var síðan spurður út í það hversu marga titla hann hefur unnið á Íslandi „Ég er ekkert að pæla í því, ég er að pæla í næstu titlum. Við vitum að við munum ekki getað unnið árlega en við ætlum samt að halda áfram að berjast um það og það verður alltaf markmiðið okkar.“ Pablo var síðan ekki klár á því hversu mikið hann ætti sjálfur eftir en hann væri þó ekki búinn. „Ég veit ekki hvað ég á mikið eftir. Það er svo erfitt að spila á toppnum en það er samt svo gaman og ég mun halda áfram á meðan ég get það,“ endaði Pablo á að segja eftir leik. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Fótbolti Íslenski boltinn
Örlög beggja liða voru ráðin fyrir leikinn og því var það eflaust stoltið sem bæði lið spiluðu upp á í leiknum. Það voru gestirnir í Val sem byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni snemma leiks. Á 8. mínútu fékk Aron Jóhannsson boltann rétt fyrir utan teig og fann Tryggva Hrafn vinstra megin sem lék listir sínar áður en hann gaf boltann aftur út á Aron sem þrumaði boltanum í varnarmann og í netið. Staðan orðin 0-1. Eftir þetta mark tóku heimamenn við sér smátt og smátt og sóttu án stíft. Helgi Guðjónsson náði til dæmis að koma boltanum í markið en var dæmdur rangstæður. En jöfnunarmarkið kom síðan á 34. mínútu eftir fallegt spil upp vinstri vænginn sem endaði með darraðadans inn á teignum þar sem Erlingur Agnarsson fékk boltann og kom honum í netið af stuttu færi. Staðan 1-1 í hálfleik. Erlingur skoraði þrennu.Vísir/Hulda Margrét Heimamenn í Víkings komu dýrvitlausir í seinni hálfleikinn og voru ekki lengi að ná forystunni. Það gerðist á 49. mínútu þegar Daniel Djuric fékk boltann vinstra megin þar sem var brotið á honum en boltinn barst til Helga Guðjónssonar sem átti fasta sendingu inn á teig þar sem Erlingur Agnarsson var fyrstur til að bregðast við og skallaði boltann í netið. Víkingar voru þó heldur betur ekki saddir og kom þriðja markið fjórum mínútum síðar. Þá tók Pablo Punyed hornspyrnu sem fór beint á kollinn á Helga sem skallaði í stöngina og þaðan barst boltinn fyrir fætur Arons Elís sem þakkaði fyrir sig og kom boltanum í netið. Aron var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar eða á 56. mínútu þegar uppskriftin var nánast nákvæmlega sú sama og í öðru markinu þegar Erlingur skoraði nema nú var það Aron sem lúrði á fjær og kom boltanum í netið. Staðan orðin 4-1 og enn hálftími eftir af leiknum. Aron Elís skoraði tvö mörkVísir/Hulda Margrét Eftir þetta mark voru ekki mikið af færum sem létu sjá sig en Víkingar náðu þó að nýta eitt af þeim fáu sem þeir fengu. Það var á 79. mínútu þegar Orri Sigurður, varnarmaður Vals, reyndi að koma í veg fyrir sendingu inn fyrir vörn Vals en þess í stað tæklaði boltann beint fyrir fætur Erlings sem var þá sloppinn einn í gegn og lyfti hann boltanum skemmtilega yfir Svein í markinu og fullkomnaði þrennu sína. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og lokatölur því 5-1 í síðasta leik tímabilsins. Afhverju vann Víkingur? Leikmenn Víkings mættu miklu ákveðnari til leiks í seinni hálfleikinn og kláruðu leikinn á aðeins tíu mínútna kafla. Valsmenn virtust fara inn í skelina um leið og Víkingur náðu forystunni. Hverjir stóðu uppúr? Það fer ekkert á milli mála aðeins Erlingur Agnarsson er maður leiksins sem skoraði þrennu. Aron Elís einnig frábær með tvö mörk en síðan átti Helgi Guðjónsson þátt í þremur mörkum. Hvað fór illa? Valsmenn gáfust upp um leið og Víkingur náði forystunni. Eflaust erfitt að lenda undir gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli á þeim degi þar sem bikarinn fer á loft en svar Valsmanna hefði geta verið betra. Hvað gerist næst? Tímabilið búið og nú er það bara lokahóf. Arnar Grétarsson: Þeir komast upp með mikið meira en önnur lið Arnar á hliðarlínunni í dagVísir/Hulda Margrét „Það er erfitt að segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleika,“ byrjaði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Mér fannst Víkingarnir vera með yfirhöndina mest allan leikinn og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum en við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum, þar var leikurinn mikið jafnari. Við komumst yfir í leiknum og áttum margar fínar sóknir en þeir áttu þó líka sínar sóknir“ hélt Arnar áfram að segja. Arnar var ekki sáttur með dómgæsluna en hann vildi fá vítaspyrnu í stöðinni 0-1. „Það gerist ákveðið atvik í fyrri hálfleiknum sem mér fannst vera klárt víti þegar Olvier keyrir í bakið á Tryggva. Þegar þú ert með fjóra dómara á vellinum þá skil ég ekki hvernig þú getur komist að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið víti. Þetta er svo stórt augnablik því þarna er staðan 0-1 og annað mark frá okkur hefði getað breytt leiknum algjörlega.“ Arnar hélt áfram að tala um dómarana og um Víkingsliðið. „Það er oft talað um það hvað Víkingsliðið er fast fyrir en fær samt lítið af spjöldum og það er einfaldlega því þeir eru að komast upp með miklu meira heldur en önnur lið, dómararnir eru bara ekkert að gefa þeim spjöld.“ „Þannig þetta atvik var svekkjandi og síðan fáum við beint mark í andlitið og síðan einfaldlega mætum við ekki til leiks í seinni hálfleikinn,“ endaði Arnar Grétarsson að segja eftir leik. Pablo Punyed: Ég er bara að hugsa um næstu titla Pablo í leiknum í dag.Vísir /Hulda Margrét „Þetta var alveg geggjað og líka frábært að geta gefið ungum leikmönnum tækifæri,“ byrjaði Pablo Punyed að segja eftir leik. „Þeir sýndu að þeir geta spilað í svona leikjum gegn liði sem endaði í öðru sætinu og gáfu okkur harða samkeppni allt tímabilið,“ hélt Pablo áfram að segja. Pablo var síðan spurður út í það hversu marga titla hann hefur unnið á Íslandi „Ég er ekkert að pæla í því, ég er að pæla í næstu titlum. Við vitum að við munum ekki getað unnið árlega en við ætlum samt að halda áfram að berjast um það og það verður alltaf markmiðið okkar.“ Pablo var síðan ekki klár á því hversu mikið hann ætti sjálfur eftir en hann væri þó ekki búinn. „Ég veit ekki hvað ég á mikið eftir. Það er svo erfitt að spila á toppnum en það er samt svo gaman og ég mun halda áfram á meðan ég get það,“ endaði Pablo á að segja eftir leik.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti