Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. október 2023 14:30 Veggjalús er orðin mjög algeng hér á landi en hún kom fyrst hingað til lands árið 1893. Hún skríður upp í rúm til fólks á nótunni til að nærast. Getty Images Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. Veggjalýs í fjölda stofnana og skóla Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, sagði í viðtali við Stöð 5, að veggjalýs hefðu fundist í allt að 17 stofnunum og að sjö skólum hefði verið lokað. Franska ríkisstjórnin boðaði til sérstaks fundar vegna þessarar óskemmtilegu blóðsugu, en nú stendur heimsmeistarakeppnin í ruðningi yfir í Frakklandi og fyrir dyrum eru Ólympíuleikarnir næsta sumar, svo Frakkar mega lítt við faraldri af þessari tegund í augnablikinu. Attal segir að gripið verði til aðgerða hið snarasta, viðurkenndir lúsabanar hafi verið kallaðir til sem eigi að ráða niðurlögum lúsarinnar á innan við sólarhring. Finnast á milljónum heimila Talið er að veggjalýs finnist á 10. hverju heimili í Frakklandi og getur það kostað heimilishaldið nokkur hundruð evrur að hreinsa heimilið af óværunni. Þá hafa veggjalýs fundist að undanförnu í neðanjarðarlestarkerfinu í París, á Charles De Gaulle flugvellinum og í frönskum hraðlestum en breska blaðið Guardian segir að 15 slíkar bruni til Lundúna á degi hverjum og að aukinnar hræðslu gæti á meðal Englendinga við að þeir flytji þessa óvelkomnu gesti inn á heimili sín. Veggjalýs eru velþekktar á Íslandi Veggjalúsin er Íslendingum ekki alveg ókunn. Hún fagnar í ár 130 ára afmæli landnáms á Íslandi en hennar varð fyrst vart á Framnesi við Dýrafjörð árið 1893 og getum við þakkað norskum hvalföngurum þann innflutning. Getur fjölgað sér 500 sinnum á ævinni Veggjalúsin nærist alfarið á blóði, helst mannablóði. Hún hefst gjarnan við í námunda við svefnstæði manna og getur á 10 mínútum sogið tífalda þyngd sína af blóði. Eftir slíka máltíð leggst hún á meltuna og verpir gjarnan eggjum en hún verpir allt að 500 eggjum á æviskeiði sínu sem er upp undir eitt og hálft ár. Frakkland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Veggjalýs í fjölda stofnana og skóla Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, sagði í viðtali við Stöð 5, að veggjalýs hefðu fundist í allt að 17 stofnunum og að sjö skólum hefði verið lokað. Franska ríkisstjórnin boðaði til sérstaks fundar vegna þessarar óskemmtilegu blóðsugu, en nú stendur heimsmeistarakeppnin í ruðningi yfir í Frakklandi og fyrir dyrum eru Ólympíuleikarnir næsta sumar, svo Frakkar mega lítt við faraldri af þessari tegund í augnablikinu. Attal segir að gripið verði til aðgerða hið snarasta, viðurkenndir lúsabanar hafi verið kallaðir til sem eigi að ráða niðurlögum lúsarinnar á innan við sólarhring. Finnast á milljónum heimila Talið er að veggjalýs finnist á 10. hverju heimili í Frakklandi og getur það kostað heimilishaldið nokkur hundruð evrur að hreinsa heimilið af óværunni. Þá hafa veggjalýs fundist að undanförnu í neðanjarðarlestarkerfinu í París, á Charles De Gaulle flugvellinum og í frönskum hraðlestum en breska blaðið Guardian segir að 15 slíkar bruni til Lundúna á degi hverjum og að aukinnar hræðslu gæti á meðal Englendinga við að þeir flytji þessa óvelkomnu gesti inn á heimili sín. Veggjalýs eru velþekktar á Íslandi Veggjalúsin er Íslendingum ekki alveg ókunn. Hún fagnar í ár 130 ára afmæli landnáms á Íslandi en hennar varð fyrst vart á Framnesi við Dýrafjörð árið 1893 og getum við þakkað norskum hvalföngurum þann innflutning. Getur fjölgað sér 500 sinnum á ævinni Veggjalúsin nærist alfarið á blóði, helst mannablóði. Hún hefst gjarnan við í námunda við svefnstæði manna og getur á 10 mínútum sogið tífalda þyngd sína af blóði. Eftir slíka máltíð leggst hún á meltuna og verpir gjarnan eggjum en hún verpir allt að 500 eggjum á æviskeiði sínu sem er upp undir eitt og hálft ár.
Frakkland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira