„Þetta er rétt ákvörðun“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. október 2023 11:42 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. „Fyrstu viðbrögð eru bara þau að þetta er rétt ákvörðun. Hann er að axla ábyrgð og það er alveg rétt að ráðherra var ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. „Hann hefur náttúrulega verið núna fjármálaráðherra nær óslitið í tíu ár þannig þetta eru mikil tímamót en það er það er kannski ekki mikið meira um þessa ákvörðun að segja á þessu stigi.“ Kom þetta þér á óvart? „Ég get alveg viðurkennt að þetta kom mér á óvart. Það hefur mikið gengið á. Allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli, Íslandsbankamálinu, það hefur komið illa út. Rannsóknarnefndin, skýrsla FME og svo núna þetta og það hafa komið upp mörg tilvik þar sem þetta hefði getað átt sér stað eða hann hefði getað tekið þessa ákvörðun en aðalmálið núna er að þetta er rétt ákvörðun og það liggur fyrir að hann gat bara ekkert sinnt þessu embætti lengur.“ Bjarni hafi verið rúinn trausti Bjarni sagði meðal annars á blaðamannafundi í morgun að hann væri ósammála ýmsu í áliti umboðsmanns. Hann hefði engu að síður ákveðið að virða niðurstöðu umboðsmannsins. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það hvernig staðið er að sölu á fyrirtæki í ríkiseigu er mjög mikilvægt og það er ekki hægt að líta fram hjá því að benda á einhverja niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að fjármálaráðherra var rúinn trausti eftir þetta ferli og þetta hafði líka áhrif á traust á fjármálakerfinu í heild sinni,“ segir Kristrún. „Þannig það er ekki hægt að bera fyrir sig að þetta hefði ekki haft nein áhrif þó efnislega hefði hann verið ánægður með niðurstöðuna. Niðurstaðan snýst ekki bara um verðmiðann sem fékkst fyrir bankann heldur hvert viðhorf almennings var gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og fjármálakerfinu vegna þess hvernig var haldið utan um þessa sölu.“ Ríkistjórnin þurfi að svara Hvaða áhrif heldurðu að þetta geti haft á ríkisstjórnarsamstarfið? „Fjármálaráðherra er að hætta að eigin sögn vegna þess að hann telur sér ekki kleift að halda áfram að sinna sínum verkefnum og ég held að ríkisstjórnin þurfi nú bara að svara þeirri spurningu hvort henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir og skipta fólkið í landinu máli.“ Kristrún segist sérstaklega hugsa um stóru velferðarmálin og efnahagsmálin. Hún geti lítið sagt um framhaldið þar sem hlutirnir gerist hratt. Ótækt að fara í áframhaldandi sölu Kristrún segir ljóst að það sé alveg ótækt að hægt verði að fara í áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafi ekki traust til að klára það ferli. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi stigið frá er ýmislegt sem þarf að koma betur. En allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli hefur komið illa út þannig það þarf að fara mjög varlega í næstu skref og ég trúi ekki öðru en að áframhaldandi sala sé núna á ís.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru bara þau að þetta er rétt ákvörðun. Hann er að axla ábyrgð og það er alveg rétt að ráðherra var ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. „Hann hefur náttúrulega verið núna fjármálaráðherra nær óslitið í tíu ár þannig þetta eru mikil tímamót en það er það er kannski ekki mikið meira um þessa ákvörðun að segja á þessu stigi.“ Kom þetta þér á óvart? „Ég get alveg viðurkennt að þetta kom mér á óvart. Það hefur mikið gengið á. Allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli, Íslandsbankamálinu, það hefur komið illa út. Rannsóknarnefndin, skýrsla FME og svo núna þetta og það hafa komið upp mörg tilvik þar sem þetta hefði getað átt sér stað eða hann hefði getað tekið þessa ákvörðun en aðalmálið núna er að þetta er rétt ákvörðun og það liggur fyrir að hann gat bara ekkert sinnt þessu embætti lengur.“ Bjarni hafi verið rúinn trausti Bjarni sagði meðal annars á blaðamannafundi í morgun að hann væri ósammála ýmsu í áliti umboðsmanns. Hann hefði engu að síður ákveðið að virða niðurstöðu umboðsmannsins. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það hvernig staðið er að sölu á fyrirtæki í ríkiseigu er mjög mikilvægt og það er ekki hægt að líta fram hjá því að benda á einhverja niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að fjármálaráðherra var rúinn trausti eftir þetta ferli og þetta hafði líka áhrif á traust á fjármálakerfinu í heild sinni,“ segir Kristrún. „Þannig það er ekki hægt að bera fyrir sig að þetta hefði ekki haft nein áhrif þó efnislega hefði hann verið ánægður með niðurstöðuna. Niðurstaðan snýst ekki bara um verðmiðann sem fékkst fyrir bankann heldur hvert viðhorf almennings var gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og fjármálakerfinu vegna þess hvernig var haldið utan um þessa sölu.“ Ríkistjórnin þurfi að svara Hvaða áhrif heldurðu að þetta geti haft á ríkisstjórnarsamstarfið? „Fjármálaráðherra er að hætta að eigin sögn vegna þess að hann telur sér ekki kleift að halda áfram að sinna sínum verkefnum og ég held að ríkisstjórnin þurfi nú bara að svara þeirri spurningu hvort henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir og skipta fólkið í landinu máli.“ Kristrún segist sérstaklega hugsa um stóru velferðarmálin og efnahagsmálin. Hún geti lítið sagt um framhaldið þar sem hlutirnir gerist hratt. Ótækt að fara í áframhaldandi sölu Kristrún segir ljóst að það sé alveg ótækt að hægt verði að fara í áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafi ekki traust til að klára það ferli. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi stigið frá er ýmislegt sem þarf að koma betur. En allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli hefur komið illa út þannig það þarf að fara mjög varlega í næstu skref og ég trúi ekki öðru en að áframhaldandi sala sé núna á ís.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira