Pólitísk plott fari sjaldnast eftir handritinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2023 21:09 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðiprófessor segir vel geta verið að afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sé liður í pólitískri refskák. Pólitísk plott séu þó þess eðlis að þau fari sjaldnast alveg eftir handritinu. Óvenjulegt sé að Bjarni hafi aðeins greint frá afsögn sinni, en ekki hver tekur við embættinu eða hvað hann ætli sér að gera í framhaldinu. Bjarni kynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun, þar sem hann sagði ástæðuna vera álit Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Niðurstaða Umboðsmanns var sú að í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Bjarni fór á fundinum yfir þær athugasemdir sem hann hafði við álit Umboðsmanns, en sagðist engu að síður munu virða það og axla ábyrgð, áður en hann tilkynnti um afsögn sína. „Hún kom töluvert á óvart, þessi ákvörðun. Ályktanir umboðsmanna Alþingis hafa ekki leitt til afsagna hingað til, þannig að þetta kom verulega á óvart. Hins vegar verður bara að segjast eins og er, að það er eiginlega fleiri spurningum ósvarað enn sem komið er, heldur en þeim sem hefur verið svarað með þessari afsögn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir að það hvort afsögn Bjarna hafi verið klókur pólitískur leikur verði að liggja á milli hluta í bili. „Við vitum ekki hver fyrirætlan hans er, hvað varðar áframhaldandi veru í ríkisstjórninni, hugsanlega í öðru ráðuneyti, hvort hann er að hætta í stjórnmálum eða líti á þetta sem einhvers konar fléttu til þess að halda áfram. Það fer bara allt eftir því.“ Eiríkur segir að Bjarni gæti tekið við utanríkisráðuneytinu og skipt þannig um embætti við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur um embætti. „En það er hins vegar eftirtektarvert að þetta er ekki tilkynnt allt í einu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur heldur ekki svarað því hvort hann ætli sér að sitja áfram á þingi, og sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Staða stjórnarinnar veikari fyrir vikið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún skildi ákvörðun Bjarna og hún teldi hann hafa gert rétt með því að segja af sér. Ríkisstjórnin stæði þó sterkum fótum og forysta flokkanna væri enn sú sama, það er að segja, Bjarni væri enn formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hún hugsanlegt að Bjarni tæki við öðru ráðuneyti. Ákvörðun dagsins snerist hins vegar um að nýr fjármálaráðherra fengi vinnufrið og að Bjarni axlaði ábyrgð á sínum þætti í framkvæmd Íslandsbankasölunnar. Eiríkur segir ljóst að álit Umboðsmanns veiki ríkisstjórnina, sem og afsögn formanns Sjálfstæðisflokksins úr embætti fjármálaráðherra í kjölfar þess sem Eiríkur kallar áfellisdóm. „Hins vegar getur verið að Bjarni hafi styrkt sína stöðu í þeim aðstæðum sem voru orðnar mjög erfiðar, og hann hafi bjargað ýmsu,“ segir Eiríkur. Bjarna hafi víða verið klappað lof í lófa fyrir að stíga frá og axla ábyrgð, en engu að síður veiki afsögn hans ríkisstjórnina. „En þetta veltur allt á framhaldinu. Við erum á upphafsreit í atburðarás sem er ekki lokið.“ Aðspurður segir hann vel mögulegt að um sé að ræða leik í pólitískri refskák. „En pólitísk plott eru nú þess eðlis að þau ganga yfirleitt ekki eftir eins og þau eru hönnuð. Við vitum ekki hverju fram vindur. Þeir sem hafa verið að lýsa því í dag að allt sé frágengið og svo komi einhver snyrtileg slaufa í lokin, ég er ekki viss um að það gangi þannig eftir,“ sagði Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni, auk annarrar umfjöllunar um afsögn Bjarna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Höfum hingað til þurft að hafa virkilega fyrir því að losna við þá“ Stjórnarandstöðuþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér embætti fjármálaráðherra hafi verið rétt. Formaður Flokks fólksins undrast hve auðveldlega hann fór frá, en formaður Samfylkingarinnar bendir á langan aðdraganda að ákvörðun Bjarna. 10. október 2023 19:42 „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð?“ Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Bjarni kynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun, þar sem hann sagði ástæðuna vera álit Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Niðurstaða Umboðsmanns var sú að í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Bjarni fór á fundinum yfir þær athugasemdir sem hann hafði við álit Umboðsmanns, en sagðist engu að síður munu virða það og axla ábyrgð, áður en hann tilkynnti um afsögn sína. „Hún kom töluvert á óvart, þessi ákvörðun. Ályktanir umboðsmanna Alþingis hafa ekki leitt til afsagna hingað til, þannig að þetta kom verulega á óvart. Hins vegar verður bara að segjast eins og er, að það er eiginlega fleiri spurningum ósvarað enn sem komið er, heldur en þeim sem hefur verið svarað með þessari afsögn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir að það hvort afsögn Bjarna hafi verið klókur pólitískur leikur verði að liggja á milli hluta í bili. „Við vitum ekki hver fyrirætlan hans er, hvað varðar áframhaldandi veru í ríkisstjórninni, hugsanlega í öðru ráðuneyti, hvort hann er að hætta í stjórnmálum eða líti á þetta sem einhvers konar fléttu til þess að halda áfram. Það fer bara allt eftir því.“ Eiríkur segir að Bjarni gæti tekið við utanríkisráðuneytinu og skipt þannig um embætti við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur um embætti. „En það er hins vegar eftirtektarvert að þetta er ekki tilkynnt allt í einu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur heldur ekki svarað því hvort hann ætli sér að sitja áfram á þingi, og sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Staða stjórnarinnar veikari fyrir vikið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún skildi ákvörðun Bjarna og hún teldi hann hafa gert rétt með því að segja af sér. Ríkisstjórnin stæði þó sterkum fótum og forysta flokkanna væri enn sú sama, það er að segja, Bjarni væri enn formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hún hugsanlegt að Bjarni tæki við öðru ráðuneyti. Ákvörðun dagsins snerist hins vegar um að nýr fjármálaráðherra fengi vinnufrið og að Bjarni axlaði ábyrgð á sínum þætti í framkvæmd Íslandsbankasölunnar. Eiríkur segir ljóst að álit Umboðsmanns veiki ríkisstjórnina, sem og afsögn formanns Sjálfstæðisflokksins úr embætti fjármálaráðherra í kjölfar þess sem Eiríkur kallar áfellisdóm. „Hins vegar getur verið að Bjarni hafi styrkt sína stöðu í þeim aðstæðum sem voru orðnar mjög erfiðar, og hann hafi bjargað ýmsu,“ segir Eiríkur. Bjarna hafi víða verið klappað lof í lófa fyrir að stíga frá og axla ábyrgð, en engu að síður veiki afsögn hans ríkisstjórnina. „En þetta veltur allt á framhaldinu. Við erum á upphafsreit í atburðarás sem er ekki lokið.“ Aðspurður segir hann vel mögulegt að um sé að ræða leik í pólitískri refskák. „En pólitísk plott eru nú þess eðlis að þau ganga yfirleitt ekki eftir eins og þau eru hönnuð. Við vitum ekki hverju fram vindur. Þeir sem hafa verið að lýsa því í dag að allt sé frágengið og svo komi einhver snyrtileg slaufa í lokin, ég er ekki viss um að það gangi þannig eftir,“ sagði Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni, auk annarrar umfjöllunar um afsögn Bjarna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Höfum hingað til þurft að hafa virkilega fyrir því að losna við þá“ Stjórnarandstöðuþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér embætti fjármálaráðherra hafi verið rétt. Formaður Flokks fólksins undrast hve auðveldlega hann fór frá, en formaður Samfylkingarinnar bendir á langan aðdraganda að ákvörðun Bjarna. 10. október 2023 19:42 „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð?“ Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Höfum hingað til þurft að hafa virkilega fyrir því að losna við þá“ Stjórnarandstöðuþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér embætti fjármálaráðherra hafi verið rétt. Formaður Flokks fólksins undrast hve auðveldlega hann fór frá, en formaður Samfylkingarinnar bendir á langan aðdraganda að ákvörðun Bjarna. 10. október 2023 19:42
„Hvað er að axla pólitíska ábyrgð?“ Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44
Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58