Innlent

Allt lið sent á vett­vang vegna elds í potti

Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa
Fjöldi slökkviliðsfólks var sendur á vettvang.
Fjöldi slökkviliðsfólks var sendur á vettvang. Vísir/Margrét Björk

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent í Vatnsendahverfið í kvöld vegna óljósrar tilkynningar um eld í fjölbýlishúsi. Um var að ræða eld sem hafði kviknað í potti. Engan sakaði.

Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliðinu, sem hefur nú slökkt eldinn. Liðið er þó enn við störf í húsinu, við reykræstingu. 

Talsverð umferðarteppa myndaðist í nærliggjandi götum, þar sem forvitnir ökumenn hafa eflaust velt fyrir sér hvað um væri að vera, þar sem fimm sjúkrabílar og fjórir slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang, með tilheyrandi sírenuvæli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×