„Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2023 18:47 Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu við íþróttadeild í dag. vísir/vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum. „Þetta var auðvitað gríðarlega erfitt enda fékk ég mikla hjálp frá konunni minni og að vera í kringum dóttur mína. Ég fékk líka hjálp frá sálfræðingum og geðlæknum. Ég var með gott fólk í kringum mig," segir Gylfi Þór í samtali við Guðmund Benediktsson í dag. „Svo skipti hreyfing miklu máli líka og að hafa eitthvað fyrir stafni á hverjum degi.“ Gengur enn til sálfræðings Gylfi segist enn leita sér aðstoðar með andlegu hliðina hjá sérfræðingum í dag. „Ég mun halda því áfram í einhvern tíma en eitthvað minna en áður. Það hefur minnkað frá því ég byrjaði fyrst sem er eðlilegt. Mér mun finnast það gott að hafa svona hjálp.“ Skyndiákvörðun að fara á EM kvenna Gylfi var handtekinn sumarið 2021 og spilaði ekki fótbolta í tvö ár. Fréttastofu var ekki leyfilegt að spyrja út í málið sem var vísað frá í apríl. Gylfi hafði ekki sést opinberlega í heilt ár er hann dúkkaði óvænt upp á EM kvenna sumarið 2022. „Ég ætlaði ekkert að koma á leikinn. Ég var í spænskutíma heima og það var skyndiakvörðun að keyra upp eftir í fjóra tíma á leikinn. Það var kannski betra að það væri skyndiákvörðun heldur en að ég hefði planað það. Þá hefði kannski verið meiri kvíði og meira stress. En þetta var gott eftir á.“ Klippa: Fór úr spænskutíma á leik hjá kvennalandsliðinu Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Skælbrosandi Gylfi Þór mættur til æfinga: „Gríðarlega erfiður tími“ Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby deilir í dag myndum af æfingu liðsins þar sem sjá má nýjustu viðbæturnar í leikmannahópnum, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Marc Muniesa. 1. september 2023 14:35 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi Þór mætti aftur á leik Íslands: Knúsaði og kyssti frænku sína Gylfi Þór Sigurðsson mætti aftur á leik íslenska kvennalandsliðsins til að styðja við bakið á liðinu og þá sérstaklega frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Farbann Gylfa Þórs er útrunnið og lögreglan í Manchester vill ekki gefa upp hvað gerist næst. 18. júlí 2022 23:16 Gylfi Þór var í stúkunni í Manchester í kvöld Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, var á meðal áhorfenda á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Manchester í kvöld. 14. júlí 2022 18:09 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
„Þetta var auðvitað gríðarlega erfitt enda fékk ég mikla hjálp frá konunni minni og að vera í kringum dóttur mína. Ég fékk líka hjálp frá sálfræðingum og geðlæknum. Ég var með gott fólk í kringum mig," segir Gylfi Þór í samtali við Guðmund Benediktsson í dag. „Svo skipti hreyfing miklu máli líka og að hafa eitthvað fyrir stafni á hverjum degi.“ Gengur enn til sálfræðings Gylfi segist enn leita sér aðstoðar með andlegu hliðina hjá sérfræðingum í dag. „Ég mun halda því áfram í einhvern tíma en eitthvað minna en áður. Það hefur minnkað frá því ég byrjaði fyrst sem er eðlilegt. Mér mun finnast það gott að hafa svona hjálp.“ Skyndiákvörðun að fara á EM kvenna Gylfi var handtekinn sumarið 2021 og spilaði ekki fótbolta í tvö ár. Fréttastofu var ekki leyfilegt að spyrja út í málið sem var vísað frá í apríl. Gylfi hafði ekki sést opinberlega í heilt ár er hann dúkkaði óvænt upp á EM kvenna sumarið 2022. „Ég ætlaði ekkert að koma á leikinn. Ég var í spænskutíma heima og það var skyndiakvörðun að keyra upp eftir í fjóra tíma á leikinn. Það var kannski betra að það væri skyndiákvörðun heldur en að ég hefði planað það. Þá hefði kannski verið meiri kvíði og meira stress. En þetta var gott eftir á.“ Klippa: Fór úr spænskutíma á leik hjá kvennalandsliðinu
Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Skælbrosandi Gylfi Þór mættur til æfinga: „Gríðarlega erfiður tími“ Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby deilir í dag myndum af æfingu liðsins þar sem sjá má nýjustu viðbæturnar í leikmannahópnum, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Marc Muniesa. 1. september 2023 14:35 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi Þór mætti aftur á leik Íslands: Knúsaði og kyssti frænku sína Gylfi Þór Sigurðsson mætti aftur á leik íslenska kvennalandsliðsins til að styðja við bakið á liðinu og þá sérstaklega frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Farbann Gylfa Þórs er útrunnið og lögreglan í Manchester vill ekki gefa upp hvað gerist næst. 18. júlí 2022 23:16 Gylfi Þór var í stúkunni í Manchester í kvöld Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, var á meðal áhorfenda á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Manchester í kvöld. 14. júlí 2022 18:09 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Skælbrosandi Gylfi Þór mættur til æfinga: „Gríðarlega erfiður tími“ Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby deilir í dag myndum af æfingu liðsins þar sem sjá má nýjustu viðbæturnar í leikmannahópnum, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Marc Muniesa. 1. september 2023 14:35
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
Gylfi Þór mætti aftur á leik Íslands: Knúsaði og kyssti frænku sína Gylfi Þór Sigurðsson mætti aftur á leik íslenska kvennalandsliðsins til að styðja við bakið á liðinu og þá sérstaklega frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Farbann Gylfa Þórs er útrunnið og lögreglan í Manchester vill ekki gefa upp hvað gerist næst. 18. júlí 2022 23:16
Gylfi Þór var í stúkunni í Manchester í kvöld Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, var á meðal áhorfenda á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Manchester í kvöld. 14. júlí 2022 18:09