„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2023 18:23 Sigmar sagði það „íslenskasta af öllu“ vera í uppsiglingu. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvars á Alþingi í fyrramálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Það staðfesti Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á þingi fyrr í dag. „Hæstvirtur fjármálaráðherra verður til svara í óundirbúnum fyrirspurnum í fyrramálið eins og gert var ráð fyrir,“ sagði Birgir þegar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði á þingi í morgun hvort það yrði reyndin. Sigmar, eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu afsögn Bjarna áður en umræður hófust um formleg þingmál á þingi í dag. Bjarni er fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra. Nýr fjármálaráðherra tekur við um helgina þegar það verður haldin ríkisráðsfundur. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði í ræðu sinni að það „íslenskasta af öllu“ vera í uppsiglingu og meinti þá að Bjarni ætlaði að stíga til hliðar í einu ráðuneyti og ganga inn í annað, utanríkisráðuneytið. Töluvert hefur verið rætt um það síðan hann sagði af sér að hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins og utanríkisráðherra, muni skipta um ráðherrastól á ríkisráðsfundi um helgina. Ekkert hefur þó verið staðfest um það. „Hér eru menn að axla ábyrgð á stórfelldu klúðri við það að selja ríkiseigur fyrir milljarðatugi, menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar,“ sagði Sigmar. Reisa styttu af Bjarna Fleiri þingmenn vöktu athygli á málinu en sem dæmi sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, að þjóðin ætti betra skilið en að hampa Bjarna fyrir að axla ábyrgð í máli þar sem þrír eftirlitsaðilar hafi komist að því að ekki hafi verið farið rétt að við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Svo hröktust þau úr einu víginu í annað og loks þegar þrír eftirlitsaðilar hafa komist að afgerandi niðurstöðu, þegar það liggur fyrir svart á hvítu að lögum og reglum var ekki fylgt, að það var misfarið með eignir ríkisins á vakt Bjarna Benediktssonar, sem segir af sér, þó það nú væri, þá sýnist mér að hálf stjórnmálastéttin ætli að marsera hérna út á Austurvöll og reisa af honum styttu við hliðina á Jóni Sigurðssyni fyrir þá stórkostlegu sjálfsfórn og mikilmennsku sem hann sýndi með því að hrökklast úr embætti. Forseti. Fólkið í landinu á betra skilið. Hættum þessu rugli,“ sagði Jóhann Páll. Hanna Katrín sagði þörf á ríkisstjórn sem ráði við verkefnin sem framundan eru. Vísir/Vilhelm Þá kölluðu aðrir eftir starfhæfri ríkisstjórn eins og Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn, við þurfum ríkisstjórn sem ræður við verkefnið sem hún hefur tekið að sér. Við þurfum ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og tekur raunverulega utan um heimili landsins og við þurfum starfhæfa ríkisstjórn sem skilur stöðuna í orkumálum landsins og framkvæmir.“ Vanhæf ríkisstjórn eins og fyrir 15 árum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, rifjaði það upp þegar hann og fleiri börðu búsáhöld í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan. „Nú, 15 árum eftir bankahrunið, er enn ein vanhæf ríkisstjórn við völd, upptekin við að klúðra bankasölu og koma ungu, veiku, öldruðu fólki á vonarvöl vonleysis og eymdar. Unga fólkið okkar er að tapa húseign sinni vegna á annan tugs hækkana á stýrivöxtum með tilheyrandi tvöfaldri hækkun á afborgunum sem er ekkert annað en grófur forsendubrestur í formi fjárhagslegs ofbeldis. Hvað eiga margir eftir að missa innborganir sínar í heimilin og þá einnig allan séreignarsparnaðinn sem það hefur sett í eigið húsnæði? Ríkisstjórnin hefur ekki leyst á nokkurn hátt vanda hjá því unga fólki þar sem greiðslubyrðin á húsnæðislánum hefur tvöfaldast. Vanhæf ríkisstjórn, já, vanhæf ríkisstjórn sem lætur það einnig viðgangast að aldrað fólk, fatlað fólk, veikt fólk, lágtekjufólk á ekki fyrir mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum,“ sagði Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi rifjaði upp búsáhaldabyltinguna og sagði enn vanhæfa ríkisstjórn á landinu. Vísir/Vilhelm Þá gagnrýndi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og formaður Viðreisnar, þann tíma sem ríkisstjórnin tekur sér í ákveða næstu skref og að það hafi ekki verið búið að fara yfir næstu skref þegar Bjarni ákvað að segja af sér. Þorgerður Katrín sagði ringulreið í íslensku samfélagi og gagnrýndi þá óvissu sem uppi er á meðan ekki er ljóst hver tekur við embætti fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Þessi staða, virðulegi forseti, er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórnarinnar. Óvissa í stjórnmálum ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika sem bitnar síðan á heimilum landsins og fyrirtækjum og það er ekki boðlegt á þessum tímum. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Það ríkir ringulreið og það er ákveðið neyðarástand núna í gangi. En það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar um er að tryggja sér sæti í björgunarbátnum. Almenningur skal gjöra svo vel að bíða rólegur á meðan stjórnin eflir liðsandann og kortleggur hvar hver eigi að sitja. Þetta er orðið það farsakennt að Dario Fo hefði ekki getað gert þetta betur,“ sagði Þorgerður Katrín. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvars á Alþingi í fyrramálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Það staðfesti Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á þingi fyrr í dag. „Hæstvirtur fjármálaráðherra verður til svara í óundirbúnum fyrirspurnum í fyrramálið eins og gert var ráð fyrir,“ sagði Birgir þegar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði á þingi í morgun hvort það yrði reyndin. Sigmar, eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu afsögn Bjarna áður en umræður hófust um formleg þingmál á þingi í dag. Bjarni er fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra. Nýr fjármálaráðherra tekur við um helgina þegar það verður haldin ríkisráðsfundur. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði í ræðu sinni að það „íslenskasta af öllu“ vera í uppsiglingu og meinti þá að Bjarni ætlaði að stíga til hliðar í einu ráðuneyti og ganga inn í annað, utanríkisráðuneytið. Töluvert hefur verið rætt um það síðan hann sagði af sér að hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins og utanríkisráðherra, muni skipta um ráðherrastól á ríkisráðsfundi um helgina. Ekkert hefur þó verið staðfest um það. „Hér eru menn að axla ábyrgð á stórfelldu klúðri við það að selja ríkiseigur fyrir milljarðatugi, menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar,“ sagði Sigmar. Reisa styttu af Bjarna Fleiri þingmenn vöktu athygli á málinu en sem dæmi sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, að þjóðin ætti betra skilið en að hampa Bjarna fyrir að axla ábyrgð í máli þar sem þrír eftirlitsaðilar hafi komist að því að ekki hafi verið farið rétt að við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Svo hröktust þau úr einu víginu í annað og loks þegar þrír eftirlitsaðilar hafa komist að afgerandi niðurstöðu, þegar það liggur fyrir svart á hvítu að lögum og reglum var ekki fylgt, að það var misfarið með eignir ríkisins á vakt Bjarna Benediktssonar, sem segir af sér, þó það nú væri, þá sýnist mér að hálf stjórnmálastéttin ætli að marsera hérna út á Austurvöll og reisa af honum styttu við hliðina á Jóni Sigurðssyni fyrir þá stórkostlegu sjálfsfórn og mikilmennsku sem hann sýndi með því að hrökklast úr embætti. Forseti. Fólkið í landinu á betra skilið. Hættum þessu rugli,“ sagði Jóhann Páll. Hanna Katrín sagði þörf á ríkisstjórn sem ráði við verkefnin sem framundan eru. Vísir/Vilhelm Þá kölluðu aðrir eftir starfhæfri ríkisstjórn eins og Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn, við þurfum ríkisstjórn sem ræður við verkefnið sem hún hefur tekið að sér. Við þurfum ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og tekur raunverulega utan um heimili landsins og við þurfum starfhæfa ríkisstjórn sem skilur stöðuna í orkumálum landsins og framkvæmir.“ Vanhæf ríkisstjórn eins og fyrir 15 árum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, rifjaði það upp þegar hann og fleiri börðu búsáhöld í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan. „Nú, 15 árum eftir bankahrunið, er enn ein vanhæf ríkisstjórn við völd, upptekin við að klúðra bankasölu og koma ungu, veiku, öldruðu fólki á vonarvöl vonleysis og eymdar. Unga fólkið okkar er að tapa húseign sinni vegna á annan tugs hækkana á stýrivöxtum með tilheyrandi tvöfaldri hækkun á afborgunum sem er ekkert annað en grófur forsendubrestur í formi fjárhagslegs ofbeldis. Hvað eiga margir eftir að missa innborganir sínar í heimilin og þá einnig allan séreignarsparnaðinn sem það hefur sett í eigið húsnæði? Ríkisstjórnin hefur ekki leyst á nokkurn hátt vanda hjá því unga fólki þar sem greiðslubyrðin á húsnæðislánum hefur tvöfaldast. Vanhæf ríkisstjórn, já, vanhæf ríkisstjórn sem lætur það einnig viðgangast að aldrað fólk, fatlað fólk, veikt fólk, lágtekjufólk á ekki fyrir mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum,“ sagði Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi rifjaði upp búsáhaldabyltinguna og sagði enn vanhæfa ríkisstjórn á landinu. Vísir/Vilhelm Þá gagnrýndi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og formaður Viðreisnar, þann tíma sem ríkisstjórnin tekur sér í ákveða næstu skref og að það hafi ekki verið búið að fara yfir næstu skref þegar Bjarni ákvað að segja af sér. Þorgerður Katrín sagði ringulreið í íslensku samfélagi og gagnrýndi þá óvissu sem uppi er á meðan ekki er ljóst hver tekur við embætti fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Þessi staða, virðulegi forseti, er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórnarinnar. Óvissa í stjórnmálum ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika sem bitnar síðan á heimilum landsins og fyrirtækjum og það er ekki boðlegt á þessum tímum. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Það ríkir ringulreið og það er ákveðið neyðarástand núna í gangi. En það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar um er að tryggja sér sæti í björgunarbátnum. Almenningur skal gjöra svo vel að bíða rólegur á meðan stjórnin eflir liðsandann og kortleggur hvar hver eigi að sitja. Þetta er orðið það farsakennt að Dario Fo hefði ekki getað gert þetta betur,“ sagði Þorgerður Katrín.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira