Fyllirí í heilsulindum Íslands Marta Eiríksdóttir skrifar 12. október 2023 09:00 Túristi kom til landsins og hlakkaði mikið til að prófa allar heilsulindirnar. Hann var á leiðinni til Íslands í heilsuferð. Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna. Túristinn átti von á því að vera boðið upp á heilsudrykki unna úr íslensku grænmeti eða erlendum ávöxtum. Hann átti jafnvel von á því að upplifa hreinustu mynd heilsusamlegrar umgjörðar í öllum heilsulindum Íslands. Annað kom á daginn þegar hann byrjaði að aka á milli heilsulindanna í landinu. Túristinn vissi að það kostaði hálfan handlegginn að fara ofan í Bláa lónið en hann langaði samt að prófa þessa heimsfrægu náttúrulaug Íslendinga, þessa fyrstu sem komst í heimsfréttirnar vegna sérstöðu sinnar og lækningamáttar fyrir allskonar húðsjúkdóma. Túristinn var búinn að kynna sér landið mjög vel og hvar hægt var að komast ofan í heitar laugar. Honum fannst þetta stórmerkilegt land sem átti svona gjöfular heitar vatnslindir, heitt vatn beint úr iðrum jarðar. Íslendingar hlytu að vera heilsusamlegasta þjóð í heimi með aðgang að svona tærri og hreinni náttúru allt um kring, allt árið um kring. Túristinn ók á milli þekktra auglýstra heilsulinda, þær sem auglýstu sig sem staði þar sem hægt var að finna hugarró og slökun á heilsusamlegan hátt með því að liggja ofan í heitu vatninu sem innihélt allskonar frumefni jarðar. Eitthvað alveg sérstakt fannst honum. Þetta hlakkaði hann til að prófa. Á einum staðnum fyrir norðan land, á stað sem honum þótti jafnvel enn áhugaverðari en Bláa lónið, vegna nálægðar við skóginn varð hann fyrir miklum vonbrigðum þegar komið var ofan í á laugardagseftirmiðdegi. Ofan í heitri heilsulindinni var bar og alls staðar var fólk að drekka bjór eða með vínglas í hendi. Það var greinilega vinsælt að koma hingað til að detta í það á laugardegi. Honum brá mikið og þetta eiginlega fyllti mælinn. Hvers vegna eru heilsulindir Íslands svona óhollar, spurði hann sig. Túristinn var búinn að ferðast vítt og breitt um landið í heilsuferð sinni til Íslands. Alls staðar varð hann fyrir vonbrigðum þegar öll áherslan á þessum stöðum var að selja áfenga drykki ofan í gestina. Nánast hvergi á eftirsóttustu stöðunum, sá hann hreina heilsueflandi umgjörð. Hann átti ekki til orð. Heilsusamlega ímynd Íslands sem auglýst var með heilsulindum landsins hrundi í huga hans. Túristinn fékk á örfáum stöðum að upplifa sannar heilsulindir á Íslandi þar sem engin áhersla var lögð á áfenga drykki og þegar hann sat í flugvélinni á leið heim til sín, stóðu þeir staðir upp úr sem raunverulegar heilsulindir landsins. Þetta voru Lýsulaugar á Snæfellsnesi, Giljaböðin í Húsafelli og allar sundlaugar landsins. Þetta voru sannar heilsulindir Íslands að mati hans. Vonandi verða þær fleiri næst þegar túristinn kemur í heilsuferð til Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Eiríksdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Túristi kom til landsins og hlakkaði mikið til að prófa allar heilsulindirnar. Hann var á leiðinni til Íslands í heilsuferð. Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna. Túristinn átti von á því að vera boðið upp á heilsudrykki unna úr íslensku grænmeti eða erlendum ávöxtum. Hann átti jafnvel von á því að upplifa hreinustu mynd heilsusamlegrar umgjörðar í öllum heilsulindum Íslands. Annað kom á daginn þegar hann byrjaði að aka á milli heilsulindanna í landinu. Túristinn vissi að það kostaði hálfan handlegginn að fara ofan í Bláa lónið en hann langaði samt að prófa þessa heimsfrægu náttúrulaug Íslendinga, þessa fyrstu sem komst í heimsfréttirnar vegna sérstöðu sinnar og lækningamáttar fyrir allskonar húðsjúkdóma. Túristinn var búinn að kynna sér landið mjög vel og hvar hægt var að komast ofan í heitar laugar. Honum fannst þetta stórmerkilegt land sem átti svona gjöfular heitar vatnslindir, heitt vatn beint úr iðrum jarðar. Íslendingar hlytu að vera heilsusamlegasta þjóð í heimi með aðgang að svona tærri og hreinni náttúru allt um kring, allt árið um kring. Túristinn ók á milli þekktra auglýstra heilsulinda, þær sem auglýstu sig sem staði þar sem hægt var að finna hugarró og slökun á heilsusamlegan hátt með því að liggja ofan í heitu vatninu sem innihélt allskonar frumefni jarðar. Eitthvað alveg sérstakt fannst honum. Þetta hlakkaði hann til að prófa. Á einum staðnum fyrir norðan land, á stað sem honum þótti jafnvel enn áhugaverðari en Bláa lónið, vegna nálægðar við skóginn varð hann fyrir miklum vonbrigðum þegar komið var ofan í á laugardagseftirmiðdegi. Ofan í heitri heilsulindinni var bar og alls staðar var fólk að drekka bjór eða með vínglas í hendi. Það var greinilega vinsælt að koma hingað til að detta í það á laugardegi. Honum brá mikið og þetta eiginlega fyllti mælinn. Hvers vegna eru heilsulindir Íslands svona óhollar, spurði hann sig. Túristinn var búinn að ferðast vítt og breitt um landið í heilsuferð sinni til Íslands. Alls staðar varð hann fyrir vonbrigðum þegar öll áherslan á þessum stöðum var að selja áfenga drykki ofan í gestina. Nánast hvergi á eftirsóttustu stöðunum, sá hann hreina heilsueflandi umgjörð. Hann átti ekki til orð. Heilsusamlega ímynd Íslands sem auglýst var með heilsulindum landsins hrundi í huga hans. Túristinn fékk á örfáum stöðum að upplifa sannar heilsulindir á Íslandi þar sem engin áhersla var lögð á áfenga drykki og þegar hann sat í flugvélinni á leið heim til sín, stóðu þeir staðir upp úr sem raunverulegar heilsulindir landsins. Þetta voru Lýsulaugar á Snæfellsnesi, Giljaböðin í Húsafelli og allar sundlaugar landsins. Þetta voru sannar heilsulindir Íslands að mati hans. Vonandi verða þær fleiri næst þegar túristinn kemur í heilsuferð til Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun