Fyllirí í heilsulindum Íslands Marta Eiríksdóttir skrifar 12. október 2023 09:00 Túristi kom til landsins og hlakkaði mikið til að prófa allar heilsulindirnar. Hann var á leiðinni til Íslands í heilsuferð. Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna. Túristinn átti von á því að vera boðið upp á heilsudrykki unna úr íslensku grænmeti eða erlendum ávöxtum. Hann átti jafnvel von á því að upplifa hreinustu mynd heilsusamlegrar umgjörðar í öllum heilsulindum Íslands. Annað kom á daginn þegar hann byrjaði að aka á milli heilsulindanna í landinu. Túristinn vissi að það kostaði hálfan handlegginn að fara ofan í Bláa lónið en hann langaði samt að prófa þessa heimsfrægu náttúrulaug Íslendinga, þessa fyrstu sem komst í heimsfréttirnar vegna sérstöðu sinnar og lækningamáttar fyrir allskonar húðsjúkdóma. Túristinn var búinn að kynna sér landið mjög vel og hvar hægt var að komast ofan í heitar laugar. Honum fannst þetta stórmerkilegt land sem átti svona gjöfular heitar vatnslindir, heitt vatn beint úr iðrum jarðar. Íslendingar hlytu að vera heilsusamlegasta þjóð í heimi með aðgang að svona tærri og hreinni náttúru allt um kring, allt árið um kring. Túristinn ók á milli þekktra auglýstra heilsulinda, þær sem auglýstu sig sem staði þar sem hægt var að finna hugarró og slökun á heilsusamlegan hátt með því að liggja ofan í heitu vatninu sem innihélt allskonar frumefni jarðar. Eitthvað alveg sérstakt fannst honum. Þetta hlakkaði hann til að prófa. Á einum staðnum fyrir norðan land, á stað sem honum þótti jafnvel enn áhugaverðari en Bláa lónið, vegna nálægðar við skóginn varð hann fyrir miklum vonbrigðum þegar komið var ofan í á laugardagseftirmiðdegi. Ofan í heitri heilsulindinni var bar og alls staðar var fólk að drekka bjór eða með vínglas í hendi. Það var greinilega vinsælt að koma hingað til að detta í það á laugardegi. Honum brá mikið og þetta eiginlega fyllti mælinn. Hvers vegna eru heilsulindir Íslands svona óhollar, spurði hann sig. Túristinn var búinn að ferðast vítt og breitt um landið í heilsuferð sinni til Íslands. Alls staðar varð hann fyrir vonbrigðum þegar öll áherslan á þessum stöðum var að selja áfenga drykki ofan í gestina. Nánast hvergi á eftirsóttustu stöðunum, sá hann hreina heilsueflandi umgjörð. Hann átti ekki til orð. Heilsusamlega ímynd Íslands sem auglýst var með heilsulindum landsins hrundi í huga hans. Túristinn fékk á örfáum stöðum að upplifa sannar heilsulindir á Íslandi þar sem engin áhersla var lögð á áfenga drykki og þegar hann sat í flugvélinni á leið heim til sín, stóðu þeir staðir upp úr sem raunverulegar heilsulindir landsins. Þetta voru Lýsulaugar á Snæfellsnesi, Giljaböðin í Húsafelli og allar sundlaugar landsins. Þetta voru sannar heilsulindir Íslands að mati hans. Vonandi verða þær fleiri næst þegar túristinn kemur í heilsuferð til Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Eiríksdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Túristi kom til landsins og hlakkaði mikið til að prófa allar heilsulindirnar. Hann var á leiðinni til Íslands í heilsuferð. Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna. Túristinn átti von á því að vera boðið upp á heilsudrykki unna úr íslensku grænmeti eða erlendum ávöxtum. Hann átti jafnvel von á því að upplifa hreinustu mynd heilsusamlegrar umgjörðar í öllum heilsulindum Íslands. Annað kom á daginn þegar hann byrjaði að aka á milli heilsulindanna í landinu. Túristinn vissi að það kostaði hálfan handlegginn að fara ofan í Bláa lónið en hann langaði samt að prófa þessa heimsfrægu náttúrulaug Íslendinga, þessa fyrstu sem komst í heimsfréttirnar vegna sérstöðu sinnar og lækningamáttar fyrir allskonar húðsjúkdóma. Túristinn var búinn að kynna sér landið mjög vel og hvar hægt var að komast ofan í heitar laugar. Honum fannst þetta stórmerkilegt land sem átti svona gjöfular heitar vatnslindir, heitt vatn beint úr iðrum jarðar. Íslendingar hlytu að vera heilsusamlegasta þjóð í heimi með aðgang að svona tærri og hreinni náttúru allt um kring, allt árið um kring. Túristinn ók á milli þekktra auglýstra heilsulinda, þær sem auglýstu sig sem staði þar sem hægt var að finna hugarró og slökun á heilsusamlegan hátt með því að liggja ofan í heitu vatninu sem innihélt allskonar frumefni jarðar. Eitthvað alveg sérstakt fannst honum. Þetta hlakkaði hann til að prófa. Á einum staðnum fyrir norðan land, á stað sem honum þótti jafnvel enn áhugaverðari en Bláa lónið, vegna nálægðar við skóginn varð hann fyrir miklum vonbrigðum þegar komið var ofan í á laugardagseftirmiðdegi. Ofan í heitri heilsulindinni var bar og alls staðar var fólk að drekka bjór eða með vínglas í hendi. Það var greinilega vinsælt að koma hingað til að detta í það á laugardegi. Honum brá mikið og þetta eiginlega fyllti mælinn. Hvers vegna eru heilsulindir Íslands svona óhollar, spurði hann sig. Túristinn var búinn að ferðast vítt og breitt um landið í heilsuferð sinni til Íslands. Alls staðar varð hann fyrir vonbrigðum þegar öll áherslan á þessum stöðum var að selja áfenga drykki ofan í gestina. Nánast hvergi á eftirsóttustu stöðunum, sá hann hreina heilsueflandi umgjörð. Hann átti ekki til orð. Heilsusamlega ímynd Íslands sem auglýst var með heilsulindum landsins hrundi í huga hans. Túristinn fékk á örfáum stöðum að upplifa sannar heilsulindir á Íslandi þar sem engin áhersla var lögð á áfenga drykki og þegar hann sat í flugvélinni á leið heim til sín, stóðu þeir staðir upp úr sem raunverulegar heilsulindir landsins. Þetta voru Lýsulaugar á Snæfellsnesi, Giljaböðin í Húsafelli og allar sundlaugar landsins. Þetta voru sannar heilsulindir Íslands að mati hans. Vonandi verða þær fleiri næst þegar túristinn kemur í heilsuferð til Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun