Litla hryllingsbúðin slær í gegn í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2023 20:31 Guggurnar, sem fara á kostum í sýningunni, frá vinstri, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar er leikfélag bæjarins að sýna Litlu Hryllingsbúðina við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Bræður og systur spila stór hlutverk í sýningunni svo ekki sé minnst á Guggurnar eins og þær kalla sig, sem fara á kostum. Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins og nú er það Litla Hryllingsbúðin í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, sem er á sviðinu. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, þar af bræður og tvíburasystur og ekki má gleyma öllu fólkinu á bak við tjöldin. Söngur er áberandi í sýningunni. Hvernig er að vera svona bræður á leiksviðinu, er það ekki skemmtilegt? „Jú, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt að fá að vinna með stóra bróður mínum,” segir Ingberg Örn. „Jú, hann sagði einmitt við mig einhvern tímann að hann myndi ekki leika með mér á sviði nema að hann væri með stærra hlutverk, þannig að hann er aðalhlutverkið, þannig að það gekk upp hjá honum”, segir Sindri Mjölnir en bræðurnir eru Magnússynir. „Þetta er virkilega flott leikfélag og ég mæli endilega með að koma hingað og kíkja á okkur. Þau eru rosalega virk hérna í Hveragerði og setja alltaf upp brjálæðislega flottar sýningar, ljósasjóvið og allt saman miðað við hvað þetta er lítið húsnæði og svoleiðis. Þetta er bara alveg geðveikt,” bætir Sindri Mjölnir við. Bræðurnir Ingberg Örn (t.v.) og Sindri Mjölnir Magnússynir, sem standa sig frábærlega í sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guggurnar eins og þær kalla sig eru nánast allan tímann á sviðinu og fara vel með sín hlutverk. „Það er ákveðin pressa að setja þetta upp því fólk er með ákveðnar fyrir fram hugmyndir. Já, þetta hefur verið sett upp á stórum sviðum með geggjuðum leikurum þannig að þetta eru stór fótspor að feta í,” segja þær Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. En af hverju ætti fólk að koma á sýninguna? „Til að sjá okkur, nei, bara til að sjá alla vinnuna, sem hefur verið sett í þetta. Skemmtilegur söngur, dans og geggjaða plöntu og leikmynd. Þetta er bara allt rosalega skemmtilegt og flott,” segir Guggurnar, sem eru himinlifandi með sýninguna. Hér er hægt að panta miða á sýninguna Hveragerði Leikhús Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins og nú er það Litla Hryllingsbúðin í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, sem er á sviðinu. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, þar af bræður og tvíburasystur og ekki má gleyma öllu fólkinu á bak við tjöldin. Söngur er áberandi í sýningunni. Hvernig er að vera svona bræður á leiksviðinu, er það ekki skemmtilegt? „Jú, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt að fá að vinna með stóra bróður mínum,” segir Ingberg Örn. „Jú, hann sagði einmitt við mig einhvern tímann að hann myndi ekki leika með mér á sviði nema að hann væri með stærra hlutverk, þannig að hann er aðalhlutverkið, þannig að það gekk upp hjá honum”, segir Sindri Mjölnir en bræðurnir eru Magnússynir. „Þetta er virkilega flott leikfélag og ég mæli endilega með að koma hingað og kíkja á okkur. Þau eru rosalega virk hérna í Hveragerði og setja alltaf upp brjálæðislega flottar sýningar, ljósasjóvið og allt saman miðað við hvað þetta er lítið húsnæði og svoleiðis. Þetta er bara alveg geðveikt,” bætir Sindri Mjölnir við. Bræðurnir Ingberg Örn (t.v.) og Sindri Mjölnir Magnússynir, sem standa sig frábærlega í sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guggurnar eins og þær kalla sig eru nánast allan tímann á sviðinu og fara vel með sín hlutverk. „Það er ákveðin pressa að setja þetta upp því fólk er með ákveðnar fyrir fram hugmyndir. Já, þetta hefur verið sett upp á stórum sviðum með geggjuðum leikurum þannig að þetta eru stór fótspor að feta í,” segja þær Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. En af hverju ætti fólk að koma á sýninguna? „Til að sjá okkur, nei, bara til að sjá alla vinnuna, sem hefur verið sett í þetta. Skemmtilegur söngur, dans og geggjaða plöntu og leikmynd. Þetta er bara allt rosalega skemmtilegt og flott,” segir Guggurnar, sem eru himinlifandi með sýninguna. Hér er hægt að panta miða á sýninguna
Hveragerði Leikhús Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira