Hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu á Seltjarnarnesi Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir skrifar 16. október 2023 14:31 Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Hún leggur til að þessum sveitarfélögum verði „boðið“ til viðræðna um „kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ eins og það er orðað í tillögunni. Nú sem fyrr get ég ekki orða bundist, enda hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavík í bæjarfélaginu. Tillaga sem sætir mikilli furðu Tillögugerð þessi sætir því mikilli furðu meðal bæjarbúa, enda hafa Seltirningar almennt ekki orðið varir við neina umræðu í bæjarfélaginu um sameiningu síðan fv. borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, kvaðst mjög efins um að Seltjarnarnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag á íbúasíðu Seltirninga. Þá er það í hæsta máta óeðlilegt að Seltirningum sé „boðið“ til viðræðna en ekki öfugt, enda á frumkvæði í sameiningarmálum miklu fremur að koma frá íbúunum sjálfum eða bæjaryfirvöldum á viðkomandi stað. Þetta á borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem gerir mikið úr lýðræðisvitund, að þekkja. Þess vegna spyr ég mig: Hvað vakir eiginlega fyrir borgarfulltrúanum, Líf Magneudóttur? Háværar raddir um að slíta sig frá Reykjavík Rétt er að minna Seltirninga á þá sorgarsögu sem átti sér stað þegar Reykjavíkurborg ginnti Kjalnesinga til sameiningarviðræðna með fögrum loforðum um bætta þjónustu og Sundabraut. Síðan þá eru liðin 25 ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim fagurgalaloforðum sem þá voru gefin. Raunar hefur Líf látið að því liggja að Sundabrautin sé óþörf með tilkomu borgarlínu. Hins vegar hafa skotið upp kollinum, öðru hvoru, háværar raddir meðal íbúa á Kjalarnesi um að slíta sig frá Reykjavík. Það segir e.t.v. ýmislegt um ágæti þessarar tillögu borgarfulltrúans. Oft á tíðum er því haldið fram að stærðarhagkvæmni skipti máli. Í mörgum tilfellum er það reyndar svo að hægt er að ná fram slíkri hagkvæmni í krafti stærðar, en Reykjavíkurborg hefur því miður ekki nýtt sér þann kost sem varpar ljósi á vondan rekstur borgarinnar. Áður en borgarfulltrúar, annarra sveitarfélaga, fara að ásælast önnur sveitarfélög, ættu þeir kannski að svara þeirri spurningu hvers vegna sé dýrara að hirða sorp í Reykjavík en í mörgum öðrum minni sveitarfélögum? Sturtaði niður sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa Það er heldur ekki traustvekjandi, að sá aðili sem er upphafsmaður af þessari málaleitan, skuli vera Líf Magneudóttir, fv. stjórnarformaður SORPU, sem á síðasta kjörtímabili, sturtaði niður, sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa með glórulausu fjármálaaustri í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU. Og lætur svo eins og ekkert sé. Þá er rétt að geta þess að Reykjavíkurborg hefur gert allt sem í hennar valdi stendur í að þrengja að umferðaræðum Seltirninga sem liggja að Reykjavík. Þetta hefur komið niður á viðbragðstíma sjúkra- og slökkviliðs, sem er mikið áhyggjuefni meðal íbúa svæðisins. Þá hefur þetta lengt ferðatíma íbúana svo um munar. Þetta gerir borgin þrátt fyrir að lög kveði á um að greiðfært skuli vera á milli sveitarfélaga. Borgarfulltrúi fer erindisleysu Líf segir það lykilatriðið að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust. Hér er ekki um neina fordóma að ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem því miður koma niður á íbúum Seltjarnarnesbæjar. Það segir sig því sjálft að það er hvorki grundvöllur né vilji til sameiningar sveitarfélaganna. Því fer borgarfulltrúinn erindisleysu með þessari tillögu sinni. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Hún leggur til að þessum sveitarfélögum verði „boðið“ til viðræðna um „kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ eins og það er orðað í tillögunni. Nú sem fyrr get ég ekki orða bundist, enda hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavík í bæjarfélaginu. Tillaga sem sætir mikilli furðu Tillögugerð þessi sætir því mikilli furðu meðal bæjarbúa, enda hafa Seltirningar almennt ekki orðið varir við neina umræðu í bæjarfélaginu um sameiningu síðan fv. borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, kvaðst mjög efins um að Seltjarnarnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag á íbúasíðu Seltirninga. Þá er það í hæsta máta óeðlilegt að Seltirningum sé „boðið“ til viðræðna en ekki öfugt, enda á frumkvæði í sameiningarmálum miklu fremur að koma frá íbúunum sjálfum eða bæjaryfirvöldum á viðkomandi stað. Þetta á borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem gerir mikið úr lýðræðisvitund, að þekkja. Þess vegna spyr ég mig: Hvað vakir eiginlega fyrir borgarfulltrúanum, Líf Magneudóttur? Háværar raddir um að slíta sig frá Reykjavík Rétt er að minna Seltirninga á þá sorgarsögu sem átti sér stað þegar Reykjavíkurborg ginnti Kjalnesinga til sameiningarviðræðna með fögrum loforðum um bætta þjónustu og Sundabraut. Síðan þá eru liðin 25 ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim fagurgalaloforðum sem þá voru gefin. Raunar hefur Líf látið að því liggja að Sundabrautin sé óþörf með tilkomu borgarlínu. Hins vegar hafa skotið upp kollinum, öðru hvoru, háværar raddir meðal íbúa á Kjalarnesi um að slíta sig frá Reykjavík. Það segir e.t.v. ýmislegt um ágæti þessarar tillögu borgarfulltrúans. Oft á tíðum er því haldið fram að stærðarhagkvæmni skipti máli. Í mörgum tilfellum er það reyndar svo að hægt er að ná fram slíkri hagkvæmni í krafti stærðar, en Reykjavíkurborg hefur því miður ekki nýtt sér þann kost sem varpar ljósi á vondan rekstur borgarinnar. Áður en borgarfulltrúar, annarra sveitarfélaga, fara að ásælast önnur sveitarfélög, ættu þeir kannski að svara þeirri spurningu hvers vegna sé dýrara að hirða sorp í Reykjavík en í mörgum öðrum minni sveitarfélögum? Sturtaði niður sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa Það er heldur ekki traustvekjandi, að sá aðili sem er upphafsmaður af þessari málaleitan, skuli vera Líf Magneudóttir, fv. stjórnarformaður SORPU, sem á síðasta kjörtímabili, sturtaði niður, sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa með glórulausu fjármálaaustri í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU. Og lætur svo eins og ekkert sé. Þá er rétt að geta þess að Reykjavíkurborg hefur gert allt sem í hennar valdi stendur í að þrengja að umferðaræðum Seltirninga sem liggja að Reykjavík. Þetta hefur komið niður á viðbragðstíma sjúkra- og slökkviliðs, sem er mikið áhyggjuefni meðal íbúa svæðisins. Þá hefur þetta lengt ferðatíma íbúana svo um munar. Þetta gerir borgin þrátt fyrir að lög kveði á um að greiðfært skuli vera á milli sveitarfélaga. Borgarfulltrúi fer erindisleysu Líf segir það lykilatriðið að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust. Hér er ekki um neina fordóma að ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem því miður koma niður á íbúum Seltjarnarnesbæjar. Það segir sig því sjálft að það er hvorki grundvöllur né vilji til sameiningar sveitarfélaganna. Því fer borgarfulltrúinn erindisleysu með þessari tillögu sinni. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun