„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 17:09 Jakub Malinowski býr í húsinu sem kviknaði í. Vísir/Vilhelm Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. Jakub Malinowski býr á annarri hæð hússins, en eldurinn kom upp í herbergi á fyrstu hæð. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans. „Ég heyrði bara brunabjöllu. Ég leit út um gluggann, greip nokkra mikilvæga hluti og dreif mig út, því ég vissi að eitthvað var að gerast,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann hafi fengið þau skilaboð að hann megi fara aftur inn í húsið í dag, eða á morgun. „En ég vona að það verði í dag, því ég hef ekki annan stað til að vera á,“ segir Jakub. Hann bætir við að hann neyðist sennilega til að gista á hóteli í nótt, fari svo að húsið verði enn innsiglað í nótt. Lögregla ræðir hér við fólk á vettvangi. Vísir/Vilhelm Flestir frá Póllandi Jakub segir nokkurn fjölda fólks búa í húsinu. „Á annarri hæðinni, þar sem ég bý, eru um 20 til 30 manns,“ segir hann. Flestir íbúanna séu pólskir eins og hann sjálfur. Þó séu einhverjir frá Litáen, auk nokkurra annarra landa. Hann segir það hafa verið nokkuð áfall að sjá eldinn koma upp. Hann þekki þó ekki þann sem fluttur var á slysadeild, og viti ekkert hvernig eldurinn kom upp. Grípa fólk og veita sálræna hjálp Fulltrúar Rauða krossins voru á svæðinu, íbúum hússins til halds og trausts. „Þegar er um svona bruna að ræða þá komum við aðallega að ef það þarf að grípa fólk sem er á staðnum og veita fyrstu sálrænu aðstoð, og eins að reyna að finna út úr því ef fólk vantar samastað,“ segir Aron Birkir Óskarsson, hópstjóri í viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Aron Birkir Óskarsson var á vettvangi sem fulltrúi Rauða krossins, til að halda utan um íbúa hússins.Vísir/Vilhelm Hann segir fyrstu skref vera að koma fólki af slysstað, en þekkir ekki hversu margir búa í húsinu. Koma þurfi í ljós hvenær fólkið geti snúið aftur heim, en lögregla hefur sagt að mögulega verði það ekki fyrr en á morgun. „Við munum gera allt sem við getum gert til að hjálpa,“ segir Aron. Vinna enn á vettvangi Jörgen Valdimarsson, varðstjóri slökkviliðs sem fréttastofa ræddi við á vettvangi sagði að búið væri að slökkva eldinn, en áfram yrði unnið að reykræstingu. Þá sé slökkvilið enn að leita af sér allan grun um að fólk sé enn í húsinu. Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Jakub Malinowski býr á annarri hæð hússins, en eldurinn kom upp í herbergi á fyrstu hæð. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans. „Ég heyrði bara brunabjöllu. Ég leit út um gluggann, greip nokkra mikilvæga hluti og dreif mig út, því ég vissi að eitthvað var að gerast,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann hafi fengið þau skilaboð að hann megi fara aftur inn í húsið í dag, eða á morgun. „En ég vona að það verði í dag, því ég hef ekki annan stað til að vera á,“ segir Jakub. Hann bætir við að hann neyðist sennilega til að gista á hóteli í nótt, fari svo að húsið verði enn innsiglað í nótt. Lögregla ræðir hér við fólk á vettvangi. Vísir/Vilhelm Flestir frá Póllandi Jakub segir nokkurn fjölda fólks búa í húsinu. „Á annarri hæðinni, þar sem ég bý, eru um 20 til 30 manns,“ segir hann. Flestir íbúanna séu pólskir eins og hann sjálfur. Þó séu einhverjir frá Litáen, auk nokkurra annarra landa. Hann segir það hafa verið nokkuð áfall að sjá eldinn koma upp. Hann þekki þó ekki þann sem fluttur var á slysadeild, og viti ekkert hvernig eldurinn kom upp. Grípa fólk og veita sálræna hjálp Fulltrúar Rauða krossins voru á svæðinu, íbúum hússins til halds og trausts. „Þegar er um svona bruna að ræða þá komum við aðallega að ef það þarf að grípa fólk sem er á staðnum og veita fyrstu sálrænu aðstoð, og eins að reyna að finna út úr því ef fólk vantar samastað,“ segir Aron Birkir Óskarsson, hópstjóri í viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Aron Birkir Óskarsson var á vettvangi sem fulltrúi Rauða krossins, til að halda utan um íbúa hússins.Vísir/Vilhelm Hann segir fyrstu skref vera að koma fólki af slysstað, en þekkir ekki hversu margir búa í húsinu. Koma þurfi í ljós hvenær fólkið geti snúið aftur heim, en lögregla hefur sagt að mögulega verði það ekki fyrr en á morgun. „Við munum gera allt sem við getum gert til að hjálpa,“ segir Aron. Vinna enn á vettvangi Jörgen Valdimarsson, varðstjóri slökkviliðs sem fréttastofa ræddi við á vettvangi sagði að búið væri að slökkva eldinn, en áfram yrði unnið að reykræstingu. Þá sé slökkvilið enn að leita af sér allan grun um að fólk sé enn í húsinu. Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37