Pólitísk fátækt Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar 17. október 2023 07:00 Frá árinu 1987 hefur dagurinn í dag, 17. október ,verið helgaður baráttunni gegn fátækt á veraldarvísu. Þessi alþjóðlegi baráttudagur á að minna okkur á hversu mikið böl hún er fyrir fólk og samfélög. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er þar engin undantekning. Fátækt er mjög umdeilt hugtak og rannsóknir á henni eru tiltölulega nýlegar. Fyrstu rannsóknirnar voru gerðar af Bretanum Seebohm Rowntree árið 1899. Hérlendis er enn styttra síðan rannsóknir hófust og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnar bjuggu við fátækt. Tíu árum síðar var sú könnun endurtekin og þá kom í ljós að 6,8% Íslendinga töldust búa við fátækt. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og kom fram að 7-10% hafi búið við fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur að því að skilgreina og búa til mælikvarða á fátækt vandast málið en segja má að hugtakið vísi til skorts af einhverju tagi, oftast efnahagslegum. Gerður er greinarmunur á algildri fátækt og afstæðri fátækt. Algild er það oftast kallað þegar viðkomandi líður fyrir skort á lífsnauðsynjum svo sem að eiga ekki fyrir mat, hafa hvorki aðgengi að vatni né þaki yfir höfuðið. Í afstæðri fátækt er verið að bera saman efnahagsstöðu hópa í samfélaginu. Þar getur margt komið til, eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, nýjustu tækni, hafa efni á fatnaði, fara í ferðalög eða eiga farartæki, sem greinir á milli ríkra og fátækra. Á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Sé miðað við íslenskar rannsóknir er ljóst að tugþúsundir Íslendinga eru fátækir, og þar af um 10.000 íslensk börn undir 16 ára aldri. Það eru engar einhlítar skýringar hvers vegna svo stórt hlutfall af þjóðinni er fátækur, í þessu auðuga landi okkar. Margt hefur verið tínt til en flest af því er mannana verk í iðnríkjum eins og láglaunastefna, félagsleg mismunun t.d. launamunur kynjanna eða að um sé að ræða minnihlutahópa eins og örykja og innflytjendur. Þá hafa verið nefnd til sögunnar að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægja ekki til grunnframfærslu eins og öryrkjar hafa margbent á. Fátækt er talið vera það mikið böl að fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að endir skuli bundinn á hana árið 2030. Því verður sennilega ekki náð úr þessu en hins vegar má draga úr fátækt svo að hún verði minni árið 2030 en nú. Þar sem fátækt er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk þá ræður pólítíkin miklu um hvernig til tekst sé raunverulegur vilji tilstaðar. Það má gera eins og segir í einu undirmarkmiða SÞ að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. Í dag skortir marga Íslendinga sem og fleiri fátækum heimsbúum sjálfkrafa reisn. Þeir eru sviptir réttinum til að lifa lífi sínu með reisn sökum fátæktar. Reisn er þema þessa alþjóðlega baráttudags gegn fátækt vegna þess að í henni felast grundvallarmannréttindi. Fátækum er bæði afneitað og sýnd óvirðing, líka hér á Íslandi. Bíðum ekki eftir árinu 2030, gerum bragarbót árið 2023 – allt sem til þarf er pólitískur vilji! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur dagurinn í dag, 17. október ,verið helgaður baráttunni gegn fátækt á veraldarvísu. Þessi alþjóðlegi baráttudagur á að minna okkur á hversu mikið böl hún er fyrir fólk og samfélög. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er þar engin undantekning. Fátækt er mjög umdeilt hugtak og rannsóknir á henni eru tiltölulega nýlegar. Fyrstu rannsóknirnar voru gerðar af Bretanum Seebohm Rowntree árið 1899. Hérlendis er enn styttra síðan rannsóknir hófust og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnar bjuggu við fátækt. Tíu árum síðar var sú könnun endurtekin og þá kom í ljós að 6,8% Íslendinga töldust búa við fátækt. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og kom fram að 7-10% hafi búið við fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur að því að skilgreina og búa til mælikvarða á fátækt vandast málið en segja má að hugtakið vísi til skorts af einhverju tagi, oftast efnahagslegum. Gerður er greinarmunur á algildri fátækt og afstæðri fátækt. Algild er það oftast kallað þegar viðkomandi líður fyrir skort á lífsnauðsynjum svo sem að eiga ekki fyrir mat, hafa hvorki aðgengi að vatni né þaki yfir höfuðið. Í afstæðri fátækt er verið að bera saman efnahagsstöðu hópa í samfélaginu. Þar getur margt komið til, eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, nýjustu tækni, hafa efni á fatnaði, fara í ferðalög eða eiga farartæki, sem greinir á milli ríkra og fátækra. Á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Sé miðað við íslenskar rannsóknir er ljóst að tugþúsundir Íslendinga eru fátækir, og þar af um 10.000 íslensk börn undir 16 ára aldri. Það eru engar einhlítar skýringar hvers vegna svo stórt hlutfall af þjóðinni er fátækur, í þessu auðuga landi okkar. Margt hefur verið tínt til en flest af því er mannana verk í iðnríkjum eins og láglaunastefna, félagsleg mismunun t.d. launamunur kynjanna eða að um sé að ræða minnihlutahópa eins og örykja og innflytjendur. Þá hafa verið nefnd til sögunnar að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægja ekki til grunnframfærslu eins og öryrkjar hafa margbent á. Fátækt er talið vera það mikið böl að fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að endir skuli bundinn á hana árið 2030. Því verður sennilega ekki náð úr þessu en hins vegar má draga úr fátækt svo að hún verði minni árið 2030 en nú. Þar sem fátækt er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk þá ræður pólítíkin miklu um hvernig til tekst sé raunverulegur vilji tilstaðar. Það má gera eins og segir í einu undirmarkmiða SÞ að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. Í dag skortir marga Íslendinga sem og fleiri fátækum heimsbúum sjálfkrafa reisn. Þeir eru sviptir réttinum til að lifa lífi sínu með reisn sökum fátæktar. Reisn er þema þessa alþjóðlega baráttudags gegn fátækt vegna þess að í henni felast grundvallarmannréttindi. Fátækum er bæði afneitað og sýnd óvirðing, líka hér á Íslandi. Bíðum ekki eftir árinu 2030, gerum bragarbót árið 2023 – allt sem til þarf er pólitískur vilji! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar