Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 18. október 2023 08:00 Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? Á suman hátt allt of flókið. Ein birtingarmynd þessa flækjustigs er orðanotkunin í úrgangsþríhyrningnum svokallaða. Hann segir í einföldu máli fyrir um hvernig eigi að forgangsraða því hvernig rusl er meðhöndlað. Úrgangsþríhyrningurinn Fyrsta þrepið í úrgangsþríhyrningnum eru úrgangsforvarnir – eða það að sleppa því að skapa rusl – yfirleitt með því að draga úr innkaupum. SORPA er mikill aðdáandi úrgangsforvarna. Nú verður þetta flókið því öll næstu þrep úrgangsþríhyrningsins byrja á endur-eitthvað. Endurnotkun, endurvinnsla og endurnýting. Þessi þrjú hugtök hafa ólíka merkingu. Byrjum á endurnotkun. Endurnot Endurnotkun er sem dæmi þegar Sigríður hættir að nota skóna sína og gefur Guðríði þá og Guðríður notar þá í staðinn fyrir að kaupa nýja skó, eða þegar þú kaupir þér stól í Góða hirðinum. Þarna haldast hlutir í hringrásinni og þjóna áfram þeim tilgangi sem þeim var í upphafi ætlað. Um 3% – um 7 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi fara í endurnot. Endurvinnsla Hugtakið endurvinnsla hefur til þessa verið samheiti fyrir allskonar sem er gert við rusl, annað en að urða það. Það er ekki gott, því endurvinnsla hefur ákveðna merkingu: Ef hlutur er þess eðlis að ekki er hægt eða ákjósanlegt að nota hann áfram í þeim tilgangi sem hann var framleiddur er stundum hægt að endurvinna hann. Áldósir undan drykkjum eru gott dæmi um þetta. Áldós sem er komið í endurvinnslu er brædd og álið úr henni notað aftur í einhverja aðra álvöru. Kannski bílhurð. Kannski nýja áldós. Forsenda þess að SORPA geti komið hlutum í endurvinnslu er að þeir séu rétt flokkaðir við heimili. Við sjáum síðan um að koma þeim í réttan farveg þar sem þau eru unnin áfram í samræmi við þær kröfur sem við gerum til okkar samstarfsaðila. Um 29% – um 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi eru send í endurvinnslu. Það þýðir þó ekki endilega að allt sem er sent til endurvinnslu sé endurunnið. Ástæða þess er yfirleitt eðli þess efnis sem um ræðir, en við förum nánar í það síðar. Endurnýting Endurnýting á sér stað þegar ekki er hægt eða ákjósanlegt að endurnota eða endurvinna hlut. Gott dæmi um þetta er þegar blandað rusl, til dæmis bleyja eða ryksugupoki, er brennt til að framleiða orku. Að brenna það rusl sem er ekki hægt að endurnota eða endurvinna – annað hvort vegna þess að það var ekki framleitt með endurnotkun eða endurvinnslu í huga, eða þá að það endaði í rangri tunnu þrátt fyrir að vera endurvinnanlegt – telst vera endurnýting ef þú framleiðir orku úr því. Um 39% – 93 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma til SORPU á hverjum degi fara í endurnýtingu. Förgun Förgun á rusli felur í sér að því er komið fyrir kattarnef á gamla mátann og ekkert gert til að reyna að vinna úr því verðmæti. Dæmi um þetta er gamli urðunarhaugurinn í Gufunesi þar sem allskonar óþverri var losaður og bara mokað yfir eða þegar rusl er brennt á víðavangi án þess að vinna úr því orku. Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er þó skömminni skárri, þar sem úr honum er sótt metangas, en árangur af slíkri söfnun verður aldrei í líkingu við það að meðhöndla lífrænt efni eins og í GAJU. Förgun er því það versta sem þú getur gert við rusl. Um 29% – 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi er fargað. Þetta á hins vegar eftir að breytast verulega á næstu vikum og mánuðum þegar SORPA byrjar að flytja ruslið sem fer í tunnuna fyrir óflokkanlegt til brennslu. Þá hættum við að urða tugi þúsunda tonna af rusli á ári hverju og komum því í endurnýtingu, sem er skárri farvegur. Nú þegar þessi hugtök eru komin á hreint getum við hent okkur á bólakaf í efnisflokkana. Í næstu viku verður fjallað um ruslflokk sem hefur verið mikið í deiglunni undanfarna mánuði: matarleifar. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Sorphirða Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? Á suman hátt allt of flókið. Ein birtingarmynd þessa flækjustigs er orðanotkunin í úrgangsþríhyrningnum svokallaða. Hann segir í einföldu máli fyrir um hvernig eigi að forgangsraða því hvernig rusl er meðhöndlað. Úrgangsþríhyrningurinn Fyrsta þrepið í úrgangsþríhyrningnum eru úrgangsforvarnir – eða það að sleppa því að skapa rusl – yfirleitt með því að draga úr innkaupum. SORPA er mikill aðdáandi úrgangsforvarna. Nú verður þetta flókið því öll næstu þrep úrgangsþríhyrningsins byrja á endur-eitthvað. Endurnotkun, endurvinnsla og endurnýting. Þessi þrjú hugtök hafa ólíka merkingu. Byrjum á endurnotkun. Endurnot Endurnotkun er sem dæmi þegar Sigríður hættir að nota skóna sína og gefur Guðríði þá og Guðríður notar þá í staðinn fyrir að kaupa nýja skó, eða þegar þú kaupir þér stól í Góða hirðinum. Þarna haldast hlutir í hringrásinni og þjóna áfram þeim tilgangi sem þeim var í upphafi ætlað. Um 3% – um 7 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi fara í endurnot. Endurvinnsla Hugtakið endurvinnsla hefur til þessa verið samheiti fyrir allskonar sem er gert við rusl, annað en að urða það. Það er ekki gott, því endurvinnsla hefur ákveðna merkingu: Ef hlutur er þess eðlis að ekki er hægt eða ákjósanlegt að nota hann áfram í þeim tilgangi sem hann var framleiddur er stundum hægt að endurvinna hann. Áldósir undan drykkjum eru gott dæmi um þetta. Áldós sem er komið í endurvinnslu er brædd og álið úr henni notað aftur í einhverja aðra álvöru. Kannski bílhurð. Kannski nýja áldós. Forsenda þess að SORPA geti komið hlutum í endurvinnslu er að þeir séu rétt flokkaðir við heimili. Við sjáum síðan um að koma þeim í réttan farveg þar sem þau eru unnin áfram í samræmi við þær kröfur sem við gerum til okkar samstarfsaðila. Um 29% – um 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi eru send í endurvinnslu. Það þýðir þó ekki endilega að allt sem er sent til endurvinnslu sé endurunnið. Ástæða þess er yfirleitt eðli þess efnis sem um ræðir, en við förum nánar í það síðar. Endurnýting Endurnýting á sér stað þegar ekki er hægt eða ákjósanlegt að endurnota eða endurvinna hlut. Gott dæmi um þetta er þegar blandað rusl, til dæmis bleyja eða ryksugupoki, er brennt til að framleiða orku. Að brenna það rusl sem er ekki hægt að endurnota eða endurvinna – annað hvort vegna þess að það var ekki framleitt með endurnotkun eða endurvinnslu í huga, eða þá að það endaði í rangri tunnu þrátt fyrir að vera endurvinnanlegt – telst vera endurnýting ef þú framleiðir orku úr því. Um 39% – 93 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma til SORPU á hverjum degi fara í endurnýtingu. Förgun Förgun á rusli felur í sér að því er komið fyrir kattarnef á gamla mátann og ekkert gert til að reyna að vinna úr því verðmæti. Dæmi um þetta er gamli urðunarhaugurinn í Gufunesi þar sem allskonar óþverri var losaður og bara mokað yfir eða þegar rusl er brennt á víðavangi án þess að vinna úr því orku. Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er þó skömminni skárri, þar sem úr honum er sótt metangas, en árangur af slíkri söfnun verður aldrei í líkingu við það að meðhöndla lífrænt efni eins og í GAJU. Förgun er því það versta sem þú getur gert við rusl. Um 29% – 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi er fargað. Þetta á hins vegar eftir að breytast verulega á næstu vikum og mánuðum þegar SORPA byrjar að flytja ruslið sem fer í tunnuna fyrir óflokkanlegt til brennslu. Þá hættum við að urða tugi þúsunda tonna af rusli á ári hverju og komum því í endurnýtingu, sem er skárri farvegur. Nú þegar þessi hugtök eru komin á hreint getum við hent okkur á bólakaf í efnisflokkana. Í næstu viku verður fjallað um ruslflokk sem hefur verið mikið í deiglunni undanfarna mánuði: matarleifar. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun