Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 17. október 2023 13:31 Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Það er ekkert einkamál bænda að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar. Fæðuöryggi þjóðarinnar er sameiginlegt verkefni stjórnvalda og bænda. Vel rekin bú berjast í bökkunum vegna fjárhagsvanda. Hækkun stýrivaxta ásamt ófyrirséðum stökkbreytingum í verði á aðföngum síðustu ára hafa eðli málsins samkvæmt gríðarleg áhrif á rekstur búa. Hækkun afborgana vegna hækkunar stýrivaxta nemur allt að 5,8 milljörðum hjá kúabúum, nautakjötsframleiðendum, sauðfjárbúum og í garðyrkju. Á sama tíma hafa bændur undirgengist ýmist strangt regluverk um velferð búfjár, mikilvægt regluverk sem kostað hafa miklar fjárfestingar á síðustu árum. Því miður er staða bænda á Íslandi nú svo grafalvarleg að fjöldagjaldþrot blasir við greininni verið ekkert að gert. Það sér hver í hendi sér að íslenskur landbúnaður getur ekki ofan í allt annað tekið á sig þessar hækkanir, stjórnvöld verða að bregðast við án tafar. Betri lán í gegnum Byggðastofnun Til að reka bú í dag þarf að fara í gríðarmikla fjárfestingar, fjárfestingar sem eru í engum takti við veltu búa. Í núverandi stöðu eru bændur að ganga á eignir til þess að geta staðið við rekstrarlegar skuldbindingar. Sá sem hér skrifar telur mikilvægt að við finnum leiðir til þess að hægt sé að byggja afkomu sína á matvælaframleiðslu, við verðum að bæta starfsskilyrði bænda. Rétta leiðin er ekki sú sem lagt er upp með í dag, það er, að eignast húseignir, bústofn, jarðnæði og land á 20 árum. Það er ekki raunhæft að ætla bændum að greiða niður nokkur hundruð milljón króna fjárfestingar á aðeins 20 árum og það er engin skynsemi í því. Við þurfum aðrar leiðir, að mínu mati ætti að veita bændum lán í gegnum Byggðastofnun á lágum vöxtum til lengri tíma, í anda gömlu stofnlánadeildarinnar. Svo það sé mögulegt þarf að stórauka fjármagn til Byggðastofnunar. Það er aðgerð sem myndi skila sér aftur til þjóðarinnar, ekki bara fyrir bændur heldur einnig sem liður í fæðuöryggi þjóðar. Markmiðið með þessum aðgerðum væri ekki að hækka vöruverð til neytenda heldur að tryggja að hér verði öflug matvælaframleiðsla í framtíðinni. Hlutdeildarlán fyrir nýliða Þá er nýliðun orðið „orð“ sem maður heyrir allt of sjaldan. Það að gerast bóndi í dag er ekki aðlaðandi verkefni. Það er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk að takast á við allar þær skyldur sem fylgja því að vera í búskap og þurfa síðan auk þess fyrir utan hefðbundinn vinnudag að fara í aðra vinnu til þess eins að geta framfleytt fjölskyldu sinni. Það að fara út í jarðarkaup í dag með öllu tilheyrandi er á fárra færi, undirritaður telur að skoða þurfi af fullri alvöru möguleika á að útfæra hlutdeildarlán til nýliðunar bænda. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru hlutdeildarlán úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga og er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. Í þeim tilvikum veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir allt að 20% kaupverðs. Að mínu mati mætti útfæra lán til bænda með þeim hætti að stjórnvöld legði til 25-30% af kaupverði jarða og líkt og er með hlutdeildarlán til fasteignakaupa endurgreiði stjórnvöld sinn hlut að lánstíma loknum eða ef kæmi til sölu. Í rauninni er þetta eina leiðin sem er fær ef við viljum í alvöru tryggja nýliðun innan bændastéttarinnar. Það er verk að vinna Bændur á Íslandi framleiða með heilnæmustu matvörum í heiminum, það segir sig sjálft að það er mun kostnaðarsamara en að framleiða matvöru með aðstoð aukaefna líkt og gert er víða erlendis. Bændur vilja halda áfram að framleiða gæða landbúnaðarvörur, þar sem velferð búfjár, umhverfismál og loftslagsmál eru í fyrirrúmi. Svo að það sé og verði mögulegt áfram verðum við að bregðast við þeirri stöðu sem er nú uppi með ýmsum nýjum ráðum og afkoman verður að batna. Þá verður að tryggja að tollverndin haldi, því kerfið er hriplekt eins og það er í dag. Við verðum að tryggja að skipulag Íslands sem matvælaframleiðslulands verði forgangsmál hjá stjórnvöldum. En fyrsta verkefnið er að setjast niður með bændum og fara yfir stöðuna, hvað er til ráða, því að ef ekkert verður að gert þá mun fara illa og við eigum eftir að sjá á eftir þeirri matvælaframleiðslu sem við stundum í dag. Höfundur er þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Byggðamál Alþingi Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Það er ekkert einkamál bænda að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar. Fæðuöryggi þjóðarinnar er sameiginlegt verkefni stjórnvalda og bænda. Vel rekin bú berjast í bökkunum vegna fjárhagsvanda. Hækkun stýrivaxta ásamt ófyrirséðum stökkbreytingum í verði á aðföngum síðustu ára hafa eðli málsins samkvæmt gríðarleg áhrif á rekstur búa. Hækkun afborgana vegna hækkunar stýrivaxta nemur allt að 5,8 milljörðum hjá kúabúum, nautakjötsframleiðendum, sauðfjárbúum og í garðyrkju. Á sama tíma hafa bændur undirgengist ýmist strangt regluverk um velferð búfjár, mikilvægt regluverk sem kostað hafa miklar fjárfestingar á síðustu árum. Því miður er staða bænda á Íslandi nú svo grafalvarleg að fjöldagjaldþrot blasir við greininni verið ekkert að gert. Það sér hver í hendi sér að íslenskur landbúnaður getur ekki ofan í allt annað tekið á sig þessar hækkanir, stjórnvöld verða að bregðast við án tafar. Betri lán í gegnum Byggðastofnun Til að reka bú í dag þarf að fara í gríðarmikla fjárfestingar, fjárfestingar sem eru í engum takti við veltu búa. Í núverandi stöðu eru bændur að ganga á eignir til þess að geta staðið við rekstrarlegar skuldbindingar. Sá sem hér skrifar telur mikilvægt að við finnum leiðir til þess að hægt sé að byggja afkomu sína á matvælaframleiðslu, við verðum að bæta starfsskilyrði bænda. Rétta leiðin er ekki sú sem lagt er upp með í dag, það er, að eignast húseignir, bústofn, jarðnæði og land á 20 árum. Það er ekki raunhæft að ætla bændum að greiða niður nokkur hundruð milljón króna fjárfestingar á aðeins 20 árum og það er engin skynsemi í því. Við þurfum aðrar leiðir, að mínu mati ætti að veita bændum lán í gegnum Byggðastofnun á lágum vöxtum til lengri tíma, í anda gömlu stofnlánadeildarinnar. Svo það sé mögulegt þarf að stórauka fjármagn til Byggðastofnunar. Það er aðgerð sem myndi skila sér aftur til þjóðarinnar, ekki bara fyrir bændur heldur einnig sem liður í fæðuöryggi þjóðar. Markmiðið með þessum aðgerðum væri ekki að hækka vöruverð til neytenda heldur að tryggja að hér verði öflug matvælaframleiðsla í framtíðinni. Hlutdeildarlán fyrir nýliða Þá er nýliðun orðið „orð“ sem maður heyrir allt of sjaldan. Það að gerast bóndi í dag er ekki aðlaðandi verkefni. Það er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk að takast á við allar þær skyldur sem fylgja því að vera í búskap og þurfa síðan auk þess fyrir utan hefðbundinn vinnudag að fara í aðra vinnu til þess eins að geta framfleytt fjölskyldu sinni. Það að fara út í jarðarkaup í dag með öllu tilheyrandi er á fárra færi, undirritaður telur að skoða þurfi af fullri alvöru möguleika á að útfæra hlutdeildarlán til nýliðunar bænda. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru hlutdeildarlán úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga og er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. Í þeim tilvikum veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir allt að 20% kaupverðs. Að mínu mati mætti útfæra lán til bænda með þeim hætti að stjórnvöld legði til 25-30% af kaupverði jarða og líkt og er með hlutdeildarlán til fasteignakaupa endurgreiði stjórnvöld sinn hlut að lánstíma loknum eða ef kæmi til sölu. Í rauninni er þetta eina leiðin sem er fær ef við viljum í alvöru tryggja nýliðun innan bændastéttarinnar. Það er verk að vinna Bændur á Íslandi framleiða með heilnæmustu matvörum í heiminum, það segir sig sjálft að það er mun kostnaðarsamara en að framleiða matvöru með aðstoð aukaefna líkt og gert er víða erlendis. Bændur vilja halda áfram að framleiða gæða landbúnaðarvörur, þar sem velferð búfjár, umhverfismál og loftslagsmál eru í fyrirrúmi. Svo að það sé og verði mögulegt áfram verðum við að bregðast við þeirri stöðu sem er nú uppi með ýmsum nýjum ráðum og afkoman verður að batna. Þá verður að tryggja að tollverndin haldi, því kerfið er hriplekt eins og það er í dag. Við verðum að tryggja að skipulag Íslands sem matvælaframleiðslulands verði forgangsmál hjá stjórnvöldum. En fyrsta verkefnið er að setjast niður með bændum og fara yfir stöðuna, hvað er til ráða, því að ef ekkert verður að gert þá mun fara illa og við eigum eftir að sjá á eftir þeirri matvælaframleiðslu sem við stundum í dag. Höfundur er þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun