Harmar að mannskæðir brunar eigi sér stað reglulega Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. október 2023 18:27 Einn er látinn og tveir eru á batavegi eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði þar sem tugir manna búa. Vísir/Ívar Fannar/Einar Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. Karlmaður lést í dag af sárum sínum í kjölfar brunans sem varð í atvinnuhúsnæði við Funahöfða í Reykjavík í gær. Brunar í ósamþykktu húsnæði hafa færst í aukana síðustu misseri. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra ræddi nýtt frumvarp sem mun gefa slökkviliði aukna heimild til eftirlits með ósamþykktu íbúðarhúsnæði í Reykjavík síðdegis. „Það er náttúrlega hörmulegt að svona atburðir séu farnir að gerast með reglubundnu millibili og hafa svona alvarlegar afleiðingar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann segir að í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020 hafi þáverandi ráðherra brunavarna sett á lagnirnar samráðshóp sem gaf út skýrslu með þrettán tillögum til þess að fyrirbyggja slík atvik. Sjálfur hafi hann sett af stað annan starfshóp til þess að útvega fjórar tillögur sem kölluðu á eftir breytingum á lögum sem snúa að þessum málum. „Við höfum verið með það á döfinni að koma með frumvarp sem mun birtast núna í nóvember þar sem við erum að taka á ákveðnum þáttum í kringum þetta,“ segir Sigurður. Frumvarpið felur í sér að hægt verði að gefa fólki tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði á grunni þess að búið sé að gera öryggisúttekt á því. Að auki fái slökkvilið heimild til þess að hafa aukið eftirlit með slíku húsnæði. „Þeir hafa því miður lent í því og látið á það reyna fyrir dómstólum en á grundvelli persónuverndar og friðhelgi einkalífsins þá hefur því verið vísað frá,“ segir Sigurður. Færri í ólöglegu húsnæði en áður Hann segir að samkvæmt skýrslu sem var birt í apríl 2022 var talið að tæplega tvö þúsund manns búi í húsnæði sem ekki sé ætlað sem íbúðarhúsnæði. „Sem var talsvert mikið færra heldur en í skýrslum þar á undan, og húsnæðið margt skárra,“ segir Sigurður. „Og það er svolítið á grundvelli þessarar skoðunar og þessara atburða sem menn segja, við núverandi aðstæður, þegar við eigum ekki nógu mikið húsnæði þá gætum við þurft að fara þessa leið, að heimila tímabundna öryggisskráningu og samhliða eftirlit.“ Hann segir að það verði gert án þess að slá af öryggiskröfum. Sigurður segir aukið framboð á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulága mikilvægan þátt í að koma í veg fyrir að fleiri setjist að í ólöglegu húsnæði. „Það er þess vegna sem við erum að leggja svona mikla áherslu á að setja meiri fjármuni í stofnframlög fyrir leigumarkaðinn, óhagnaðardrifnu félögin og önnur félög, þannig að fólk hafi ráð á því að búa í leiguhúsnæði,“ segir Sigurður. Þá segir hann mikilvægt að stórefla hlutdeildarlánafyrirkomulagið sem ráðuneytið gerði í sumar og var að hans sögn vel tekið á markaði. „Þetta er auðvitað stærsta verkefnið en það tekur bara tíma,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort slökkvilið hefði heimild til að loka ólögmætu húsnæði samkvæmt frumvarpinu segir hann frekari úrræði í brunalögum sem þurfi að fara yfir í tengslum við frumvarpið, verið sé að horfa heildstætt á málið. „Það er eitt að vera kominn með löggjöfina og síðan annað að hún fari að fúnkera,“ segir Sigurður. Hann kveðst leggja frumvarpið fram á þingi í næsta mánuði. Bruni á Funahöfða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Slökkvilið Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Karlmaður lést í dag af sárum sínum í kjölfar brunans sem varð í atvinnuhúsnæði við Funahöfða í Reykjavík í gær. Brunar í ósamþykktu húsnæði hafa færst í aukana síðustu misseri. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra ræddi nýtt frumvarp sem mun gefa slökkviliði aukna heimild til eftirlits með ósamþykktu íbúðarhúsnæði í Reykjavík síðdegis. „Það er náttúrlega hörmulegt að svona atburðir séu farnir að gerast með reglubundnu millibili og hafa svona alvarlegar afleiðingar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann segir að í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020 hafi þáverandi ráðherra brunavarna sett á lagnirnar samráðshóp sem gaf út skýrslu með þrettán tillögum til þess að fyrirbyggja slík atvik. Sjálfur hafi hann sett af stað annan starfshóp til þess að útvega fjórar tillögur sem kölluðu á eftir breytingum á lögum sem snúa að þessum málum. „Við höfum verið með það á döfinni að koma með frumvarp sem mun birtast núna í nóvember þar sem við erum að taka á ákveðnum þáttum í kringum þetta,“ segir Sigurður. Frumvarpið felur í sér að hægt verði að gefa fólki tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði á grunni þess að búið sé að gera öryggisúttekt á því. Að auki fái slökkvilið heimild til þess að hafa aukið eftirlit með slíku húsnæði. „Þeir hafa því miður lent í því og látið á það reyna fyrir dómstólum en á grundvelli persónuverndar og friðhelgi einkalífsins þá hefur því verið vísað frá,“ segir Sigurður. Færri í ólöglegu húsnæði en áður Hann segir að samkvæmt skýrslu sem var birt í apríl 2022 var talið að tæplega tvö þúsund manns búi í húsnæði sem ekki sé ætlað sem íbúðarhúsnæði. „Sem var talsvert mikið færra heldur en í skýrslum þar á undan, og húsnæðið margt skárra,“ segir Sigurður. „Og það er svolítið á grundvelli þessarar skoðunar og þessara atburða sem menn segja, við núverandi aðstæður, þegar við eigum ekki nógu mikið húsnæði þá gætum við þurft að fara þessa leið, að heimila tímabundna öryggisskráningu og samhliða eftirlit.“ Hann segir að það verði gert án þess að slá af öryggiskröfum. Sigurður segir aukið framboð á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulága mikilvægan þátt í að koma í veg fyrir að fleiri setjist að í ólöglegu húsnæði. „Það er þess vegna sem við erum að leggja svona mikla áherslu á að setja meiri fjármuni í stofnframlög fyrir leigumarkaðinn, óhagnaðardrifnu félögin og önnur félög, þannig að fólk hafi ráð á því að búa í leiguhúsnæði,“ segir Sigurður. Þá segir hann mikilvægt að stórefla hlutdeildarlánafyrirkomulagið sem ráðuneytið gerði í sumar og var að hans sögn vel tekið á markaði. „Þetta er auðvitað stærsta verkefnið en það tekur bara tíma,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort slökkvilið hefði heimild til að loka ólögmætu húsnæði samkvæmt frumvarpinu segir hann frekari úrræði í brunalögum sem þurfi að fara yfir í tengslum við frumvarpið, verið sé að horfa heildstætt á málið. „Það er eitt að vera kominn með löggjöfina og síðan annað að hún fari að fúnkera,“ segir Sigurður. Hann kveðst leggja frumvarpið fram á þingi í næsta mánuði.
Bruni á Funahöfða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Slökkvilið Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03