Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. október 2023 19:55 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvetur þá félagsmenn Eflingar sem misstu húsnæði sitt í brunanum við Funahöfða að hafa samband við félagið. Vísir/Arnar Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði Einn lést og tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna sem varð við Funahöfða í Reykjavík í gær. Tugir manna, mestmegnis erlent verkafólk, búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. „Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það að sú húsnæðiskreppa sem er hér til staðar á höfuðborgarsvæðinu geri það að verkum að fólk lætur lífið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru nokkur ár síðan að þrjár ungar manneskjur í blóma lífsins dóu við hræðilegar aðstæður. Aðrir misstu aleiguna eða slösuðust mjög illa,“ sagði Sólveig og vísaði til brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020. Auk þess sé stutt síðan fátækt verkafólk missti allt sem það átti í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Og þetta er allt vegna þess að pólitísk valdastétt neitar að gera það sem þarf að gera.“ Veistu til þess að félagsmenn Eflingar búi þarna á Funahöfða? „Ég held að það sé mjög líklegt og ég vil þá fá að nota tækifærið og koma því áleiðis að ef einhverjir félagsmenn- eða konur Eflingar hafa búið þarna og hafa lent í þessum skelfilega eldsvoða að hafa endilega sem fyrst samband við félagið svo við getum reynt að liðsinna fólki.“ Sólveig segir að búið sé að grafa alvarlega undan mannréttindum fólks sem er neytt til að búa við þær ómannsæmandi aðstæður sem iðnaðarhúsnæði er. „Þarna erum við með fullvinnandi verkafólk, sem hér knýr áfram hagvaxtarhjólin, en er samt sett í þessa stöðu, að þurfa að sjá eftir mjög stórum hluta sem ráðstöfun á tekjum en þarf að leigja algjörlega óviðunandi húsnæði. Þannig að það er auðvitað margt sem að gerir það að verkum að þessi hópur, sá aljaðarsettasti, þetta eru innflytjendur, fátækt verkafólk, er látið búa við þessar aðstæður verður helst til viðbótar fyrir launaþjófnaði og vanvirðandi hegðun. Þannig að við erum þarna komin með þann hóp á íslenskum vinnumarkaði sem hefur það alverst,“ sagði Sólveig. Hvaða aðgerðir myndir þú telja að sé brýnastar að ráðast í núna? Það er auðvitað mjög góð spurning en svörin við henni eru ekkert sérstaklega flókin þó að þannig sé látið vera. Það þarf auðvitað að setja verulegar hömlur eða banna AirBNB og svo þarf auðvitað að fara hér í stórtæka uppbyggingu á ódýru og mannsæmandi húsnæði fyrir fólkið sem hér heldur öllu uppi með vinnu sinni. Bruni á Funahöfða Stéttarfélög Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Einn lést og tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna sem varð við Funahöfða í Reykjavík í gær. Tugir manna, mestmegnis erlent verkafólk, búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. „Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það að sú húsnæðiskreppa sem er hér til staðar á höfuðborgarsvæðinu geri það að verkum að fólk lætur lífið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru nokkur ár síðan að þrjár ungar manneskjur í blóma lífsins dóu við hræðilegar aðstæður. Aðrir misstu aleiguna eða slösuðust mjög illa,“ sagði Sólveig og vísaði til brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020. Auk þess sé stutt síðan fátækt verkafólk missti allt sem það átti í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Og þetta er allt vegna þess að pólitísk valdastétt neitar að gera það sem þarf að gera.“ Veistu til þess að félagsmenn Eflingar búi þarna á Funahöfða? „Ég held að það sé mjög líklegt og ég vil þá fá að nota tækifærið og koma því áleiðis að ef einhverjir félagsmenn- eða konur Eflingar hafa búið þarna og hafa lent í þessum skelfilega eldsvoða að hafa endilega sem fyrst samband við félagið svo við getum reynt að liðsinna fólki.“ Sólveig segir að búið sé að grafa alvarlega undan mannréttindum fólks sem er neytt til að búa við þær ómannsæmandi aðstæður sem iðnaðarhúsnæði er. „Þarna erum við með fullvinnandi verkafólk, sem hér knýr áfram hagvaxtarhjólin, en er samt sett í þessa stöðu, að þurfa að sjá eftir mjög stórum hluta sem ráðstöfun á tekjum en þarf að leigja algjörlega óviðunandi húsnæði. Þannig að það er auðvitað margt sem að gerir það að verkum að þessi hópur, sá aljaðarsettasti, þetta eru innflytjendur, fátækt verkafólk, er látið búa við þessar aðstæður verður helst til viðbótar fyrir launaþjófnaði og vanvirðandi hegðun. Þannig að við erum þarna komin með þann hóp á íslenskum vinnumarkaði sem hefur það alverst,“ sagði Sólveig. Hvaða aðgerðir myndir þú telja að sé brýnastar að ráðast í núna? Það er auðvitað mjög góð spurning en svörin við henni eru ekkert sérstaklega flókin þó að þannig sé látið vera. Það þarf auðvitað að setja verulegar hömlur eða banna AirBNB og svo þarf auðvitað að fara hér í stórtæka uppbyggingu á ódýru og mannsæmandi húsnæði fyrir fólkið sem hér heldur öllu uppi með vinnu sinni.
Bruni á Funahöfða Stéttarfélög Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira