Utanríkisráðherra segir fórnarlömbin ekki spyrja hver skaut Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2023 19:31 Bjarni Benediktsson er nýskipaður utanríkisráðherra. Vísir/Einar Enn er óvíst hver ber ábyrgð á sprengingu sem varð allt að fimm hundruð manns að bana á Gasasvæðinu í gær. Nýr utanríkisráðherra segir að í stóra samhenginu skipti ekki máli hver beri ábyrgð heldur þurfi að bjarga óbreyttum borgurum sem búa á Gasa og í Ísrael. Sprengingin varð á al Ahli Arab-sjúkrahúsinu á sjötta tímanum í gær og létu tæplega fimm hundruð manns lífið. Hamas-samtökin halda því fram að um hafi verið að ræða eldflaug frá Ísrael en ísraelski herinn segir flaug samtakanna Íslamskt Jihad, sem lenda átti í Ísrael hafi hrapað á spítalann. Mótmælt víða Mikil ólga hefur skapast í nágrannaríkjum Ísrael og Palestínu eftir sprenginguna og hafa mótmæli verið haldin víða, svo sem í Jórdaníu, Íran og á Vesturbakkanum sem einnig tilheyrir Palestínu. Líbönsku samtökin Hezbollah brugðust ókvæða við sprengingunni og hótuðu að svara fyrir hana með „degi reiðinnar.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hroðalega atburði eiga sér stað beggja megin víglínunnar. „Þegar upp er staðið spyrja þeir sem eru slasaðir, hafa jafnvel misst útlimi og ég tala nú ekki um þá sem eru látnir, þeir spyrja ekki hver skaut skotinu. Heldur eru hér undir stórir hópar fólks sem eru ekki beinir þátttakendur í átökunum og það er það sem alþjóðalögin og þar með talið mannúðarlög fjalla um, að það eigi að gera allt sem hægt er til að forða því að almennir borgarar verði fyrir mannskaða eða öðru tjóni vegna svona átaka,“ segir Bjarni. „Þið eruð ekki ein“ Þrátt fyrir mikla spennu mætti Joe Biden Bandaríkjaforseti til Ísrael í dag. Þar fundaði hann með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Biden ávarpaði ísraelsku þjóðina eftir fundinn. „Ég er kominn til Ísrael með ein skilaboð. Þið eruð ekki ein. Þið eruð ekki ein. Svo lengi sem Bandaríkin eru til, og þau verða til að eilífu, þá verðið þið aldrei ein,“ sagði Biden. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Sprengingin varð á al Ahli Arab-sjúkrahúsinu á sjötta tímanum í gær og létu tæplega fimm hundruð manns lífið. Hamas-samtökin halda því fram að um hafi verið að ræða eldflaug frá Ísrael en ísraelski herinn segir flaug samtakanna Íslamskt Jihad, sem lenda átti í Ísrael hafi hrapað á spítalann. Mótmælt víða Mikil ólga hefur skapast í nágrannaríkjum Ísrael og Palestínu eftir sprenginguna og hafa mótmæli verið haldin víða, svo sem í Jórdaníu, Íran og á Vesturbakkanum sem einnig tilheyrir Palestínu. Líbönsku samtökin Hezbollah brugðust ókvæða við sprengingunni og hótuðu að svara fyrir hana með „degi reiðinnar.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hroðalega atburði eiga sér stað beggja megin víglínunnar. „Þegar upp er staðið spyrja þeir sem eru slasaðir, hafa jafnvel misst útlimi og ég tala nú ekki um þá sem eru látnir, þeir spyrja ekki hver skaut skotinu. Heldur eru hér undir stórir hópar fólks sem eru ekki beinir þátttakendur í átökunum og það er það sem alþjóðalögin og þar með talið mannúðarlög fjalla um, að það eigi að gera allt sem hægt er til að forða því að almennir borgarar verði fyrir mannskaða eða öðru tjóni vegna svona átaka,“ segir Bjarni. „Þið eruð ekki ein“ Þrátt fyrir mikla spennu mætti Joe Biden Bandaríkjaforseti til Ísrael í dag. Þar fundaði hann með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Biden ávarpaði ísraelsku þjóðina eftir fundinn. „Ég er kominn til Ísrael með ein skilaboð. Þið eruð ekki ein. Þið eruð ekki ein. Svo lengi sem Bandaríkin eru til, og þau verða til að eilífu, þá verðið þið aldrei ein,“ sagði Biden.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira