Segja upp allt að fjórtán þúsund manns Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 14:43 Höfuðstöðvar Nokia er að finna í Espoo í Finnlandi. Jussi Nukari/Lehtikuva/AP Finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia hyggst segja upp á milli níu þúsund til fjórtán þúsund starfsmanna fyrir lok árs 2026. Er um að ræða aðhaldsaðgerðir. Um er að ræða rúmlega sextán prósent af heildarfjölda starfsfólks. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu. Þar kemur fram að sölutölur fyrirtækisins hafi tekið dýfu og fallið um tuttugu prósent í júlí mánuði og fram í september. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins minnkandi eftirspurn eftir 5G búnaði í Bandaríkjunum um að kenna. Fyrirtækið var eitt sinn stærsti farsímaframleiðandi í heimi en tekjur þess skruppu saman eftir að snjallsímar úr smiðju Apple og Samsung ruddu sér til rúms á markaðnum. Snjallsímar Nokia náðu aldrei sömu vinsældum og var farsímaframleiðsla þess seld til bandaríska tæknifyrirtækisins Microsoft. Undanfarin ár hefur fyrirtækið því einbeitt sér að framleiðslu á fjarskiptabúnaði. Breska ríkisútvarpið lætur þess getið að Nokia hafi grætt vel á því árið 2020 þegar bresk og bandarísk stjórnvöld hættu viðskiptum við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei af öryggisástæðum. Haft er eftir forstjóra fyrirtækisins, Pekka Lundmark, að fyrirtækið vonist til þess að koma í veg fyrir frekara tap með þessum aðgerum. Ákvörðunin hafi verið gríðarlega erfið en nauðsynleg til að tryggja rekstur fyrirtækisins. Finnland Fjarskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu. Þar kemur fram að sölutölur fyrirtækisins hafi tekið dýfu og fallið um tuttugu prósent í júlí mánuði og fram í september. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins minnkandi eftirspurn eftir 5G búnaði í Bandaríkjunum um að kenna. Fyrirtækið var eitt sinn stærsti farsímaframleiðandi í heimi en tekjur þess skruppu saman eftir að snjallsímar úr smiðju Apple og Samsung ruddu sér til rúms á markaðnum. Snjallsímar Nokia náðu aldrei sömu vinsældum og var farsímaframleiðsla þess seld til bandaríska tæknifyrirtækisins Microsoft. Undanfarin ár hefur fyrirtækið því einbeitt sér að framleiðslu á fjarskiptabúnaði. Breska ríkisútvarpið lætur þess getið að Nokia hafi grætt vel á því árið 2020 þegar bresk og bandarísk stjórnvöld hættu viðskiptum við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei af öryggisástæðum. Haft er eftir forstjóra fyrirtækisins, Pekka Lundmark, að fyrirtækið vonist til þess að koma í veg fyrir frekara tap með þessum aðgerum. Ákvörðunin hafi verið gríðarlega erfið en nauðsynleg til að tryggja rekstur fyrirtækisins.
Finnland Fjarskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent