„Þú ert með völdin!“ Kristín Ólafsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 20. október 2023 11:59 Mótmælendur ræða hér við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir að hún hafði tekið á móti undirskriftalistanum. Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu. Það var hiti í mótmælendum sem söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu nú í morgunsárið til stuðnings frjálsri Palestínu. Sema Erla Serdar skipuleggjandi mótmælanna afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftarlista með um tvö þúsund undirskriftum fyrir málstaðinn, sem safnað var á tveimur dögum. Mótmælendur þjörmuðu að forsætisráðherra þegar hún tók við listanum. Hún var innt eftir því hvað ríkisstjórnin hygðist gera fyrir hælisleitendur frá Palestínu og Katrín kvaðst vita til þess að einhverjar fjölskyldusameiningar væru fyrirhugaðar. „Þú ert með völdin!“ kvað þá við í mótmælendum, sem almennt voru á einu máli um að ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér nóg í málinu. „Ég vil að hún fordæmi fortakslaust öll dráp á börnum og fólki hvar sem það er í heiminum,“ sagði Elvar Ástráðsson mótmælandi. „Og við viljum að þau beiti sér fyrir því án tafar að þetta þjóðarmorð verði stöðvað,“ sagði Sema Erla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kvaðst skilja mótmælendur. „Ég tók við þessum mótmælum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Við vitum það líka að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við höfum alltaf talað fyrir tveggja ríka lausninni. Og nú höfum við að sjálfsögðu veitt og tekið undir kröfuna um mannúðaraðstoð inn á svæði og veitt auknu fé til slíkrar mannúðaraðstoðar inn á Gasa.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra lagði áherslu á ótvíræðan rétt ríkja til að verja sig, eins og Ísrael hafi þurft að gera gagnvart Hamas. „En það eru mörk fyrir því hversu langt væri hægt að ganga til þess að koma upp sjálfsvörn. Við hörmum að sjálfsögðu það sérstaklega þegar almennir borgarar verða í skotlínunni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Það var hiti í mótmælendum sem söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu nú í morgunsárið til stuðnings frjálsri Palestínu. Sema Erla Serdar skipuleggjandi mótmælanna afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftarlista með um tvö þúsund undirskriftum fyrir málstaðinn, sem safnað var á tveimur dögum. Mótmælendur þjörmuðu að forsætisráðherra þegar hún tók við listanum. Hún var innt eftir því hvað ríkisstjórnin hygðist gera fyrir hælisleitendur frá Palestínu og Katrín kvaðst vita til þess að einhverjar fjölskyldusameiningar væru fyrirhugaðar. „Þú ert með völdin!“ kvað þá við í mótmælendum, sem almennt voru á einu máli um að ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér nóg í málinu. „Ég vil að hún fordæmi fortakslaust öll dráp á börnum og fólki hvar sem það er í heiminum,“ sagði Elvar Ástráðsson mótmælandi. „Og við viljum að þau beiti sér fyrir því án tafar að þetta þjóðarmorð verði stöðvað,“ sagði Sema Erla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kvaðst skilja mótmælendur. „Ég tók við þessum mótmælum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Við vitum það líka að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við höfum alltaf talað fyrir tveggja ríka lausninni. Og nú höfum við að sjálfsögðu veitt og tekið undir kröfuna um mannúðaraðstoð inn á svæði og veitt auknu fé til slíkrar mannúðaraðstoðar inn á Gasa.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra lagði áherslu á ótvíræðan rétt ríkja til að verja sig, eins og Ísrael hafi þurft að gera gagnvart Hamas. „En það eru mörk fyrir því hversu langt væri hægt að ganga til þess að koma upp sjálfsvörn. Við hörmum að sjálfsögðu það sérstaklega þegar almennir borgarar verða í skotlínunni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira