Fullyrðir að Ólafur Ingi sé að taka við KR Siggeir Ævarsson skrifar 21. október 2023 17:15 Ólafur Ingi Skúlason á HM 2018 Vísir/Getty Fótboltagúrúinn Hjörvar Hafliðason, einnig þekktur sem Dr. Football, greindi frá því á Twitter í dag Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari KR. Í sömu færslu segir hann að Rúnar Kristinsson, fyrrum þjálfari KR, sé að taka við Fram. Leiðir KR og Rúnars skildu í haust en Rúnar hafði verið með liðið síðan 2017 og var það önnur þjálfaratíð hans með liðið. Hann skilaði KR þremur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum. Árangurinn í ár var þó ekki upp á marga fiska en liðið endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar. Ólafur Ingi Skúlason, sem er uppalinn Fylkismaður, átti langan og farsælan feril sem atvinnumaður en hann gekk til liðs við Arsenal aðeins 18 ára gamall. Hann lagði keppnisskóna á hilluna 2018 og hefur þjálfað U19 landslið karla síðan 2019. KR verður því fyrsta félagsliðið sem Ólafur þjálfar, en mikið hefur verið skrafað og skeggrætt um hver ætti að taka við stjórnartaumunum í Vesturbænum síðustu vikur. Hjörvar fullyrðir einnig að Rúnar sé kominn með nýja vinnu og sé að taka við Fram en Framarar sögðu Jóni Sveinssyni upp störfum í lok júlí. Ragnar Sigurðsson tók við liðinu tímabundið og bjargaði því naumlega frá falli Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari KR samkvæmt okkar fólki í vesturbænum. Rúnar tekur við Fram. pic.twitter.com/dUSvmtGtK0— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) October 21, 2023 Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Jón Þórir hættur með Fram Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar. 27. júlí 2023 17:29 Rúnar staðfestir viðræður Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. 19. október 2023 10:27 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Leiðir KR og Rúnars skildu í haust en Rúnar hafði verið með liðið síðan 2017 og var það önnur þjálfaratíð hans með liðið. Hann skilaði KR þremur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum. Árangurinn í ár var þó ekki upp á marga fiska en liðið endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar. Ólafur Ingi Skúlason, sem er uppalinn Fylkismaður, átti langan og farsælan feril sem atvinnumaður en hann gekk til liðs við Arsenal aðeins 18 ára gamall. Hann lagði keppnisskóna á hilluna 2018 og hefur þjálfað U19 landslið karla síðan 2019. KR verður því fyrsta félagsliðið sem Ólafur þjálfar, en mikið hefur verið skrafað og skeggrætt um hver ætti að taka við stjórnartaumunum í Vesturbænum síðustu vikur. Hjörvar fullyrðir einnig að Rúnar sé kominn með nýja vinnu og sé að taka við Fram en Framarar sögðu Jóni Sveinssyni upp störfum í lok júlí. Ragnar Sigurðsson tók við liðinu tímabundið og bjargaði því naumlega frá falli Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari KR samkvæmt okkar fólki í vesturbænum. Rúnar tekur við Fram. pic.twitter.com/dUSvmtGtK0— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) October 21, 2023
Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Jón Þórir hættur með Fram Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar. 27. júlí 2023 17:29 Rúnar staðfestir viðræður Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. 19. október 2023 10:27 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Jón Þórir hættur með Fram Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar. 27. júlí 2023 17:29
Rúnar staðfestir viðræður Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. 19. október 2023 10:27