Þá verður rætt við barnalækni um bóluefni gegn RS-vírus, sem er helsta ástæða innlagnar ungra barna um alla Evrópu. Fyrstu bóluefnin eru nú langt komin - horfa verði til fleiri þátta en aðeins verðsins þegar ákveðið er hvort börn á Íslandi fái vörn.
Við kynnum okkur einnig umdeildar hugmyndir um breytingu á fjölförnum gatnamótum í Vesturbæ Reykjavíkur, sýnum frá skrautlegri búningasamkeppni smáhunda í Kópavogi og verðum í beinni frá listahátíðinni List án landamæra, þar sem heimsfrægar dragdrottningar með downs stíga á stokk.