Ekkert gerist af sjálfu sér Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 24. október 2023 08:01 Ung var ég á Arnarhól árið 1975. Stelpuskott sem andaði að sér stemninguna og kraftinn. Ég man eftir mömmu að steyta hnefann til merkis um baráttuna og syngja hástöfum með. Ég kann öll þessi baráttulög og textarnir eru innbyggðir í minnið, sem er til merkis um hvað lögin voru sungin mikið og spiluð í útvarpi. Ég hef mætt á alla fundi síðan þá sem haldnir hafa verið á þessu degi. Oft hef ég hugsað, er þetta ekki bara komið? Alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu. Nei þetta er ekki komið og í raun enn langt í land og því ætla ég að halda áfram að taka þátt í baráttunni. Á árunum 2013-2017 var ég formaður Félags Kvenna í Atvinnulífinu (FKA). Mikið lá okkur á hjarta og verkefnin mörg. Það var settur kynjakvóti á stjórnir fyrirtækja, því hvorki gekk né rak í því að auka fjölbreytileika í stjórnum. Sýnileiki kvenna úr atvinnulífi í fjölmiðlum var í skötulíki og komum við á samstarfsverkefnum við Rúv til að kippa því í liðinn. Við komum á Jafnvægisvoginni, hreyfiaflsverkefni sem hafði það að markmiði að auka jafnvægi í efsta lagi fyrirtækja og til að virkja viðskiptalíf í að verða fyrirmynd jafnréttis annarra þjóða. Ég er ekki að rifja þetta upp til að ylja mér við minningar góðra tíma heldur vil ég varpa því fram að þessi sporganga FKA sé ein af ástæðum þess hversu vel atvinnulífið hefur tekið í Kvennaverkfall árið 2023. Það er alveg ljóst að það gerist ekkert af sjálfu sér. FKA ákvað að vera hreyfiafl kvenna í atvinnulífinu og það hefur skilað sér. Þetta er verkefni sem FKA þarf að halda áfram að berjast fyrir af afli, því það er augljóst að þegar kynjakvótum sleppir er verulegur kynjahalli í hlutverkum framkvæmdastjóra, stjórnarformanna og stjórnarmanna fyrirtækja. Það er ekkert gefið í þessum heimi Margt hefur breyst og áunnist á þeim 48 árum sem liðin eru frá 1975. En staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við búum enn við kynbundinn vinnumarkað, þar sem framlag hefðbundinna kvennastétta er minna metið. Konur bera enn að stærri hlut ábyrgð á heimili og þriðju vaktinni. Við eigum enn eftir að fá allt samfélagið í okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Það höfum við séð í erlendum fréttum, vestanhafs og austan, þar sem verið er að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Við þurfum að gæta okkur, að leyfa ekki íhaldssömum öflum að vaða uppi og takmarka mannréttindi annarra. Fyrir jafnt og frjálst samfélag þarf frjálslyndið að blómstra. Getum aldrei verið í hlutlausum gír Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það er hlutskipti hverrar nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum og passa að við lullum ekki áfram í hlutlausum gír, sannfærð um að þetta sé allt komið því við séum svo framarlega á alþjóðavísu. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins: þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru kennarar, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Árið 1975 sungum við “í augsýn er nú frelsið og fyrr það mátti vera”. Það á enn við í dag. Að berjast fyrir réttindum kvenna kallar á samstöðu ólíkra hópa til að há marglaga og fjölþætta baráttu á mörgum vígstöðum. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá kvennskörungum sem hafa dregið vagninn frá því á áttunda áratugnum og aðra kvennafrísdaga síðan. Nýtum okkur þann kraft sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara samfélag fyrir okkur öll. Því við þorum, getum og viljum. Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Kvennaverkfall Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ung var ég á Arnarhól árið 1975. Stelpuskott sem andaði að sér stemninguna og kraftinn. Ég man eftir mömmu að steyta hnefann til merkis um baráttuna og syngja hástöfum með. Ég kann öll þessi baráttulög og textarnir eru innbyggðir í minnið, sem er til merkis um hvað lögin voru sungin mikið og spiluð í útvarpi. Ég hef mætt á alla fundi síðan þá sem haldnir hafa verið á þessu degi. Oft hef ég hugsað, er þetta ekki bara komið? Alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu. Nei þetta er ekki komið og í raun enn langt í land og því ætla ég að halda áfram að taka þátt í baráttunni. Á árunum 2013-2017 var ég formaður Félags Kvenna í Atvinnulífinu (FKA). Mikið lá okkur á hjarta og verkefnin mörg. Það var settur kynjakvóti á stjórnir fyrirtækja, því hvorki gekk né rak í því að auka fjölbreytileika í stjórnum. Sýnileiki kvenna úr atvinnulífi í fjölmiðlum var í skötulíki og komum við á samstarfsverkefnum við Rúv til að kippa því í liðinn. Við komum á Jafnvægisvoginni, hreyfiaflsverkefni sem hafði það að markmiði að auka jafnvægi í efsta lagi fyrirtækja og til að virkja viðskiptalíf í að verða fyrirmynd jafnréttis annarra þjóða. Ég er ekki að rifja þetta upp til að ylja mér við minningar góðra tíma heldur vil ég varpa því fram að þessi sporganga FKA sé ein af ástæðum þess hversu vel atvinnulífið hefur tekið í Kvennaverkfall árið 2023. Það er alveg ljóst að það gerist ekkert af sjálfu sér. FKA ákvað að vera hreyfiafl kvenna í atvinnulífinu og það hefur skilað sér. Þetta er verkefni sem FKA þarf að halda áfram að berjast fyrir af afli, því það er augljóst að þegar kynjakvótum sleppir er verulegur kynjahalli í hlutverkum framkvæmdastjóra, stjórnarformanna og stjórnarmanna fyrirtækja. Það er ekkert gefið í þessum heimi Margt hefur breyst og áunnist á þeim 48 árum sem liðin eru frá 1975. En staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við búum enn við kynbundinn vinnumarkað, þar sem framlag hefðbundinna kvennastétta er minna metið. Konur bera enn að stærri hlut ábyrgð á heimili og þriðju vaktinni. Við eigum enn eftir að fá allt samfélagið í okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Það höfum við séð í erlendum fréttum, vestanhafs og austan, þar sem verið er að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Við þurfum að gæta okkur, að leyfa ekki íhaldssömum öflum að vaða uppi og takmarka mannréttindi annarra. Fyrir jafnt og frjálst samfélag þarf frjálslyndið að blómstra. Getum aldrei verið í hlutlausum gír Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það er hlutskipti hverrar nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum og passa að við lullum ekki áfram í hlutlausum gír, sannfærð um að þetta sé allt komið því við séum svo framarlega á alþjóðavísu. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins: þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru kennarar, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Árið 1975 sungum við “í augsýn er nú frelsið og fyrr það mátti vera”. Það á enn við í dag. Að berjast fyrir réttindum kvenna kallar á samstöðu ólíkra hópa til að há marglaga og fjölþætta baráttu á mörgum vígstöðum. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá kvennskörungum sem hafa dregið vagninn frá því á áttunda áratugnum og aðra kvennafrísdaga síðan. Nýtum okkur þann kraft sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara samfélag fyrir okkur öll. Því við þorum, getum og viljum. Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun