Eflum ástríðu hjá börnum Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 24. október 2023 10:31 Áskoranir: Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. Er rétt að staldra við og skoða hvort það geti átt við í einhverjum tilfellum? Mikil aukning er í lyfjanotkun, bæði meðal drengja (ADHD lyf) og stúlkna, (kvíðastillandi lyf). Þær rannsóknir sem sýna að fleiri einstaklingar fæddir seint á árinu greinast með ADHD eru mjög merkilegar. Það eru líka þær rannsóknir sem segja að drengur, fæddur seint á árinu með einstætt foreldri, glími hugsanlega við stórar áskoranir. Er rétt að staldra við og skoða hvað þetta getur þýtt? Er ekki einn möguleikinn sá að kerfið nær ekki einhverra hluta vegna að gefa þessum börnum réttar áskoranir. Þau fá of stórar áskoranir sem þau ekki ráða við. Er skólinn að bregðast börnunum? Vísindi: hinn framúrskarandi fræðimaður Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á ‘autonomi’ sem má þýða sem að velja sjálfur. Þegar einstaklingar fá að velja sjálfir hvað þeir vilja gera fara þeir inn í verkefnið með meiri ánægju sem gefur þeim aukna vellíðan. Möguleikar á að komast í flæði aukast sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að nám eiga sér stað. Með vali aukum við líkurnar á ástríðu sem veldur aukinni þrautseigju og gróskuhugarfari. Dópamín hormónið sem oft er kallað ánægju hormónið hefur líka áhrif. Ef við lítum á kynjamun í þessum efnum þá sýna rannsóknir að drengir/menn hafa meiri dópamín virkni við ‘selfish’ aðferð (eigingjarna aðferð sem einblínir á þá og það sem þeir vilja gera) en stúlkur/konur við meiri ‘prosocial’ aðferð (félagslega hegðun sem er jákvæð, uppbyggjandi og hjálpleg). Rannsóknir hafa einnig sýnt að söngur, tónlist og dans er jákvæður fyrir vellíðan. Er rétt að staldra við og hugleiða hvað skólinn getur gert til að styðja við og auka vellíðan barna? Möguleikar: Til eru þeir einstaklingar sem hafa lítinn sem engan áhuga á því almenna námi sem grunn- og framhaldsskólinn býður. Þegar þessir einstaklingar fara í háskóla velja þeir eftir sínu áhugasviði og fá tækifæri til að blómstra. Þar eru þeir að vinna með þætti sem tengjast þeirra ástríðu. Svo eru það vissulega þeir einstaklingar sem finna sitt áhugasvið í framhaldsskóla á brautum sem tengjast iðngreinum eða brautum sem tengjast ákveðnum fræðasviðum eins og félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kveikjum neistann hugmyndafræðin, sem nú hefur hafið sitt þriðja ár í Grunnskóla Vestmannaeyja leggur meðal annars áherslu á að bæta líðan barnanna. Þar eru strax í 1. bekk fjórir ástríðutímar á viku. Börnin velja sjálf úr ákveðnum möguleikum þau viðfangsefni sem þau vilja sinna hvern dag. Lagt er upp með að ástríðutíminn sé í lok dags svo börnin hafi til hans að hlakka. Það sem nemendur geta valið í upphafi skóladags, fyrir ástríðutímann, er meðal annars: tónmennt, myndmennt, smíðar, handmennt og heimilisfræði. Möguleikarnir eru margir og um að gera að nýta mannauðinn í skólanum en í fólkinu leynist fjársjóður. Á föstudögum hafa nemendur hins vegar endað skóladaginn með söng og dans. Þetta hefur gefið mjög góða raun og fara nemendur glaðir og sáttir heim. Ástríðutímarnir gefast vel, börnin njóta og nú hafa þeir einnig verið innleiddir í 5.og 6. bekk þótt þeir tilheyri ekki sjálfu verkefninu. Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Hermundur Sigmundsson, prófessor Háskóla Íslands og Norska tækni – og vísindaháskólanumSvava Þ. Hjaltalín, sérkennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Áskoranir: Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. Er rétt að staldra við og skoða hvort það geti átt við í einhverjum tilfellum? Mikil aukning er í lyfjanotkun, bæði meðal drengja (ADHD lyf) og stúlkna, (kvíðastillandi lyf). Þær rannsóknir sem sýna að fleiri einstaklingar fæddir seint á árinu greinast með ADHD eru mjög merkilegar. Það eru líka þær rannsóknir sem segja að drengur, fæddur seint á árinu með einstætt foreldri, glími hugsanlega við stórar áskoranir. Er rétt að staldra við og skoða hvað þetta getur þýtt? Er ekki einn möguleikinn sá að kerfið nær ekki einhverra hluta vegna að gefa þessum börnum réttar áskoranir. Þau fá of stórar áskoranir sem þau ekki ráða við. Er skólinn að bregðast börnunum? Vísindi: hinn framúrskarandi fræðimaður Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á ‘autonomi’ sem má þýða sem að velja sjálfur. Þegar einstaklingar fá að velja sjálfir hvað þeir vilja gera fara þeir inn í verkefnið með meiri ánægju sem gefur þeim aukna vellíðan. Möguleikar á að komast í flæði aukast sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að nám eiga sér stað. Með vali aukum við líkurnar á ástríðu sem veldur aukinni þrautseigju og gróskuhugarfari. Dópamín hormónið sem oft er kallað ánægju hormónið hefur líka áhrif. Ef við lítum á kynjamun í þessum efnum þá sýna rannsóknir að drengir/menn hafa meiri dópamín virkni við ‘selfish’ aðferð (eigingjarna aðferð sem einblínir á þá og það sem þeir vilja gera) en stúlkur/konur við meiri ‘prosocial’ aðferð (félagslega hegðun sem er jákvæð, uppbyggjandi og hjálpleg). Rannsóknir hafa einnig sýnt að söngur, tónlist og dans er jákvæður fyrir vellíðan. Er rétt að staldra við og hugleiða hvað skólinn getur gert til að styðja við og auka vellíðan barna? Möguleikar: Til eru þeir einstaklingar sem hafa lítinn sem engan áhuga á því almenna námi sem grunn- og framhaldsskólinn býður. Þegar þessir einstaklingar fara í háskóla velja þeir eftir sínu áhugasviði og fá tækifæri til að blómstra. Þar eru þeir að vinna með þætti sem tengjast þeirra ástríðu. Svo eru það vissulega þeir einstaklingar sem finna sitt áhugasvið í framhaldsskóla á brautum sem tengjast iðngreinum eða brautum sem tengjast ákveðnum fræðasviðum eins og félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kveikjum neistann hugmyndafræðin, sem nú hefur hafið sitt þriðja ár í Grunnskóla Vestmannaeyja leggur meðal annars áherslu á að bæta líðan barnanna. Þar eru strax í 1. bekk fjórir ástríðutímar á viku. Börnin velja sjálf úr ákveðnum möguleikum þau viðfangsefni sem þau vilja sinna hvern dag. Lagt er upp með að ástríðutíminn sé í lok dags svo börnin hafi til hans að hlakka. Það sem nemendur geta valið í upphafi skóladags, fyrir ástríðutímann, er meðal annars: tónmennt, myndmennt, smíðar, handmennt og heimilisfræði. Möguleikarnir eru margir og um að gera að nýta mannauðinn í skólanum en í fólkinu leynist fjársjóður. Á föstudögum hafa nemendur hins vegar endað skóladaginn með söng og dans. Þetta hefur gefið mjög góða raun og fara nemendur glaðir og sáttir heim. Ástríðutímarnir gefast vel, börnin njóta og nú hafa þeir einnig verið innleiddir í 5.og 6. bekk þótt þeir tilheyri ekki sjálfu verkefninu. Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Hermundur Sigmundsson, prófessor Háskóla Íslands og Norska tækni – og vísindaháskólanumSvava Þ. Hjaltalín, sérkennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun