Skellir ekki plástri á slagæðablæðingu Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 10:22 Vilhjálmur Birgisson segir um einarða afstöðu stjórnvalda og SA, um ekkert svigrúm til hækkana, að hann muni ekki eftir samningum þar sem sá söngur hafi ekki verið sunginn. vísir/vilhelm Starfsgreinasamband Íslands fundar á morgun og fram á föstudag. Þar eru menn í vígahug. „Trúðu mér, ég er búinn að heyra þennan söng í tuttugu ár sem ég hef tekið þátt í kjarasamningum. Það er aldrei svigrúm, ekki í góðæri, ekki í meðalástandi í íslensku hagkerfi og ég tala nú ekki um þegar er smá kreppa,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur er að tala um einarðar yfirlýsingar fólks eins og Þórdísar Kolbrúnar Reykjafjörð Gylfadóttur nýs fjármálaráðherra og síðan Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra SA þess efnis að það verði engar launahækkanir í komandi kjarasamningum vegna verðbólgunnar. „Við verðum að ráðast á meinið. Þú skellir ekki plástri á slagæðablæðingu,“ segir Vilhjálmur. Stuðandi yfirlýsingar stjórnvalda Starfsgreinasambandið er að stilla saman strengi en 9. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 25.-27. október næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Björg segir herskáar yfirlýsingar stjórnvalda og SA stuðandi.Starfsgreinasamband Íslands Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins. „Þetta er reglulegt þing, haldið á tveggja ára fresti. Þá er kosin ný stjórn í sambandinu og unnið í málefnanefndum. Farið verður yfir kjaramál, heilbrigðismál, byggðamál og stefna lögð til næstu tveggja ára,“ segir Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri. Björg býst ekki við átökum á þinginu og vonar að þau hafi þannig tíma til að einbeita sér að málefnavinnu. Til að mynda komandi kjarasamningum, að þar verði lagðar línur. „Það stuðar okkur aðeins,“ segir Björg varðandi yfirlýsingar bæði stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins, hvað það varðar að ekki verði neinar launahækkanir í boði. „Þær viðræður eru að hefjast fljótlega. Við höfum verið að funda með SA um ýmis mál; varðandi vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og þessi mál sem ekki náðust inn í viðræðurnar síðast. Gerðum aðeins samning til eins árs síðast og þá var öðrum viðræðum utan launaliðinn frestað.“ Stór hluti félagsmanna kominn á yfirdrátt Vilhjálmur segist ekki muna eftir einum einustu kjarasamningum sem talað hefur verið um svigrúm. En staðan sé einfaldlega þannig núna, sérstaklega gagnvart lágtekjufólki og lægri millitekjufólki, sem nær ekki endum saman frá mánuði til mánaðar, að það getur ekki lengur haldið mannlegri reisn. „Við erum að horfa upp á fjármálakerfið, enn og aftur, sjúga til sín lang stærstan hluta launatekna í formi okurvaxta, verðtryggingar og himinhárra þjónustugjalda. Þrjátíu og fimm prósent félagsmanna Starfsgreinasambands íslands eru með yfirdráttarheimild samkvæmt Vörðu sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðarins. Þetta segir manni ekki nema eitt, í hvaða stöðu lágtekjufólk er komið í þegar það þarf að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar með yfirdrætti sem ber 17 prósent vexti,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að hann telji það eiga að vera forgangskrafa verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum að hér verði ráðist í nýtt húsnæðiskerfi þar sem tryggt verði að lánakjör verði hér með sambærilegum hætti og í löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og síðast en ekki síst að banki þjóðarinnar, Landsbankinn, verði gerður að samfélagsbanka þar sem arðsemismarkmið verði lækkuð verulega. Við erum byrjuð að ræða þetta inni í hreyfingunni,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
„Trúðu mér, ég er búinn að heyra þennan söng í tuttugu ár sem ég hef tekið þátt í kjarasamningum. Það er aldrei svigrúm, ekki í góðæri, ekki í meðalástandi í íslensku hagkerfi og ég tala nú ekki um þegar er smá kreppa,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur er að tala um einarðar yfirlýsingar fólks eins og Þórdísar Kolbrúnar Reykjafjörð Gylfadóttur nýs fjármálaráðherra og síðan Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra SA þess efnis að það verði engar launahækkanir í komandi kjarasamningum vegna verðbólgunnar. „Við verðum að ráðast á meinið. Þú skellir ekki plástri á slagæðablæðingu,“ segir Vilhjálmur. Stuðandi yfirlýsingar stjórnvalda Starfsgreinasambandið er að stilla saman strengi en 9. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 25.-27. október næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Björg segir herskáar yfirlýsingar stjórnvalda og SA stuðandi.Starfsgreinasamband Íslands Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins. „Þetta er reglulegt þing, haldið á tveggja ára fresti. Þá er kosin ný stjórn í sambandinu og unnið í málefnanefndum. Farið verður yfir kjaramál, heilbrigðismál, byggðamál og stefna lögð til næstu tveggja ára,“ segir Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri. Björg býst ekki við átökum á þinginu og vonar að þau hafi þannig tíma til að einbeita sér að málefnavinnu. Til að mynda komandi kjarasamningum, að þar verði lagðar línur. „Það stuðar okkur aðeins,“ segir Björg varðandi yfirlýsingar bæði stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins, hvað það varðar að ekki verði neinar launahækkanir í boði. „Þær viðræður eru að hefjast fljótlega. Við höfum verið að funda með SA um ýmis mál; varðandi vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og þessi mál sem ekki náðust inn í viðræðurnar síðast. Gerðum aðeins samning til eins árs síðast og þá var öðrum viðræðum utan launaliðinn frestað.“ Stór hluti félagsmanna kominn á yfirdrátt Vilhjálmur segist ekki muna eftir einum einustu kjarasamningum sem talað hefur verið um svigrúm. En staðan sé einfaldlega þannig núna, sérstaklega gagnvart lágtekjufólki og lægri millitekjufólki, sem nær ekki endum saman frá mánuði til mánaðar, að það getur ekki lengur haldið mannlegri reisn. „Við erum að horfa upp á fjármálakerfið, enn og aftur, sjúga til sín lang stærstan hluta launatekna í formi okurvaxta, verðtryggingar og himinhárra þjónustugjalda. Þrjátíu og fimm prósent félagsmanna Starfsgreinasambands íslands eru með yfirdráttarheimild samkvæmt Vörðu sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðarins. Þetta segir manni ekki nema eitt, í hvaða stöðu lágtekjufólk er komið í þegar það þarf að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar með yfirdrætti sem ber 17 prósent vexti,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að hann telji það eiga að vera forgangskrafa verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum að hér verði ráðist í nýtt húsnæðiskerfi þar sem tryggt verði að lánakjör verði hér með sambærilegum hætti og í löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og síðast en ekki síst að banki þjóðarinnar, Landsbankinn, verði gerður að samfélagsbanka þar sem arðsemismarkmið verði lækkuð verulega. Við erum byrjuð að ræða þetta inni í hreyfingunni,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira