Íslendingar geti náð fullkomnu jafnrétti Árni Sæberg skrifar 24. október 2023 16:12 Katrín Jakobsdóttir á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm „Ef einhver þjóð ætti að geta náð markmiðinu um fullt jafnrétti, þá erum það við,“ segir forsætisráðherra, sem lagði niður störf í dag en er þó alltaf á vaktinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur í dag í tilefni verkfalls kvenna og kvára í dag. „Ég lagði niður mín formlegu störf, þó að maður sé svo sem alltaf á vaktinni, eðlilega. Ég geri það til að sýna samstöðu og það er alveg magnað að sjá samstöðuna hér niðri í miðbæ Reykjavíkur, allan þennan fjölda fólks sem er mættur til að gera þessa eðlilegu kröfu um fullt jafnrétti, sem er svo löngu tímabær,“ sagði Katrín þegar fréttamaður okkar náði tali af henni í dag. Óþolandi staða Tugir þúsunda lögðu leið sína á baráttufund í miðbænum og lögreglan hefur aldrei séð annan eins fjölda samankominn þar. „Það segir okkur að okkur finnst þetta óþolandi staða. Við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun, vissulega hefur hann dregist saman, en það segir okkur að það er hægt að loka honum. Síðan er það þessi mikilvæga krafa um að uppræta kynbundið ofbeldi, sem er auðvitað risastórt jafnréttismál,“ segir Katrín. Dagur sem þessi auki öllum kraft Katrín segir að auðvitað vinni stjórnmálamenn að auknu jafnrétti á hverjum degi og að hún hafi verið á kafi í málaflokknum undanfarin ár. „En þessi dagur, þetta eykur okkur öllum kraft og segir okkur hvað það er mikil samstaða í samfélaginu um, eins og ég segi, þessa eðlilegu kröfu.“ Jafnréttismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvennaverkfall Tengdar fréttir Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12 Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur í dag í tilefni verkfalls kvenna og kvára í dag. „Ég lagði niður mín formlegu störf, þó að maður sé svo sem alltaf á vaktinni, eðlilega. Ég geri það til að sýna samstöðu og það er alveg magnað að sjá samstöðuna hér niðri í miðbæ Reykjavíkur, allan þennan fjölda fólks sem er mættur til að gera þessa eðlilegu kröfu um fullt jafnrétti, sem er svo löngu tímabær,“ sagði Katrín þegar fréttamaður okkar náði tali af henni í dag. Óþolandi staða Tugir þúsunda lögðu leið sína á baráttufund í miðbænum og lögreglan hefur aldrei séð annan eins fjölda samankominn þar. „Það segir okkur að okkur finnst þetta óþolandi staða. Við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun, vissulega hefur hann dregist saman, en það segir okkur að það er hægt að loka honum. Síðan er það þessi mikilvæga krafa um að uppræta kynbundið ofbeldi, sem er auðvitað risastórt jafnréttismál,“ segir Katrín. Dagur sem þessi auki öllum kraft Katrín segir að auðvitað vinni stjórnmálamenn að auknu jafnrétti á hverjum degi og að hún hafi verið á kafi í málaflokknum undanfarin ár. „En þessi dagur, þetta eykur okkur öllum kraft og segir okkur hvað það er mikil samstaða í samfélaginu um, eins og ég segi, þessa eðlilegu kröfu.“
Jafnréttismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvennaverkfall Tengdar fréttir Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12 Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12
Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02