Lóðaskorturinn, til varnar sveitarfélögum Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. október 2023 07:31 Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. En þetta ekki svona einfalt. Það er dýrt að skipuleggja og þróa ný hverfi. Það þarf að fjárfesta í innviðum, skólum, leikskólum, gatnakerfi og veitukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög verða að taka þetta að láni. Í Hafnarfirði, þar sem ég þekki ágætlega til, erum við enn að súpa seyðið af því að hafa skipulagt nýtt hverfi á óheppilegum tíma, við lok góðærisins. Við Hrunið fraus byggingamarkaðurinn og við sátum uppi með stökkbreytt lán sem við gátum illa borgað af og lóðir sem ekki seldust. Það sama virðist mér hafa gerst í Árborg. Þar ákvað sveitarfélagið að hlýða kallinu um að sveitarfélögin færu í stórfellda uppbyggingu til að koma til móts við hina miklu og hröðu eftirspurn sem þá var, í kjölfar Covid 19. Á skömmum tíma breyttist efnahagsumhverfi landsins sem leiddi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hvarf á örskotsstundu. Eftir situr sveitarfélag í fjárhagslegri öndunarvél. Þessi tvö dæmi benda til þess að uppbygging stórra nýrra hverfi getur verið mikil áhættufjárfesting og því óheppilegt að sveitarfélög þurfi að taka þá áhættu án aðstoðar. Sveitarfélög hafa ekki efni á því að sitja á fullbúnum lóðum og innviðum í langan tíma. Best er að byggja upp jafnt og rólega án tillits til þess hvernig árar í samfélaginu. Það minnkar fjárhagslega áhættu sveitarfélaga og ætti að skapa grundvöll fyrir meiri verðstöðugleika á fasteignamarkaði. Þannig er þetta ekki því raunveruleikinn er dyntótt efnahagslíf sem annað hvort frystir markaðinn eða þenur upp að suðumarki. Það þarf töluverða heppni að ná að byggja og selja á milli frosts og funa. Hver er lausnin? Ef við viljum hafa hér jafna uppbyggingu húsnæðismarkaðar þá verða ríki, sveitarfélög og fjármálakerfið að taka höndum saman og skapa hér umgjörð um nægt lóðaframboð, örugga fjármögnun og regluverk sem stuðlar að styttri byggingartíma og þar með minni fjármagnskostnaði. En það má einnig spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þetta hafi ekki verið gert. Ein ástæðan gæti verið sú að eftir töluverðu sé að slægjast því bólumyndun á fasteignamarkaði hefur gert marga ríka með tiltölulega auðveldum hætti. Það er ekki vænlegt til árangurs að leggja alla ábyrgð á þann aðila sem hefur minnstu fjárhagslegu burðina til að standa undir áhættunni. Þessari áhættu þarf að dreifa, annars náum við aldrei jafnvægi á þessum markaði. Almennt efnahagsástand, þungt regluverk og hátt vaxtastig hafa mest áhrif á þennan markað. Viðbrögðin hafa verið þau að hver bendir á annan. Þau viðbrögð skila nákvæmlega engu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Húsnæðismál Fasteignamarkaður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. En þetta ekki svona einfalt. Það er dýrt að skipuleggja og þróa ný hverfi. Það þarf að fjárfesta í innviðum, skólum, leikskólum, gatnakerfi og veitukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög verða að taka þetta að láni. Í Hafnarfirði, þar sem ég þekki ágætlega til, erum við enn að súpa seyðið af því að hafa skipulagt nýtt hverfi á óheppilegum tíma, við lok góðærisins. Við Hrunið fraus byggingamarkaðurinn og við sátum uppi með stökkbreytt lán sem við gátum illa borgað af og lóðir sem ekki seldust. Það sama virðist mér hafa gerst í Árborg. Þar ákvað sveitarfélagið að hlýða kallinu um að sveitarfélögin færu í stórfellda uppbyggingu til að koma til móts við hina miklu og hröðu eftirspurn sem þá var, í kjölfar Covid 19. Á skömmum tíma breyttist efnahagsumhverfi landsins sem leiddi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hvarf á örskotsstundu. Eftir situr sveitarfélag í fjárhagslegri öndunarvél. Þessi tvö dæmi benda til þess að uppbygging stórra nýrra hverfi getur verið mikil áhættufjárfesting og því óheppilegt að sveitarfélög þurfi að taka þá áhættu án aðstoðar. Sveitarfélög hafa ekki efni á því að sitja á fullbúnum lóðum og innviðum í langan tíma. Best er að byggja upp jafnt og rólega án tillits til þess hvernig árar í samfélaginu. Það minnkar fjárhagslega áhættu sveitarfélaga og ætti að skapa grundvöll fyrir meiri verðstöðugleika á fasteignamarkaði. Þannig er þetta ekki því raunveruleikinn er dyntótt efnahagslíf sem annað hvort frystir markaðinn eða þenur upp að suðumarki. Það þarf töluverða heppni að ná að byggja og selja á milli frosts og funa. Hver er lausnin? Ef við viljum hafa hér jafna uppbyggingu húsnæðismarkaðar þá verða ríki, sveitarfélög og fjármálakerfið að taka höndum saman og skapa hér umgjörð um nægt lóðaframboð, örugga fjármögnun og regluverk sem stuðlar að styttri byggingartíma og þar með minni fjármagnskostnaði. En það má einnig spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þetta hafi ekki verið gert. Ein ástæðan gæti verið sú að eftir töluverðu sé að slægjast því bólumyndun á fasteignamarkaði hefur gert marga ríka með tiltölulega auðveldum hætti. Það er ekki vænlegt til árangurs að leggja alla ábyrgð á þann aðila sem hefur minnstu fjárhagslegu burðina til að standa undir áhættunni. Þessari áhættu þarf að dreifa, annars náum við aldrei jafnvægi á þessum markaði. Almennt efnahagsástand, þungt regluverk og hátt vaxtastig hafa mest áhrif á þennan markað. Viðbrögðin hafa verið þau að hver bendir á annan. Þau viðbrögð skila nákvæmlega engu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun