Segja brotið á réttindum rúmenskra starfsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 08:40 Rafís segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna undirverktaka á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Rafiðnaðarsamband Íslands segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna hjá verktakafyrirtæki á Suðurlandi með því að afhenda þeim ekki launaseðla. Rúmensku starfsmennirnir hafi þannig ekki vitað hvað þeir höfðu í laun fyrir eða eftir skatta. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Rafís. Segir þar að Hús fagfélaganna og Efling hafi farið í vinnustaðaeftirlit, ásamt fulltrúum frá stéttarfélaginu Bárunni, í mars á þessu ári á byggingarsvæði á Suðurlandi. Var þar rótgróinn íslenskur aðalverktaki með umsjón verksins, sem var bygging aðstöðu fyrir opinberan aðila að því er segir í tilkynningu frá Rafís. Eftirlitsfulltrúarnir hafi á vettvangi hitt rúmenska starfsmenn undirverktaka. Í ljós hafi komið að enginn þeirra hafði aðgang að launaseðli og þeir ekki vitað hvað þeir hefðu í laun, hvorki fyrir né eftir skatta. Grunsemdir hafi þá vaknað hjá eftirlitsaðilum um að brotið væri á réttindum þeirra. „Eftirlitsfulltrúarnir höfðu uppi á aðalverktakanum á svæðinu. Honum var gerð grein fyrir ákvæðum laga um keðjuábyrgð. Aðalverktaka er í þeim gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleiga, sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi. Aðalverktakinn tók málið föstum tökum,“ segir í tilkynningu Rafís. Fengu ekki umsamda launahækkun í nóvember í fyrra Þar á eftir hafi tekið við tímabil þar sem ítrekaðar en árangurslausar tilraunir hafi verið gerðar til að fá afhenta launaseðla og önnur gögn frá undirverktakanum. Aðalverktakinn hafi lagt stéttarfélögum lið með því að halda eftir lokagreiðslu til undirverktakans og segir að hann hafi gert skýlausa kröfu um að fullnægjandi gögnum yrði skilað til stéttarfélaganna. „Þessi aðferð bar þann árangur að nú í september bárust flest þau gögn sem beðið hafði verið eftir mánuðum saman, meðal annars launaseðlar, tímaskráningar og fyrirkomulag vinnunnar. Í ljós kom að starfsmönnunum, sem allir eru iðnaðarmenn án sveinsprófs en eru búsettir á Íslandi, hafði verið greitt undir taxta bæði þegar kom að dagvinnu og yfirvinnu,“ segir í tilkynningunn. Þá hafi verið staðið ranglega að styttingu vinnutíma, desember- og orlofsuppbætur hafi ekki verið greiddar auk þess sme launamennirnir fengu ekki umsamda kauphækkun 1. nóvember 2022. Starfsmönnum hafi sömuleiðis ekki verið greitt fyrir akstur. „Aðalverktakinn hefur gert umræddum undirverktaka ljóst að ekki komi til lokagreiðslu fyrr en sýnt hefur verið fram á að gert hafi verið upp við umrædda starfsmenn. Afstaða hans hefur vegið þungt í málinu, sem fylgt verður eftir af fullri hörku allt til enda.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Rafís. Segir þar að Hús fagfélaganna og Efling hafi farið í vinnustaðaeftirlit, ásamt fulltrúum frá stéttarfélaginu Bárunni, í mars á þessu ári á byggingarsvæði á Suðurlandi. Var þar rótgróinn íslenskur aðalverktaki með umsjón verksins, sem var bygging aðstöðu fyrir opinberan aðila að því er segir í tilkynningu frá Rafís. Eftirlitsfulltrúarnir hafi á vettvangi hitt rúmenska starfsmenn undirverktaka. Í ljós hafi komið að enginn þeirra hafði aðgang að launaseðli og þeir ekki vitað hvað þeir hefðu í laun, hvorki fyrir né eftir skatta. Grunsemdir hafi þá vaknað hjá eftirlitsaðilum um að brotið væri á réttindum þeirra. „Eftirlitsfulltrúarnir höfðu uppi á aðalverktakanum á svæðinu. Honum var gerð grein fyrir ákvæðum laga um keðjuábyrgð. Aðalverktaka er í þeim gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleiga, sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi. Aðalverktakinn tók málið föstum tökum,“ segir í tilkynningu Rafís. Fengu ekki umsamda launahækkun í nóvember í fyrra Þar á eftir hafi tekið við tímabil þar sem ítrekaðar en árangurslausar tilraunir hafi verið gerðar til að fá afhenta launaseðla og önnur gögn frá undirverktakanum. Aðalverktakinn hafi lagt stéttarfélögum lið með því að halda eftir lokagreiðslu til undirverktakans og segir að hann hafi gert skýlausa kröfu um að fullnægjandi gögnum yrði skilað til stéttarfélaganna. „Þessi aðferð bar þann árangur að nú í september bárust flest þau gögn sem beðið hafði verið eftir mánuðum saman, meðal annars launaseðlar, tímaskráningar og fyrirkomulag vinnunnar. Í ljós kom að starfsmönnunum, sem allir eru iðnaðarmenn án sveinsprófs en eru búsettir á Íslandi, hafði verið greitt undir taxta bæði þegar kom að dagvinnu og yfirvinnu,“ segir í tilkynningunn. Þá hafi verið staðið ranglega að styttingu vinnutíma, desember- og orlofsuppbætur hafi ekki verið greiddar auk þess sme launamennirnir fengu ekki umsamda kauphækkun 1. nóvember 2022. Starfsmönnum hafi sömuleiðis ekki verið greitt fyrir akstur. „Aðalverktakinn hefur gert umræddum undirverktaka ljóst að ekki komi til lokagreiðslu fyrr en sýnt hefur verið fram á að gert hafi verið upp við umrædda starfsmenn. Afstaða hans hefur vegið þungt í málinu, sem fylgt verður eftir af fullri hörku allt til enda.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira