Ólöglærður rekur dómsmál, réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 25. október 2023 12:31 Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins. Til skamms tíma gat hinn ólöglærði leitað til dómara til þess að tína til lög sem fjölluðu um málið og gætu legið til grundvallar málstaðar hans. Að hafa það rétt er forsenda mjög margs í réttarfarinu. Mál verður trauðlega unnið án þess. Nú er búið að fella þetta úr lögum. Það þýðir að hinn ólöglærði verður að snúa sér til einhvers lögfróðs aðila sem er vel kunnugur þeim lögum sem málið snýst um og kaupa vinnuna af honum. Eftir stendur lagagrein um að dómari upplýsi hinn ólögfróða um formhlið máls ef honum virðist það nauðsynlegt. Átt er við reglur og venjur í því sem fram fer í dómsmáli í allra víðtækasta skilningi en vitaskuld ekki ráðgjöf í því hvernig best væri að haga því. Reyndar sýnist mér að einhverjir dómarar túlki umrædda lagagrein þannig að þeir þurfi ekkert að gera það nema þeim sjálfum sýnist svo. Væri vafi á því að dómari upplýsti hinn ólöglærða nægilega vel gat það áður verið ástæða til málskots til efra dómstigs. Eftir lagabreytinguna sýnist mér það undirorpið vafa svo ekki sé meira sagt. Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það. Rétt er að benda á að það er leyft í ýmsum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna. Mér hefur borist til eyrna að á alþjóðlegri ráðstefnu dómara einhvers staðar í Evrópu hafi einn fyrirlestravettvangurinn (nokkrir fyrirlestrar af svipuðum toga) snúist um hvernig dómarar þyrftu að haga sér gagnvart ólöglærðum sem flyttu mál sitt sjálfir. Þeir fjórir dómarar sem dæmdu í ýmsum þáttum máls í undirrétti í dómsmáli sem ég lenti í lögðu allir á það áherslu í lok hvers þinghalds að mætti ég ekki í því næsta eða of seint gæti svo farið að málinu yrði vísað frá. Ég túlkaði þetta þannig að þar með væri ég beittur hótunum vegna þess að ég væri ólöglærður. Ég vissi að auðvitað gat það af einhverjum ástæðum komið fyrir lögmenn án þessara eftirmála. Tveir dómarar í héraði sýndu enga aðra tilburði í þá átt að upplýsa mig frekar um eitt eða neitt. Þar með virtust þeir telja að þeir hefðu með þessum hótunum uppfyllt skilyrðið um form. Tveir dómarar sýndu á hinn bóginn tilhneigingu í þá átt. Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis. Mér fannst einn dómari í héraði gera í því að afvegaleiða mig. Hann upplýsti mig til dæmis ekki um takmörkun á ræðutíma. Það fannst mér hann síðan nota til þess að klekkja á mér á þann hátt að hann stöðvaði málflutning minn í svokallaðri aðalmeðferð þegar ég var að fara yfir tímann sem ég hafði fyrirfram talið líklegan og neyddi mig til þess að skera niður hluta af honum. Mér fannst hann þó áður hafa hvatt mig til þess að bæta við hann þeim atriðum sem ég hafði þá nýlokið við að taka fyrir í málflutningnum. Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl. Til dæmis fékk ég fyrst leyfi fyrir skriflegum málflutningi sem síðan var aftur-kallað eftir að ég hafði undirbúið hann. Það er hins vegar efni í aðra grein sem ég vonast til að geta birt fljótlega hér á Vísi. Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera. Það á að heita að leyfilegt sé að flytja mál sitt sjálfur með einni setningu í lögunum. Hvorki eru til neinar leiðbeiningar á mannamáli um það hvernig eigi að standa að rekstri máls né hvað þurfi að varast. Ég veit ekki betur en að almenna reglan hér á landi sé að borgurunum sé heimilt að bjarga sér sjálfir svo framarlega sem þeir halda sig innan reglna þjóðfélagsins, ekki síst öryggisreglna þannig að lágmarkshætta sé á því að þeir skaði sig eða aðra. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að dregið hafi verið úr stuðningi við þá sem flytja mál sitt sjálfir sé áherslan á jafnræði í dómskerfinu. Hvaða jafnræði er átt við og er það raunverulega til staðar? Eins og lesa má um í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, stendur hinn ólöglærði höllum fæti á mörgum sviðum. Reyndar gildir það almenning yfirleitt. Þar grasserar að mínu áliti réttlæti hins sterka. Þá er eftir að spyrja: Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir? Fyrir því geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hætt er við því að minnsta kosti ein þeirra sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara hvað þá þeirra sem hafa háskólapróf í skipulags- og rekstrarfræðum en varðandi rekstur dómsmáls virðist mér þau bæði hundsuð í dómskerfinu og í lagasetningum Alþingis. Um það má til dæmis fræðast nánar í greinum mínum sem þegar hafa verið ritaðar um dómsmál hér á Vísi, merkt Réttlæti hins sterka. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins. Til skamms tíma gat hinn ólöglærði leitað til dómara til þess að tína til lög sem fjölluðu um málið og gætu legið til grundvallar málstaðar hans. Að hafa það rétt er forsenda mjög margs í réttarfarinu. Mál verður trauðlega unnið án þess. Nú er búið að fella þetta úr lögum. Það þýðir að hinn ólöglærði verður að snúa sér til einhvers lögfróðs aðila sem er vel kunnugur þeim lögum sem málið snýst um og kaupa vinnuna af honum. Eftir stendur lagagrein um að dómari upplýsi hinn ólögfróða um formhlið máls ef honum virðist það nauðsynlegt. Átt er við reglur og venjur í því sem fram fer í dómsmáli í allra víðtækasta skilningi en vitaskuld ekki ráðgjöf í því hvernig best væri að haga því. Reyndar sýnist mér að einhverjir dómarar túlki umrædda lagagrein þannig að þeir þurfi ekkert að gera það nema þeim sjálfum sýnist svo. Væri vafi á því að dómari upplýsti hinn ólöglærða nægilega vel gat það áður verið ástæða til málskots til efra dómstigs. Eftir lagabreytinguna sýnist mér það undirorpið vafa svo ekki sé meira sagt. Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það. Rétt er að benda á að það er leyft í ýmsum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna. Mér hefur borist til eyrna að á alþjóðlegri ráðstefnu dómara einhvers staðar í Evrópu hafi einn fyrirlestravettvangurinn (nokkrir fyrirlestrar af svipuðum toga) snúist um hvernig dómarar þyrftu að haga sér gagnvart ólöglærðum sem flyttu mál sitt sjálfir. Þeir fjórir dómarar sem dæmdu í ýmsum þáttum máls í undirrétti í dómsmáli sem ég lenti í lögðu allir á það áherslu í lok hvers þinghalds að mætti ég ekki í því næsta eða of seint gæti svo farið að málinu yrði vísað frá. Ég túlkaði þetta þannig að þar með væri ég beittur hótunum vegna þess að ég væri ólöglærður. Ég vissi að auðvitað gat það af einhverjum ástæðum komið fyrir lögmenn án þessara eftirmála. Tveir dómarar í héraði sýndu enga aðra tilburði í þá átt að upplýsa mig frekar um eitt eða neitt. Þar með virtust þeir telja að þeir hefðu með þessum hótunum uppfyllt skilyrðið um form. Tveir dómarar sýndu á hinn bóginn tilhneigingu í þá átt. Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis. Mér fannst einn dómari í héraði gera í því að afvegaleiða mig. Hann upplýsti mig til dæmis ekki um takmörkun á ræðutíma. Það fannst mér hann síðan nota til þess að klekkja á mér á þann hátt að hann stöðvaði málflutning minn í svokallaðri aðalmeðferð þegar ég var að fara yfir tímann sem ég hafði fyrirfram talið líklegan og neyddi mig til þess að skera niður hluta af honum. Mér fannst hann þó áður hafa hvatt mig til þess að bæta við hann þeim atriðum sem ég hafði þá nýlokið við að taka fyrir í málflutningnum. Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl. Til dæmis fékk ég fyrst leyfi fyrir skriflegum málflutningi sem síðan var aftur-kallað eftir að ég hafði undirbúið hann. Það er hins vegar efni í aðra grein sem ég vonast til að geta birt fljótlega hér á Vísi. Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera. Það á að heita að leyfilegt sé að flytja mál sitt sjálfur með einni setningu í lögunum. Hvorki eru til neinar leiðbeiningar á mannamáli um það hvernig eigi að standa að rekstri máls né hvað þurfi að varast. Ég veit ekki betur en að almenna reglan hér á landi sé að borgurunum sé heimilt að bjarga sér sjálfir svo framarlega sem þeir halda sig innan reglna þjóðfélagsins, ekki síst öryggisreglna þannig að lágmarkshætta sé á því að þeir skaði sig eða aðra. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að dregið hafi verið úr stuðningi við þá sem flytja mál sitt sjálfir sé áherslan á jafnræði í dómskerfinu. Hvaða jafnræði er átt við og er það raunverulega til staðar? Eins og lesa má um í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, stendur hinn ólöglærði höllum fæti á mörgum sviðum. Reyndar gildir það almenning yfirleitt. Þar grasserar að mínu áliti réttlæti hins sterka. Þá er eftir að spyrja: Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir? Fyrir því geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hætt er við því að minnsta kosti ein þeirra sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara hvað þá þeirra sem hafa háskólapróf í skipulags- og rekstrarfræðum en varðandi rekstur dómsmáls virðist mér þau bæði hundsuð í dómskerfinu og í lagasetningum Alþingis. Um það má til dæmis fræðast nánar í greinum mínum sem þegar hafa verið ritaðar um dómsmál hér á Vísi, merkt Réttlæti hins sterka. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun