Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2023 21:53 Guðmundur segir að honum hafi þótt margt við skrif bókarinnar óþægilegt. RÚV Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur var gestur Kiljunnar á RÚV í kvöld til að ræða nýútgefna bók sína Séra Friðrik og drengirnir hans: Saga Æskulýðsleiðtoga. „Ég er að fara á ókunnar lendur, að minnsta kosti miðað við það sem ég hafði verið að sinna áður, og stundum fannst mér þetta mjög óþægilegt. Og ég viðurkenni að á tímabili var þetta svo óþægilegt í mínum huga að ég íhugaði það að leggja verkið frá mér,“ sagði Guðmundur í Kiljunni á RÚV í kvöld. Þar greindi hann frá því að séra Friðrik Friðriksson hafi leitað á ungan dreng og káfað á honum. Hann hafi svo ákveðið að það hefði verið hugleysi að ljúka ekki verkinu og hafi því ákveðið að ljúka því og grandskoða þetta. Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! from Risamyndir ehf on Vimeo. Guðmundur útskýrði svo í þættinum að upphaf þess að hann ákvað að skrifa bókina voru bréf sem hann fann frá Friðriki til Eggerts Claessen og að bréfin hafi borið ásýnd ástarbréfa. Þau voru skrifuð á tímabilinu 1889 til 1895 en Guðmundur skrifaði einnig ævisögu Eggerts. Hann segir að bréfin hafi komið honum á óvart og að hafi kveikt í honum áhuga að skoða málið betur. Hann hafi í kjölfarið fengið aðgang að bréfasafni Friðriks sem var í umsjá KFUM. Hann segir að það hafi komið sér á óvart við lesturinn að bréfin og það hvernig Friðrik skrifaði um drengina sína og drengi almennt hafi ekki vakið upp einhverja umræðu í samfélaginu. „Þetta þjóðfélag sem að Friðrik starfar í. Öll svona mál eru algjört taboo. Það mátti ekki minnast á neitt sem að snýr að svona hlutum.“ Spurður hvort að Friðrik hafi misnotað unga drengi segist Guðmundur vona ekki, en að þó sé frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsir því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Þá kemur fram í viðtalinu að í bókinni séu einnig frásagnir manna sem lýsi því að hafa ekki líkað við atlot Friðriks og hafi þótt þau of mikil. Hægt er að horfa á allt viðtalið hér í spilara RÚV. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Trúmál Félagasamtök Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur var gestur Kiljunnar á RÚV í kvöld til að ræða nýútgefna bók sína Séra Friðrik og drengirnir hans: Saga Æskulýðsleiðtoga. „Ég er að fara á ókunnar lendur, að minnsta kosti miðað við það sem ég hafði verið að sinna áður, og stundum fannst mér þetta mjög óþægilegt. Og ég viðurkenni að á tímabili var þetta svo óþægilegt í mínum huga að ég íhugaði það að leggja verkið frá mér,“ sagði Guðmundur í Kiljunni á RÚV í kvöld. Þar greindi hann frá því að séra Friðrik Friðriksson hafi leitað á ungan dreng og káfað á honum. Hann hafi svo ákveðið að það hefði verið hugleysi að ljúka ekki verkinu og hafi því ákveðið að ljúka því og grandskoða þetta. Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! from Risamyndir ehf on Vimeo. Guðmundur útskýrði svo í þættinum að upphaf þess að hann ákvað að skrifa bókina voru bréf sem hann fann frá Friðriki til Eggerts Claessen og að bréfin hafi borið ásýnd ástarbréfa. Þau voru skrifuð á tímabilinu 1889 til 1895 en Guðmundur skrifaði einnig ævisögu Eggerts. Hann segir að bréfin hafi komið honum á óvart og að hafi kveikt í honum áhuga að skoða málið betur. Hann hafi í kjölfarið fengið aðgang að bréfasafni Friðriks sem var í umsjá KFUM. Hann segir að það hafi komið sér á óvart við lesturinn að bréfin og það hvernig Friðrik skrifaði um drengina sína og drengi almennt hafi ekki vakið upp einhverja umræðu í samfélaginu. „Þetta þjóðfélag sem að Friðrik starfar í. Öll svona mál eru algjört taboo. Það mátti ekki minnast á neitt sem að snýr að svona hlutum.“ Spurður hvort að Friðrik hafi misnotað unga drengi segist Guðmundur vona ekki, en að þó sé frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsir því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Þá kemur fram í viðtalinu að í bókinni séu einnig frásagnir manna sem lýsi því að hafa ekki líkað við atlot Friðriks og hafi þótt þau of mikil. Hægt er að horfa á allt viðtalið hér í spilara RÚV.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Trúmál Félagasamtök Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira