Talinn hafa elt fólk á tíu kílómetra leið og reynt að þvinga það af veginum Jón Þór Stefánsson skrifar 27. október 2023 08:01 Myndin er úr safni og sýnir annan landshluta en þann sem meint brot áttu sér stað. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli manns sem er ákærður fyrir að hafa veitt fólki eftirför og reynt að þvinga bíl þess af vegi, fer fram í næstu viku. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað í Kjós á júníkvöldi árið 2021. Maðurinn er ákærður í þremur liðum. Fyrst fyrir eftirförina og tilraun sína til að þvinga fólkið af veginum. Síðan fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, sem vildi að hann stöðvaði bifreið sína. Og í þriðja lagi fyrir vopnalagabrot, en í bíl hans fannst hnífur. Stofnaði lífi fólksins í hættu Í ákærunni er fyrsti ákæruliðurinn sá umfangsmesti. Manninum er gefið að sök að hafa á Toyota Corolla-bíl hafið eftirför sína á eftir bíl, en farþegar hans voru tveir, um ótilgreindan veg í Kjósinni. Eftirförin hafi verið um tíu kílómetra vegarkafla, meðal annars um gamla hringveginn í Hvalfirði. Akstri mannsins, sem ekki hafði gild ökuréttindi, er lýst sem vítaverðum og ógnandi. Hann hafi til að mynda gert tilraun til að þvinga bíl fólksins af veginum. Með því er hann sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska. Fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu Annar ákæruliðurinn varðar síðan eftirför lögreglu á eftir manninum um Hvalfjarðarveg og Eyrarfjallsveg. Hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bíl sinn, en honum hafi verið gefin merki um það með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglu. Að endingu stöðvaði maðurinn bifreið sína á ótilgreindum afleggjara og þar hafði lögregla afskipti af manninum. Líkt og áður segir fannst hnífur í bíl mannsins, en fram kemur að blað hnífsins hafi verið átján sentímetra langt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar, sviptur ökuréttindum, og greiði allan sakarkostnað málsins. Einstaklingarnir bílnum krefjast hvor um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Kjósarhreppur Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað í Kjós á júníkvöldi árið 2021. Maðurinn er ákærður í þremur liðum. Fyrst fyrir eftirförina og tilraun sína til að þvinga fólkið af veginum. Síðan fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, sem vildi að hann stöðvaði bifreið sína. Og í þriðja lagi fyrir vopnalagabrot, en í bíl hans fannst hnífur. Stofnaði lífi fólksins í hættu Í ákærunni er fyrsti ákæruliðurinn sá umfangsmesti. Manninum er gefið að sök að hafa á Toyota Corolla-bíl hafið eftirför sína á eftir bíl, en farþegar hans voru tveir, um ótilgreindan veg í Kjósinni. Eftirförin hafi verið um tíu kílómetra vegarkafla, meðal annars um gamla hringveginn í Hvalfirði. Akstri mannsins, sem ekki hafði gild ökuréttindi, er lýst sem vítaverðum og ógnandi. Hann hafi til að mynda gert tilraun til að þvinga bíl fólksins af veginum. Með því er hann sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska. Fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu Annar ákæruliðurinn varðar síðan eftirför lögreglu á eftir manninum um Hvalfjarðarveg og Eyrarfjallsveg. Hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bíl sinn, en honum hafi verið gefin merki um það með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglu. Að endingu stöðvaði maðurinn bifreið sína á ótilgreindum afleggjara og þar hafði lögregla afskipti af manninum. Líkt og áður segir fannst hnífur í bíl mannsins, en fram kemur að blað hnífsins hafi verið átján sentímetra langt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar, sviptur ökuréttindum, og greiði allan sakarkostnað málsins. Einstaklingarnir bílnum krefjast hvor um sig þriggja milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Kjósarhreppur Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira