Boðar aðgerðir í baráttu við mansal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2023 13:01 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fagnar nýrri skýrslu um mansal. Þar eru stjórnvöld hvött til frekari aðgerða. Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skorta fjármagn til málaflokksins. Vísir Ísland stendur sig illa í baráttunni gegn vinnumansali samkvæmt eftirlitsnefnd Evrópuráðsins sem hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri í málaflokknum. Þá er bent á ýmsa vankanta í baráttunni gegn mansali barna. Dómsmálaráðherra boðar nýja aðgerðaráætlun í málaflokknum. Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (GRETA) lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum árangri Íslands í baráttu gegn vinnumansali. Nefndin brýnir íslensk yfirvöld til að hvetja þá sem koma að mansali að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals. Þetta kemur fram í þriðju úttektarskýrslu hópsins um Ísland. Að mati GRETA skortir enn formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa og eru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á formlegu tilvísunarkerfi í málaflokknum fyrir allt landið. Þá dregur skýrslan fram vankanta í baráttu gegn mansali barna. Skorað er á íslensk stjórnvöld að grípa til aðgerða. Þá eru ráðamenn hvattir til að samþykkja sérstakt lagaákvæði um refsileysi þolenda mansals sem hafa verið þvingaðir út í brotastarfsemi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hyggst hrinda af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi áætlun. „Það eru athugasemdir í skýrslunni og ég fagna þeim því þær eru áminning um að gera betur. Ég hef fullan hug á því að koma upp aðgerðum til að bregðast við þeim athugasemdum sem þarna eru. Ég vil líka taka fram að ég hef í hyggju að fá fleiri ráðuneyti að þessari vinnu vegna þess að þetta er málaflokkur sem getur ekki verið einkamál eins ráðuneytis,“ segir Guðrún. „Guðrún segist hafa heimsótt lögregluembættið á Suðurlandi í vikunni og það hafi komið henni ánægjulega á óvart að þar var teymi sem var að leið í eftirlitsferð með mansali. „Ég mætti lögreglumönnum á Lögreglustöðinni á Selfossi sem voru á leið í slíkt eftirlit með vinnueftirliti og launþegaeftirliti á Suðurlandi. Það var áður en skýrslan kom út og ég var mjög ánægð með að sjá að það er verið að vinna í þessum málum,“ segir Guðrún. Umfangið umtalsvert meira Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skýrsluna sýna að nauðsynlegt sé að auka framlög til málaflokksins. „Það hefur skort fé inn í málaflokkinn og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum og tryggja fræðslu fyrir alla þá sem koma að svona málum,“ segir Margrét. Hún segir telur að aðeins lítið brot mansalsmála komi upp á yfirborðið. „Umfangið er í mínum huga talsvert meira en það sem ratar upp á yfirborðið,“ segir Margrét. Mansal í Vík Jafnréttismál Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (GRETA) lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum árangri Íslands í baráttu gegn vinnumansali. Nefndin brýnir íslensk yfirvöld til að hvetja þá sem koma að mansali að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals. Þetta kemur fram í þriðju úttektarskýrslu hópsins um Ísland. Að mati GRETA skortir enn formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa og eru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á formlegu tilvísunarkerfi í málaflokknum fyrir allt landið. Þá dregur skýrslan fram vankanta í baráttu gegn mansali barna. Skorað er á íslensk stjórnvöld að grípa til aðgerða. Þá eru ráðamenn hvattir til að samþykkja sérstakt lagaákvæði um refsileysi þolenda mansals sem hafa verið þvingaðir út í brotastarfsemi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hyggst hrinda af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi áætlun. „Það eru athugasemdir í skýrslunni og ég fagna þeim því þær eru áminning um að gera betur. Ég hef fullan hug á því að koma upp aðgerðum til að bregðast við þeim athugasemdum sem þarna eru. Ég vil líka taka fram að ég hef í hyggju að fá fleiri ráðuneyti að þessari vinnu vegna þess að þetta er málaflokkur sem getur ekki verið einkamál eins ráðuneytis,“ segir Guðrún. „Guðrún segist hafa heimsótt lögregluembættið á Suðurlandi í vikunni og það hafi komið henni ánægjulega á óvart að þar var teymi sem var að leið í eftirlitsferð með mansali. „Ég mætti lögreglumönnum á Lögreglustöðinni á Selfossi sem voru á leið í slíkt eftirlit með vinnueftirliti og launþegaeftirliti á Suðurlandi. Það var áður en skýrslan kom út og ég var mjög ánægð með að sjá að það er verið að vinna í þessum málum,“ segir Guðrún. Umfangið umtalsvert meira Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skýrsluna sýna að nauðsynlegt sé að auka framlög til málaflokksins. „Það hefur skort fé inn í málaflokkinn og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum og tryggja fræðslu fyrir alla þá sem koma að svona málum,“ segir Margrét. Hún segir telur að aðeins lítið brot mansalsmála komi upp á yfirborðið. „Umfangið er í mínum huga talsvert meira en það sem ratar upp á yfirborðið,“ segir Margrét.
Mansal í Vík Jafnréttismál Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02