Boðar aðgerðir í baráttu við mansal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2023 13:01 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fagnar nýrri skýrslu um mansal. Þar eru stjórnvöld hvött til frekari aðgerða. Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skorta fjármagn til málaflokksins. Vísir Ísland stendur sig illa í baráttunni gegn vinnumansali samkvæmt eftirlitsnefnd Evrópuráðsins sem hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri í málaflokknum. Þá er bent á ýmsa vankanta í baráttunni gegn mansali barna. Dómsmálaráðherra boðar nýja aðgerðaráætlun í málaflokknum. Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (GRETA) lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum árangri Íslands í baráttu gegn vinnumansali. Nefndin brýnir íslensk yfirvöld til að hvetja þá sem koma að mansali að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals. Þetta kemur fram í þriðju úttektarskýrslu hópsins um Ísland. Að mati GRETA skortir enn formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa og eru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á formlegu tilvísunarkerfi í málaflokknum fyrir allt landið. Þá dregur skýrslan fram vankanta í baráttu gegn mansali barna. Skorað er á íslensk stjórnvöld að grípa til aðgerða. Þá eru ráðamenn hvattir til að samþykkja sérstakt lagaákvæði um refsileysi þolenda mansals sem hafa verið þvingaðir út í brotastarfsemi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hyggst hrinda af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi áætlun. „Það eru athugasemdir í skýrslunni og ég fagna þeim því þær eru áminning um að gera betur. Ég hef fullan hug á því að koma upp aðgerðum til að bregðast við þeim athugasemdum sem þarna eru. Ég vil líka taka fram að ég hef í hyggju að fá fleiri ráðuneyti að þessari vinnu vegna þess að þetta er málaflokkur sem getur ekki verið einkamál eins ráðuneytis,“ segir Guðrún. „Guðrún segist hafa heimsótt lögregluembættið á Suðurlandi í vikunni og það hafi komið henni ánægjulega á óvart að þar var teymi sem var að leið í eftirlitsferð með mansali. „Ég mætti lögreglumönnum á Lögreglustöðinni á Selfossi sem voru á leið í slíkt eftirlit með vinnueftirliti og launþegaeftirliti á Suðurlandi. Það var áður en skýrslan kom út og ég var mjög ánægð með að sjá að það er verið að vinna í þessum málum,“ segir Guðrún. Umfangið umtalsvert meira Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skýrsluna sýna að nauðsynlegt sé að auka framlög til málaflokksins. „Það hefur skort fé inn í málaflokkinn og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum og tryggja fræðslu fyrir alla þá sem koma að svona málum,“ segir Margrét. Hún segir telur að aðeins lítið brot mansalsmála komi upp á yfirborðið. „Umfangið er í mínum huga talsvert meira en það sem ratar upp á yfirborðið,“ segir Margrét. Mansal í Vík Jafnréttismál Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (GRETA) lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum árangri Íslands í baráttu gegn vinnumansali. Nefndin brýnir íslensk yfirvöld til að hvetja þá sem koma að mansali að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals. Þetta kemur fram í þriðju úttektarskýrslu hópsins um Ísland. Að mati GRETA skortir enn formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa og eru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á formlegu tilvísunarkerfi í málaflokknum fyrir allt landið. Þá dregur skýrslan fram vankanta í baráttu gegn mansali barna. Skorað er á íslensk stjórnvöld að grípa til aðgerða. Þá eru ráðamenn hvattir til að samþykkja sérstakt lagaákvæði um refsileysi þolenda mansals sem hafa verið þvingaðir út í brotastarfsemi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hyggst hrinda af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi áætlun. „Það eru athugasemdir í skýrslunni og ég fagna þeim því þær eru áminning um að gera betur. Ég hef fullan hug á því að koma upp aðgerðum til að bregðast við þeim athugasemdum sem þarna eru. Ég vil líka taka fram að ég hef í hyggju að fá fleiri ráðuneyti að þessari vinnu vegna þess að þetta er málaflokkur sem getur ekki verið einkamál eins ráðuneytis,“ segir Guðrún. „Guðrún segist hafa heimsótt lögregluembættið á Suðurlandi í vikunni og það hafi komið henni ánægjulega á óvart að þar var teymi sem var að leið í eftirlitsferð með mansali. „Ég mætti lögreglumönnum á Lögreglustöðinni á Selfossi sem voru á leið í slíkt eftirlit með vinnueftirliti og launþegaeftirliti á Suðurlandi. Það var áður en skýrslan kom út og ég var mjög ánægð með að sjá að það er verið að vinna í þessum málum,“ segir Guðrún. Umfangið umtalsvert meira Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skýrsluna sýna að nauðsynlegt sé að auka framlög til málaflokksins. „Það hefur skort fé inn í málaflokkinn og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum og tryggja fræðslu fyrir alla þá sem koma að svona málum,“ segir Margrét. Hún segir telur að aðeins lítið brot mansalsmála komi upp á yfirborðið. „Umfangið er í mínum huga talsvert meira en það sem ratar upp á yfirborðið,“ segir Margrét.
Mansal í Vík Jafnréttismál Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02