Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 13:18 Stórskotalið og skotfæri fyrir það, skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu. EPA/OLEG PETRASYUK Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. Forsvarsmenn sambandsins hétu því fyrr á árinu að senda Úkraínumönnum milljón sprengikúlur fyrir stórskotalið fyrir mars. Tímabilið sem um var rætt er nú meira en hálfnað en einungis tæplega þriðjungur af sprengikúlunum hafa verið afhentar. Frá 1. maí hafa ríki innan Evrópusambandsins afhent um 223 þúsund sprengikúlur og sprengjur í sprengjuvörpur til Úkraínu, auk um 2.300 eldflauga af ýmsum gerðum, samkvæmt frétt Bloomberg. Áætlunin snerist um að auk framleiðslu sprengikúla og um að senda Úkraínumenn skotfæri úr vopnabúrum Evrópuríkja en samkvæmt heimildum Bloomberg hafa ráðamenn nokkurra ríkja beðið um frest til að afhenda skotfærin. Þá hefur miðillinn eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi þrýst á Evrópumenn og sagt þeim að girða sig í brók. Bandaríkjamenn eru að auka framleiðslu á skotfærum töluvert og stefna á að framleiða milljón sprengikúlur á ári, strax á næsta ári. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og þar að auki hafa þeir fengið sprengikúlur og annarskonar skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran. Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu, þar sem báðar fylkingar nota það mikið við bæði vörn og sókn. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af því að ráðamenn í Evrópu væru að gefa í skyn að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um skotfærasendingar til Úkraínu og ætluðu sér ekki að reyna það. Hún segir það til marks um að Evrópa taki varnarmál ekki nægilega alvarlega. Kallas sagði Rússa verða sífellt bíræfnari og að hergagnaframleiðendur þar vinni á þremur vöktum, allan sólarhringinn. Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Íran Hernaður Eistland Tengdar fréttir Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Forsvarsmenn sambandsins hétu því fyrr á árinu að senda Úkraínumönnum milljón sprengikúlur fyrir stórskotalið fyrir mars. Tímabilið sem um var rætt er nú meira en hálfnað en einungis tæplega þriðjungur af sprengikúlunum hafa verið afhentar. Frá 1. maí hafa ríki innan Evrópusambandsins afhent um 223 þúsund sprengikúlur og sprengjur í sprengjuvörpur til Úkraínu, auk um 2.300 eldflauga af ýmsum gerðum, samkvæmt frétt Bloomberg. Áætlunin snerist um að auk framleiðslu sprengikúla og um að senda Úkraínumenn skotfæri úr vopnabúrum Evrópuríkja en samkvæmt heimildum Bloomberg hafa ráðamenn nokkurra ríkja beðið um frest til að afhenda skotfærin. Þá hefur miðillinn eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi þrýst á Evrópumenn og sagt þeim að girða sig í brók. Bandaríkjamenn eru að auka framleiðslu á skotfærum töluvert og stefna á að framleiða milljón sprengikúlur á ári, strax á næsta ári. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og þar að auki hafa þeir fengið sprengikúlur og annarskonar skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran. Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu, þar sem báðar fylkingar nota það mikið við bæði vörn og sókn. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af því að ráðamenn í Evrópu væru að gefa í skyn að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um skotfærasendingar til Úkraínu og ætluðu sér ekki að reyna það. Hún segir það til marks um að Evrópa taki varnarmál ekki nægilega alvarlega. Kallas sagði Rússa verða sífellt bíræfnari og að hergagnaframleiðendur þar vinni á þremur vöktum, allan sólarhringinn.
Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Íran Hernaður Eistland Tengdar fréttir Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30
Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43