Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 13:18 Stórskotalið og skotfæri fyrir það, skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu. EPA/OLEG PETRASYUK Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. Forsvarsmenn sambandsins hétu því fyrr á árinu að senda Úkraínumönnum milljón sprengikúlur fyrir stórskotalið fyrir mars. Tímabilið sem um var rætt er nú meira en hálfnað en einungis tæplega þriðjungur af sprengikúlunum hafa verið afhentar. Frá 1. maí hafa ríki innan Evrópusambandsins afhent um 223 þúsund sprengikúlur og sprengjur í sprengjuvörpur til Úkraínu, auk um 2.300 eldflauga af ýmsum gerðum, samkvæmt frétt Bloomberg. Áætlunin snerist um að auk framleiðslu sprengikúla og um að senda Úkraínumenn skotfæri úr vopnabúrum Evrópuríkja en samkvæmt heimildum Bloomberg hafa ráðamenn nokkurra ríkja beðið um frest til að afhenda skotfærin. Þá hefur miðillinn eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi þrýst á Evrópumenn og sagt þeim að girða sig í brók. Bandaríkjamenn eru að auka framleiðslu á skotfærum töluvert og stefna á að framleiða milljón sprengikúlur á ári, strax á næsta ári. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og þar að auki hafa þeir fengið sprengikúlur og annarskonar skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran. Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu, þar sem báðar fylkingar nota það mikið við bæði vörn og sókn. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af því að ráðamenn í Evrópu væru að gefa í skyn að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um skotfærasendingar til Úkraínu og ætluðu sér ekki að reyna það. Hún segir það til marks um að Evrópa taki varnarmál ekki nægilega alvarlega. Kallas sagði Rússa verða sífellt bíræfnari og að hergagnaframleiðendur þar vinni á þremur vöktum, allan sólarhringinn. Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Íran Hernaður Eistland Tengdar fréttir Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Forsvarsmenn sambandsins hétu því fyrr á árinu að senda Úkraínumönnum milljón sprengikúlur fyrir stórskotalið fyrir mars. Tímabilið sem um var rætt er nú meira en hálfnað en einungis tæplega þriðjungur af sprengikúlunum hafa verið afhentar. Frá 1. maí hafa ríki innan Evrópusambandsins afhent um 223 þúsund sprengikúlur og sprengjur í sprengjuvörpur til Úkraínu, auk um 2.300 eldflauga af ýmsum gerðum, samkvæmt frétt Bloomberg. Áætlunin snerist um að auk framleiðslu sprengikúla og um að senda Úkraínumenn skotfæri úr vopnabúrum Evrópuríkja en samkvæmt heimildum Bloomberg hafa ráðamenn nokkurra ríkja beðið um frest til að afhenda skotfærin. Þá hefur miðillinn eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi þrýst á Evrópumenn og sagt þeim að girða sig í brók. Bandaríkjamenn eru að auka framleiðslu á skotfærum töluvert og stefna á að framleiða milljón sprengikúlur á ári, strax á næsta ári. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og þar að auki hafa þeir fengið sprengikúlur og annarskonar skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran. Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu, þar sem báðar fylkingar nota það mikið við bæði vörn og sókn. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af því að ráðamenn í Evrópu væru að gefa í skyn að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um skotfærasendingar til Úkraínu og ætluðu sér ekki að reyna það. Hún segir það til marks um að Evrópa taki varnarmál ekki nægilega alvarlega. Kallas sagði Rússa verða sífellt bíræfnari og að hergagnaframleiðendur þar vinni á þremur vöktum, allan sólarhringinn.
Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Íran Hernaður Eistland Tengdar fréttir Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30
Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43