Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 23:02 Lögregla hefur leitað Card á landi, í ám og í sjó. Vísir/EPA Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar en mannsins sem skaut 18 til bana í Lewiston í gærkvöldi. Þrettán eru særð. Einn er grunaður, Robert Card. Hann er 40 ára gamall og er sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Samkvæmt því sem kemur fram í erlendum fréttum lá hann á geðdeild í tvær vikur í sumar. Card var í hernum og er þjálfaður í notkun skotvopna. Vísir/EPA Íbúar svæðisins eru enn hvattir til þess að vera heima og læsa að sér. Lögreglan segir Card mjög hættulegan en hann er fyrrverandi hermaður auk þess sem hann starfar við það að leiðbeina við notkun skotvopna. Leitarsvæðið er mjög stórt eða um 1.800 ferkílómetrar. Íbúum í Lewiston, auk Bowdoin og Lisbon, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. SHELTER-IN-PLACE REMAINS IN EFFECT https://t.co/0FoFZCfYHP— Lewiston Government (@LewistonMeGov) October 26, 2023 Card hefur verið leitað á landi og á sjó og ám nærri Lewiston. Á vef AP segir að lögreglan hafi í kvöld safnast saman við heimili ættingja hans í leit að honum. Þá hafa landamæraverðir í Kanada verið varaðir við því að fylgjast með honum en Maine liggur við Kanada. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum. Annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Viðstaddir hafa lýst mikilli ringulreið í keilusalnum þegar skothríðin hófst og að fólk hafi falið sig bakvið bekki og borð og jafnvel inn í keiluvélinni við enda brautarinnar. Yfirvöld í Maine héldu blaðamannafund fyrir stuttu þar sem kom fram að lögregla væri enn við leit. Öldungadeildarþingmaður ríkisins, Susan Collins, sagði þetta „dimman dag“ og að hjörtu þeirra væru full af sorg. Fjallað var um fundinn á vef BBC. „Þessi hrikalega árás, sem hefur rænt lífi í það minnsta 18 Maine búa og sært svo marga er mannskæðasta skotárás sem hefur átt sér stað í Maine, og er verri en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Collins á blaðamannafundinum. Víðtæk leit stendur enn yfir að Card. Vísir/EPA Hún sagði að yfirvöld væru staðráðin í því að finna skotmanninn og láta hann svara til saka. Jared Golden, þingmaður Maine-ríkis, kallaði eftir því á blaðamannafundinum að sjálfvirk vopn yrðu bönnuð og biðlaði til forseta Bandaríkjanna að innleiða slíkt bann. Hann sagði slík vopn hafa verið notuð í þessari skotárás. Golden er þingmaður Demókrata og sagði á blaðamannafundinum að fyrir árásina hefði hann verið á móti slíku banni og að hann ætlaði nú að taka ábyrgð á mistökum sínum þar. Hann lofaði að vinna að því að koma slíku banni á á meðan hann ætti enn sæti á þingi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sjá meira
Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar en mannsins sem skaut 18 til bana í Lewiston í gærkvöldi. Þrettán eru særð. Einn er grunaður, Robert Card. Hann er 40 ára gamall og er sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Samkvæmt því sem kemur fram í erlendum fréttum lá hann á geðdeild í tvær vikur í sumar. Card var í hernum og er þjálfaður í notkun skotvopna. Vísir/EPA Íbúar svæðisins eru enn hvattir til þess að vera heima og læsa að sér. Lögreglan segir Card mjög hættulegan en hann er fyrrverandi hermaður auk þess sem hann starfar við það að leiðbeina við notkun skotvopna. Leitarsvæðið er mjög stórt eða um 1.800 ferkílómetrar. Íbúum í Lewiston, auk Bowdoin og Lisbon, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. SHELTER-IN-PLACE REMAINS IN EFFECT https://t.co/0FoFZCfYHP— Lewiston Government (@LewistonMeGov) October 26, 2023 Card hefur verið leitað á landi og á sjó og ám nærri Lewiston. Á vef AP segir að lögreglan hafi í kvöld safnast saman við heimili ættingja hans í leit að honum. Þá hafa landamæraverðir í Kanada verið varaðir við því að fylgjast með honum en Maine liggur við Kanada. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum. Annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Viðstaddir hafa lýst mikilli ringulreið í keilusalnum þegar skothríðin hófst og að fólk hafi falið sig bakvið bekki og borð og jafnvel inn í keiluvélinni við enda brautarinnar. Yfirvöld í Maine héldu blaðamannafund fyrir stuttu þar sem kom fram að lögregla væri enn við leit. Öldungadeildarþingmaður ríkisins, Susan Collins, sagði þetta „dimman dag“ og að hjörtu þeirra væru full af sorg. Fjallað var um fundinn á vef BBC. „Þessi hrikalega árás, sem hefur rænt lífi í það minnsta 18 Maine búa og sært svo marga er mannskæðasta skotárás sem hefur átt sér stað í Maine, og er verri en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Collins á blaðamannafundinum. Víðtæk leit stendur enn yfir að Card. Vísir/EPA Hún sagði að yfirvöld væru staðráðin í því að finna skotmanninn og láta hann svara til saka. Jared Golden, þingmaður Maine-ríkis, kallaði eftir því á blaðamannafundinum að sjálfvirk vopn yrðu bönnuð og biðlaði til forseta Bandaríkjanna að innleiða slíkt bann. Hann sagði slík vopn hafa verið notuð í þessari skotárás. Golden er þingmaður Demókrata og sagði á blaðamannafundinum að fyrir árásina hefði hann verið á móti slíku banni og að hann ætlaði nú að taka ábyrgð á mistökum sínum þar. Hann lofaði að vinna að því að koma slíku banni á á meðan hann ætti enn sæti á þingi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sjá meira
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31