Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 35-27 | Aron með sýningu í Kaplakrika Þorsteinn Hjálmsson skrifar 27. október 2023 21:15 Aron var magnaður í kvöld. Vísir/Anton Brink Í kvöld fór fram stórleikur í Olís-deild karla þar sem Íslandsmeistararnir í ÍBV mættu heimamönnum í FH í Kaplakrika í 8. umferð deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en öflugur upphafskafli heimamanna í síðari hálfleik gerði út um leikinn og enduðu FH-ingar á að sigra, 35-27. Heimamenn í FH hófu leikinn ögn betur og komust í 3-1 eftir um fjögurra mínútna leik. Eyjamenn komust fljótlega þó í forystuna og höfðu yfirhöndina í leiknum. Það var hart barist.Vísir/Anton Brink Um miðbik fyrri hálfleiksins máttu heimamenn þakka Daníel Frey Andréssyni, markverði FH, að ekki munaði meira en tveimur til þremur mörkum á liðunum. FH-ingar töpuðu boltanum í gríð og erg á þessum tímapunkti og Eyjamenn óðu í dauðafærum en Daníel Freyr læsti markinu. Staðan 7-9 eftir 20 mínútna leik ÍBV í vil. Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir á þessum tímapunkti og var því aðeins látinn spila í uppstilltum sóknarleik liðsins. Borgaði það sig á lokakafla fyrri hálfleiksins þar sem hann skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum FH-inga og tryggði það að jafnt væri í hálfleik, 14-14. Einar Bragi Aðalsteinsson hress.Vísir/Anton Brink Leikmenn FH mættu í síðari hálfleik af fítonskrafti og skoruðu fyrstu fimm mörk síðari hálfleiksins. Áttu Eyjamenn í stökustu vandræðum með að komast í gegnum vörn heimamanna sem endaði með töpuðum boltum sem FH-ingar nýttu sér. ÍBV átti ekki möguleika á að snúa leiknum aftur sér í vil þar sem Aron Pálmarsson lék á als oddi í síðari hálfleik ásamt Einari Erni Sindrasyni sem kom sterkur inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa spilað lítið í þeim fyrri. Daniel Esteves Vieira stöðvaður.Vísir/Anton Brink Leikurinn fjaraði út síðasta korterið þar sem öllum var ljóst í hvað stemmdi. Lokatölur eins og áður segir 35-27. Af hverju vann FH? Kröftugur lokakafli í fyrri hálfleik sem tryggði það að FH fór með jafna stöðu inn í hálfleikinn lagði grunnin að upphafinu að þeim seinni þar sem síðari hálfleikurinn hófst á 5-0 kafla. Heimamenn litu aldrei um öxl eftir það og Eyjamenn áttu í rauninni ekki séns eftir það. FH-ingar fagna sigrinum.Vísir/Anton Brink Hverjir stóðu upp úr? Aron Pálmarsson er þar fyrstur á blað fyrir stórkostlegan sóknarleik, 9 mörk og 4 stoðsendingar. Varnarlega voru FH-ingar geysisterkir í síðari hálfleik og stóð Einar Bragi Aðalsteinsson þar upp úr. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var svo traustur milli stanganna sérstaklega þegar FH-ingar voru í vandræðum um miðbik fyrri hálfleiksins. Sigtryggur Daði Rúnarsson stóð upp úr í heldur flötu liði ÍBV. Sigtryggur Daði endaði með 7 mörk og tvær stoðsendingar. Sigtryggur Daði Rúnarsson var öflugur í liði ÍBV.Vísir/Anton Brink Hvað gekk illa? Fyrst mætti nefna nýtingu ÍBV um miðbik fyrri hálfleiksins þar sem liðið fékk nokkur hraðaupphlaup auk annarra dauðafæra sem fóru forgörðum. Á þeim tímapunkti var FH í miklum vandræðum sóknarlega og Eyjamenn því getað komið sér í þægilega forystu, sem gerðist þó ekki. Uppstilltur sóknarleikur ÍBV í upphafi síðari hálfleiks var einnig dapur. Lélegar línusendingar sem sterk FH-vörnin átti í engum vandræðum með að stela sem skilaði sér í auðveldum mörkum á hinum enda vallarins. Jakob Martin Ásgeirsson fellur en heldur fast í boltann.Vísir/Anton Brink Hvað gerist næst? ÍBV fær Selfyssinga í heimsókn í næstu umferð Olís-deildarinnar laugardaginn 11. nóvember. Umferðin hefst þó á Hafnarfjarðarslag þann 9. nóvember þar sem FH-ingar mæta Haukum að Ásvöllum. Fyrst er þó komið að landsleikjahléi þar sem Ísland mun leika tvo æfingarleiki gegn Færeyjum í Laugardalshöll dagana 3. og 4. nóvember. Leikirnir eru jafnframt fyrstu landsleikir nýs landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar. Elmar Erlingsson: Skemmdi leikinn fyrir okkur Elmar í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Elmar Erlingsson, leikstjórnandi ÍBV, fannst sínu liði ganga vel í fyrri hálfleik en svo seig á ógæfuhliðina. „Það gekk eiginlega bara allt upp í fyrri, línusendingar og skot, nýttum samt ekkert færin en komumst í þau. Svo bara í seinni hálfleik þá var bara hrun hjá okkur fyrstu fimm mínúturnar sem tapaði leiknum fyrir okkur,“ sagði Elmar niðurlútur. „Við reynum bara allt of margar línusendingar, töpuðum fimm boltum í röð í byrjun seinni. Það voru lausnir á þessu sem við gátum fundið en það bara gekk ekki upp. Fengum fimm hraðaupphlaup á okkur strax, bara hrun í byrjun seinni sem skemmdi leikinn fyrir okkur.“ Elmari fannst sínir menn reyna sitt besta eftir erfiðan upphafskafla í síðari hálfleik en það dugði bara ekki til. „Mér fannst við alveg vera að reyna en þetta var bara þannig leikur hjá okkur í seinni hálfleik að það gekk voðalega lítið upp. Vörn, sókn ekkert gekk upp,“ sagði Elmar að lokum. Handbolti Olís-deild karla FH ÍBV
Í kvöld fór fram stórleikur í Olís-deild karla þar sem Íslandsmeistararnir í ÍBV mættu heimamönnum í FH í Kaplakrika í 8. umferð deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en öflugur upphafskafli heimamanna í síðari hálfleik gerði út um leikinn og enduðu FH-ingar á að sigra, 35-27. Heimamenn í FH hófu leikinn ögn betur og komust í 3-1 eftir um fjögurra mínútna leik. Eyjamenn komust fljótlega þó í forystuna og höfðu yfirhöndina í leiknum. Það var hart barist.Vísir/Anton Brink Um miðbik fyrri hálfleiksins máttu heimamenn þakka Daníel Frey Andréssyni, markverði FH, að ekki munaði meira en tveimur til þremur mörkum á liðunum. FH-ingar töpuðu boltanum í gríð og erg á þessum tímapunkti og Eyjamenn óðu í dauðafærum en Daníel Freyr læsti markinu. Staðan 7-9 eftir 20 mínútna leik ÍBV í vil. Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir á þessum tímapunkti og var því aðeins látinn spila í uppstilltum sóknarleik liðsins. Borgaði það sig á lokakafla fyrri hálfleiksins þar sem hann skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum FH-inga og tryggði það að jafnt væri í hálfleik, 14-14. Einar Bragi Aðalsteinsson hress.Vísir/Anton Brink Leikmenn FH mættu í síðari hálfleik af fítonskrafti og skoruðu fyrstu fimm mörk síðari hálfleiksins. Áttu Eyjamenn í stökustu vandræðum með að komast í gegnum vörn heimamanna sem endaði með töpuðum boltum sem FH-ingar nýttu sér. ÍBV átti ekki möguleika á að snúa leiknum aftur sér í vil þar sem Aron Pálmarsson lék á als oddi í síðari hálfleik ásamt Einari Erni Sindrasyni sem kom sterkur inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa spilað lítið í þeim fyrri. Daniel Esteves Vieira stöðvaður.Vísir/Anton Brink Leikurinn fjaraði út síðasta korterið þar sem öllum var ljóst í hvað stemmdi. Lokatölur eins og áður segir 35-27. Af hverju vann FH? Kröftugur lokakafli í fyrri hálfleik sem tryggði það að FH fór með jafna stöðu inn í hálfleikinn lagði grunnin að upphafinu að þeim seinni þar sem síðari hálfleikurinn hófst á 5-0 kafla. Heimamenn litu aldrei um öxl eftir það og Eyjamenn áttu í rauninni ekki séns eftir það. FH-ingar fagna sigrinum.Vísir/Anton Brink Hverjir stóðu upp úr? Aron Pálmarsson er þar fyrstur á blað fyrir stórkostlegan sóknarleik, 9 mörk og 4 stoðsendingar. Varnarlega voru FH-ingar geysisterkir í síðari hálfleik og stóð Einar Bragi Aðalsteinsson þar upp úr. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var svo traustur milli stanganna sérstaklega þegar FH-ingar voru í vandræðum um miðbik fyrri hálfleiksins. Sigtryggur Daði Rúnarsson stóð upp úr í heldur flötu liði ÍBV. Sigtryggur Daði endaði með 7 mörk og tvær stoðsendingar. Sigtryggur Daði Rúnarsson var öflugur í liði ÍBV.Vísir/Anton Brink Hvað gekk illa? Fyrst mætti nefna nýtingu ÍBV um miðbik fyrri hálfleiksins þar sem liðið fékk nokkur hraðaupphlaup auk annarra dauðafæra sem fóru forgörðum. Á þeim tímapunkti var FH í miklum vandræðum sóknarlega og Eyjamenn því getað komið sér í þægilega forystu, sem gerðist þó ekki. Uppstilltur sóknarleikur ÍBV í upphafi síðari hálfleiks var einnig dapur. Lélegar línusendingar sem sterk FH-vörnin átti í engum vandræðum með að stela sem skilaði sér í auðveldum mörkum á hinum enda vallarins. Jakob Martin Ásgeirsson fellur en heldur fast í boltann.Vísir/Anton Brink Hvað gerist næst? ÍBV fær Selfyssinga í heimsókn í næstu umferð Olís-deildarinnar laugardaginn 11. nóvember. Umferðin hefst þó á Hafnarfjarðarslag þann 9. nóvember þar sem FH-ingar mæta Haukum að Ásvöllum. Fyrst er þó komið að landsleikjahléi þar sem Ísland mun leika tvo æfingarleiki gegn Færeyjum í Laugardalshöll dagana 3. og 4. nóvember. Leikirnir eru jafnframt fyrstu landsleikir nýs landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar. Elmar Erlingsson: Skemmdi leikinn fyrir okkur Elmar í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Elmar Erlingsson, leikstjórnandi ÍBV, fannst sínu liði ganga vel í fyrri hálfleik en svo seig á ógæfuhliðina. „Það gekk eiginlega bara allt upp í fyrri, línusendingar og skot, nýttum samt ekkert færin en komumst í þau. Svo bara í seinni hálfleik þá var bara hrun hjá okkur fyrstu fimm mínúturnar sem tapaði leiknum fyrir okkur,“ sagði Elmar niðurlútur. „Við reynum bara allt of margar línusendingar, töpuðum fimm boltum í röð í byrjun seinni. Það voru lausnir á þessu sem við gátum fundið en það bara gekk ekki upp. Fengum fimm hraðaupphlaup á okkur strax, bara hrun í byrjun seinni sem skemmdi leikinn fyrir okkur.“ Elmari fannst sínir menn reyna sitt besta eftir erfiðan upphafskafla í síðari hálfleik en það dugði bara ekki til. „Mér fannst við alveg vera að reyna en þetta var bara þannig leikur hjá okkur í seinni hálfleik að það gekk voðalega lítið upp. Vörn, sókn ekkert gekk upp,“ sagði Elmar að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti