Líf eða dauði ungra bænda Högni Elfar Gylfason skrifar 27. október 2023 11:01 Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar. Eftir áralangan barning bænda við að ná endum saman undir regluverki stjórnvalda, síminnkandi stuðningi þeirra og í samkeppni stóraukinn innflutning erlendra landbúnaðarvara sem gerður er með vitund og vilja ríkisstjórnarflokkanna er komið að krossgötum. Margir bændur og þá helst sauðfjárbændur hafa árum saman orðið að ná sér í tekjur með aukavinnu utan búa sinna. Á því hefur nú orðið sú breyting að kúabændur hafa bæst í þann hóp því búin bera ekki að greidd séu nein laun, þ.e. ef bankarnir eiga að fá sína okurvexti greidda á réttum tíma. Verst er ástandið hjá þeim sem farið hafa í endurbætur og uppbyggingu, ásamt þeim sem nýlega hafa keypt bújarðir og hafið búskap, vegna gífurlega hás vaxtastigs. Þetta vaxtastig hefur ekkert með rekstur í sveitum að gera, heldur er það að miklu leyti til komið vegna óráðsíu í fjármálum ríkisins sem hefur valdið þenslu í þjóðfélaginu. Ýmsar aðrar ástæður liggja einnig að baki s.s. þensla á húsnæðismarkaði og atvinnumarkaði í þéttbýlinu. Á fundinum kom fram hjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að engir peningar væru til til að gera neitt í málunum vegna yfirvofandi fjöldagjaldþrota hjá ungum bændum. Málið hefði þó verið sett í nefnd sem ætti að skila niðurstöðum eftir einhverjar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort þaðan koma bitastæðar lausnir eða yfirborðskenndar æfingar í nútíma sýndarmennsku og dyggðaflöggun. Á sama tíma og staðan hefur farið hríðversnandi í rekstri bænda hafa stjórnvöld svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja við að reyna að hrinda þeim fram af bjargbrúninni. Það hafa þau gert með síendurteknum ákvörðunum sínum um auknar kröfur á greinina ásamt hækkunum gjalda. Má þar til dæmis nefna þegar til stóð að stórhækka eftirlitsgjöld Matvælastofnunar í boði stjórnvalda, sem var þó slegið af eftir mikið fjaðrafok “að sinni” að sögn matvælaráðherra. Þá stóðu ríkisstjórnarflokkarnir einhuga að því að þrefalda úrvinnslugjald á heyrúlluplast algjörlega án neinna haldbærra raka um nauðsyn þess. Í því máli greiddu aðeins þingmenn Miðflokksins atkvæði gegn hækkuninni. Nú þegar grafalvarlegt ástandið er svo hressilega komið upp á yfirborðið er rétt að benda á að enn vinnur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra einarðlega gegn því að ungir bændur fái “Laun fyrir lífi” eins og þeir eru að fara fram á. Hún hefur nefnilega boðað að 1.nóvember næstkomandi muni hún veita einni grein landbúnaðar tæknilegt rothögg með því að fella niður reglugerð um blóðtöku úr hryssum og taka í staðinn upp reglugerð Evrópusambandsins sem gerð er til verndar dýra sem eru svo óheppin að vera notuð í tilraunum á tilraunastofum, s.s. músum, rottum og apaköttum. Eftir lestur reglugerðanna verður enganvegin séð hvernig rétt geti talist að fella blóðmerahald undir innfluttu reglugerðina. Hinsvegar kemur þar berlega í ljós að útilokað er að stunda þessa grein landbúnaðar undir nýju reglunum. Því kalla ég það tæknilegt rothögg þegar ráðherra bannar ekki beinlínis starfssemina en kemur í veg fyrir að hægt sé að stunda hana. Blóðtaka úr merum hefur verið stunduð lengi og í langflestum tilfellum sem stuðningur við aðalstarfssemi búanna s.s. sauðfjárrækt þannig að bændur þurfi síður að vinna í burtu til að ná endum saman. Blóðtaka úr merum hefur í sumum tilfellum verið forsenda jarðakaupalána ungra bænda þó önnur grein sé aðalstarfssemin því rekstraráætlun þarf að vera raunhæf svo lán fáist. Bráðaaðgerða er þörf og um leið þurfa matvælaráðherra og ríkisstjórn að hætta að vega að bændum með óþarfa hækkunum gjalda og niðurrifsstarfssemi á möguleikum bænda til að afla sér tekna. Nú dugir ekki lengur að ráðherra sendi ungum bændum fingurkoss og fallegt bros. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Högni Elfar Gylfason Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar. Eftir áralangan barning bænda við að ná endum saman undir regluverki stjórnvalda, síminnkandi stuðningi þeirra og í samkeppni stóraukinn innflutning erlendra landbúnaðarvara sem gerður er með vitund og vilja ríkisstjórnarflokkanna er komið að krossgötum. Margir bændur og þá helst sauðfjárbændur hafa árum saman orðið að ná sér í tekjur með aukavinnu utan búa sinna. Á því hefur nú orðið sú breyting að kúabændur hafa bæst í þann hóp því búin bera ekki að greidd séu nein laun, þ.e. ef bankarnir eiga að fá sína okurvexti greidda á réttum tíma. Verst er ástandið hjá þeim sem farið hafa í endurbætur og uppbyggingu, ásamt þeim sem nýlega hafa keypt bújarðir og hafið búskap, vegna gífurlega hás vaxtastigs. Þetta vaxtastig hefur ekkert með rekstur í sveitum að gera, heldur er það að miklu leyti til komið vegna óráðsíu í fjármálum ríkisins sem hefur valdið þenslu í þjóðfélaginu. Ýmsar aðrar ástæður liggja einnig að baki s.s. þensla á húsnæðismarkaði og atvinnumarkaði í þéttbýlinu. Á fundinum kom fram hjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að engir peningar væru til til að gera neitt í málunum vegna yfirvofandi fjöldagjaldþrota hjá ungum bændum. Málið hefði þó verið sett í nefnd sem ætti að skila niðurstöðum eftir einhverjar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort þaðan koma bitastæðar lausnir eða yfirborðskenndar æfingar í nútíma sýndarmennsku og dyggðaflöggun. Á sama tíma og staðan hefur farið hríðversnandi í rekstri bænda hafa stjórnvöld svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja við að reyna að hrinda þeim fram af bjargbrúninni. Það hafa þau gert með síendurteknum ákvörðunum sínum um auknar kröfur á greinina ásamt hækkunum gjalda. Má þar til dæmis nefna þegar til stóð að stórhækka eftirlitsgjöld Matvælastofnunar í boði stjórnvalda, sem var þó slegið af eftir mikið fjaðrafok “að sinni” að sögn matvælaráðherra. Þá stóðu ríkisstjórnarflokkarnir einhuga að því að þrefalda úrvinnslugjald á heyrúlluplast algjörlega án neinna haldbærra raka um nauðsyn þess. Í því máli greiddu aðeins þingmenn Miðflokksins atkvæði gegn hækkuninni. Nú þegar grafalvarlegt ástandið er svo hressilega komið upp á yfirborðið er rétt að benda á að enn vinnur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra einarðlega gegn því að ungir bændur fái “Laun fyrir lífi” eins og þeir eru að fara fram á. Hún hefur nefnilega boðað að 1.nóvember næstkomandi muni hún veita einni grein landbúnaðar tæknilegt rothögg með því að fella niður reglugerð um blóðtöku úr hryssum og taka í staðinn upp reglugerð Evrópusambandsins sem gerð er til verndar dýra sem eru svo óheppin að vera notuð í tilraunum á tilraunastofum, s.s. músum, rottum og apaköttum. Eftir lestur reglugerðanna verður enganvegin séð hvernig rétt geti talist að fella blóðmerahald undir innfluttu reglugerðina. Hinsvegar kemur þar berlega í ljós að útilokað er að stunda þessa grein landbúnaðar undir nýju reglunum. Því kalla ég það tæknilegt rothögg þegar ráðherra bannar ekki beinlínis starfssemina en kemur í veg fyrir að hægt sé að stunda hana. Blóðtaka úr merum hefur verið stunduð lengi og í langflestum tilfellum sem stuðningur við aðalstarfssemi búanna s.s. sauðfjárrækt þannig að bændur þurfi síður að vinna í burtu til að ná endum saman. Blóðtaka úr merum hefur í sumum tilfellum verið forsenda jarðakaupalána ungra bænda þó önnur grein sé aðalstarfssemin því rekstraráætlun þarf að vera raunhæf svo lán fáist. Bráðaaðgerða er þörf og um leið þurfa matvælaráðherra og ríkisstjórn að hætta að vega að bændum með óþarfa hækkunum gjalda og niðurrifsstarfssemi á möguleikum bænda til að afla sér tekna. Nú dugir ekki lengur að ráðherra sendi ungum bændum fingurkoss og fallegt bros. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun