Segir að brottreksturinn frá KSÍ hafi verið pólitískur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2023 16:15 Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska landsliðinu í 31 leik. Sex þeirra unnust, þrettán enduðu með jafntefli og tólf töpuðust. vísir/hulda margrét Arnar Þór Viðarsson segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun hjá KSÍ að segja sér upp sem þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann segir jafnframt að það hafi verið gríðarlega erfitt að stýra landsliðinu meðan hann var við stjórnvölinn hjá því. Arnar ræddi nýverið við Het Laatste Nieuws um brottrekstur sinn og tímann í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Fótbolti.net fjallaði um. Arnar tók við karlalandsliðinu í desember 2020 eftir að hafa náð góðum árangri með U-21 árs landsliðið en var sagt upp í lok mars á þessu ári, eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Norðmaðurinn Åge Hareide var í kjölfarið ráðinn landsliðsþjálfari. Að sögn Arnars var brottreksturinn úr starfi landsliðsþjálfara pólitískur og hefði komið fyrr ef úrslitin hefðu verið verri en raun bar vitni. „Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu KSÍ,“ sagði Arnar sem var þjálfari landsliðsins á meðan nokkrir leikmanna þess voru sakaðir um kynferðisbrot. Arnar segir að hann hafi þurft að svara fyrir þessa krísu og verið gagnrýndur fyrir að tala ekki með meira afgerandi hætti gegn ofbeldi og standa ekki þéttar við bakið á þolendum. „Allt knattspyrnusambandið sagði af sér á einu bretti og eftir stóð ég einn og þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar,“ sagði Arnar og bætti við að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið sá erfiðasti í lífi sínu. Arnar starfar nú sem þjálfari unglingaliðs Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Arnar stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 0-7 sigri á Liechtenstein í mars. Nokkrum dögum áður hafði Ísland tapað fyrir Bosníu, 0-3. Íslenska liðið vann sex af 31 leik undir stjórn Arnars, gerði þrettán jafntefli og tapaði tólf. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjá meira
Arnar ræddi nýverið við Het Laatste Nieuws um brottrekstur sinn og tímann í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Fótbolti.net fjallaði um. Arnar tók við karlalandsliðinu í desember 2020 eftir að hafa náð góðum árangri með U-21 árs landsliðið en var sagt upp í lok mars á þessu ári, eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Norðmaðurinn Åge Hareide var í kjölfarið ráðinn landsliðsþjálfari. Að sögn Arnars var brottreksturinn úr starfi landsliðsþjálfara pólitískur og hefði komið fyrr ef úrslitin hefðu verið verri en raun bar vitni. „Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu KSÍ,“ sagði Arnar sem var þjálfari landsliðsins á meðan nokkrir leikmanna þess voru sakaðir um kynferðisbrot. Arnar segir að hann hafi þurft að svara fyrir þessa krísu og verið gagnrýndur fyrir að tala ekki með meira afgerandi hætti gegn ofbeldi og standa ekki þéttar við bakið á þolendum. „Allt knattspyrnusambandið sagði af sér á einu bretti og eftir stóð ég einn og þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar,“ sagði Arnar og bætti við að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið sá erfiðasti í lífi sínu. Arnar starfar nú sem þjálfari unglingaliðs Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Arnar stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 0-7 sigri á Liechtenstein í mars. Nokkrum dögum áður hafði Ísland tapað fyrir Bosníu, 0-3. Íslenska liðið vann sex af 31 leik undir stjórn Arnars, gerði þrettán jafntefli og tapaði tólf.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjá meira