Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 22:03 Málið var rætt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Twitter/UN Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. Allsherjarþing SÞ kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa. Áhersla var lögð á að hægt væri að koma lífsnauðsynlegum vistum yfir til fólks á svæðinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Guardian hafa Ísraelar gefið í og stundað landhernað í auknum mæli. Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór.Twitter/UN Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Eins og fyrr segir greiddi ekkert Norðurlandanna atkvæði með tillögunni, nema Noregur. Utanríkisráðuneytið studdi tillöguna ekki óbreytta Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Ísland hafi komið afstöðu sinni skýrt á framfæri í atkvæðaskýringu að atkvæðagreiðslu lokinnni. Ísland hafi lagt áherslu á að mannúðarhlé til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmað gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekað að þá yrði að vernda. „Nú undir kvöld voru greidd atkvæði um ályktun um ástandið sem Jórdanía, fyrir hönd ríkja Arabahópsins, hefur lagt fram og snúa mjög að mannúðarhliðinni. Því miður reyndist ómögulegt að ná samstöðu um texta ályktunarinnar sem tók ekki til grimmdarverka Hamas og tók ekki með beinum hætti á gíslatöku Hamas, en yfir 200 manns eru enn í haldi, þar af 30 börn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir enn fremur: „Kanada lagði fram breytingartillögu þar að lútandi í þeirri von að ályktunin myndi spegla allar hliðar málsins. Hún hlaut ekki brautargengi, en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að hún yrði samþykkt. Því var kosið um ályktunina óbreytta og var hún samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Ísland sat hjá ásamt 44 öðrum ríkjum, þar með talið Norðurlöndunum, utan Noregs, Eystrasaltsríkjunum, Hollandi, Bretlandi og Þýskalandi. Ísland hefði stutt ályktunina hefði breytingartillaga Kanada náð fram að ganga.“ Ísland hafi kallað eftir því að hugað yrði að pólitískri lausn deilunnar, friði yrði komið á og lögð var áhersla á tveggja ríkja lausnina. Þá hörmuðu fulltrúar Íslands jafnframt að ekki hefði náðst samstaða á fundinum og að öryggisráðinu hafi ekki tekist að ná saman. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Allsherjarþing SÞ kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa. Áhersla var lögð á að hægt væri að koma lífsnauðsynlegum vistum yfir til fólks á svæðinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Guardian hafa Ísraelar gefið í og stundað landhernað í auknum mæli. Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór.Twitter/UN Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Eins og fyrr segir greiddi ekkert Norðurlandanna atkvæði með tillögunni, nema Noregur. Utanríkisráðuneytið studdi tillöguna ekki óbreytta Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Ísland hafi komið afstöðu sinni skýrt á framfæri í atkvæðaskýringu að atkvæðagreiðslu lokinnni. Ísland hafi lagt áherslu á að mannúðarhlé til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmað gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekað að þá yrði að vernda. „Nú undir kvöld voru greidd atkvæði um ályktun um ástandið sem Jórdanía, fyrir hönd ríkja Arabahópsins, hefur lagt fram og snúa mjög að mannúðarhliðinni. Því miður reyndist ómögulegt að ná samstöðu um texta ályktunarinnar sem tók ekki til grimmdarverka Hamas og tók ekki með beinum hætti á gíslatöku Hamas, en yfir 200 manns eru enn í haldi, þar af 30 börn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir enn fremur: „Kanada lagði fram breytingartillögu þar að lútandi í þeirri von að ályktunin myndi spegla allar hliðar málsins. Hún hlaut ekki brautargengi, en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að hún yrði samþykkt. Því var kosið um ályktunina óbreytta og var hún samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Ísland sat hjá ásamt 44 öðrum ríkjum, þar með talið Norðurlöndunum, utan Noregs, Eystrasaltsríkjunum, Hollandi, Bretlandi og Þýskalandi. Ísland hefði stutt ályktunina hefði breytingartillaga Kanada náð fram að ganga.“ Ísland hafi kallað eftir því að hugað yrði að pólitískri lausn deilunnar, friði yrði komið á og lögð var áhersla á tveggja ríkja lausnina. Þá hörmuðu fulltrúar Íslands jafnframt að ekki hefði náðst samstaða á fundinum og að öryggisráðinu hafi ekki tekist að ná saman. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira