Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 08:36 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lengi lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. Í tillögunni kemur fram að innviðaráðherra verði falið að beina því til Byggðastofnunar að breyta póstnúmeraskrá til að Kjósarhreppur fái sitt eigið póstnúmer sem kennt verði við Kjós en ekki Mosfellsbæ. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en fyrir henni eru einnig skráðir samflokksmenn hennar, þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, Píratinn Gísli Rafn Ólafsson og svo þingmenn Viðreisnar, þau Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir. Pósturinn staðið í vegi Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, sagði í samtali við Vísi í sumar að íbúar í hreppnum hefðu lengi barist fyrir því að fá nýtt póstnúmer. Pósturinn hefði hins vegar staðið fast á sínu og staðið í veg yfir slíku, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. „Maður hefði haldið að póstnúmer væru gerð til að bæta þjónustu. Þetta fyrirkomulag er að flækja stöðuna og rýra hana,“ sagði Þorbjörg. Veldur töluverðum óþægindum Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. Í greinargerðinni með tillögunni kemur fram að sveitarstjórn Kjósarhrepps hafi nýlega óskað eftir því við Byggðastofnun að póstnúmerinu yrði breytt þannig að það verði 276 Kjós. „Byggðastofnun óskaði eftir umsögn frá Íslandspósti sem lagðist gegn breytingunni með þeim rökum að eini tilgangur póstnúmera væri að styðja við hagkvæma dreifingu. Póstnúmer ættu að auka hraða og öryggi við flokkun og afgreiðslu póstsendinga og væru tengd við þjónustuhúsið sem í tilviki Kjósarhrepps hafi verið í Mosfellsbæ, en hefur nú verið lokað. Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Flutningsmenn þessarar tillögu leggja því til að innviðaráðherra beini því til Byggðastofnunar að verða við ósk sveitarfélagsins um að það fái hið fyrsta sitt eigið póstnúmer í póstnúmeraskrá sem kennt verði við Kjós,“ segir í tillögunni. Alþingi Kjósarhreppur Mosfellsbær Pósturinn Tengdar fréttir Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Í tillögunni kemur fram að innviðaráðherra verði falið að beina því til Byggðastofnunar að breyta póstnúmeraskrá til að Kjósarhreppur fái sitt eigið póstnúmer sem kennt verði við Kjós en ekki Mosfellsbæ. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en fyrir henni eru einnig skráðir samflokksmenn hennar, þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, Píratinn Gísli Rafn Ólafsson og svo þingmenn Viðreisnar, þau Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir. Pósturinn staðið í vegi Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, sagði í samtali við Vísi í sumar að íbúar í hreppnum hefðu lengi barist fyrir því að fá nýtt póstnúmer. Pósturinn hefði hins vegar staðið fast á sínu og staðið í veg yfir slíku, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. „Maður hefði haldið að póstnúmer væru gerð til að bæta þjónustu. Þetta fyrirkomulag er að flækja stöðuna og rýra hana,“ sagði Þorbjörg. Veldur töluverðum óþægindum Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. Í greinargerðinni með tillögunni kemur fram að sveitarstjórn Kjósarhrepps hafi nýlega óskað eftir því við Byggðastofnun að póstnúmerinu yrði breytt þannig að það verði 276 Kjós. „Byggðastofnun óskaði eftir umsögn frá Íslandspósti sem lagðist gegn breytingunni með þeim rökum að eini tilgangur póstnúmera væri að styðja við hagkvæma dreifingu. Póstnúmer ættu að auka hraða og öryggi við flokkun og afgreiðslu póstsendinga og væru tengd við þjónustuhúsið sem í tilviki Kjósarhrepps hafi verið í Mosfellsbæ, en hefur nú verið lokað. Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Flutningsmenn þessarar tillögu leggja því til að innviðaráðherra beini því til Byggðastofnunar að verða við ósk sveitarfélagsins um að það fái hið fyrsta sitt eigið póstnúmer í póstnúmeraskrá sem kennt verði við Kjós,“ segir í tillögunni.
Alþingi Kjósarhreppur Mosfellsbær Pósturinn Tengdar fréttir Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02