Köngulóarvefur Hamas Bjarni Már Magnússon skrifar 30. október 2023 09:30 Mikil umræða spratt upp um nýafstaðna helgi vegna atkvæðagreiðslu sem fram fór á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um ályktun vegna stríðsátakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Tillagan beindist að mannúðarhlið átakana og var borin upp af Arabahópnum svonefnda. Mikil óánægja birtist víða með að fulltrúar Íslands hafi ekki greitt atkvæði með ályktuninni. Ísland sat hjá og var sú afstaða útskýrð af utanríkisráðuneytinu með þeim hætti að það hefði viljað sjá breytingartillögu Kanada ná brautargengi sem tók skýrar á grimmdarverkum Hamas frá 7. október en upphaflega tillagan gerði. Í því samhengi má hafa í huga að um er að ræða fyrstu ályktunina sem kemur frá lykilstofnun Sameinuðu þjóðanna um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Það getur því ekki annað en talist eðlilegt að vísa sérstaklega til umræddra grimmdarverka Hamas í slíkri yfirlýsingu. Strax að lokinni atkvæðagreiðslunni útskýrði Ísland afstöðu sína í atkvæðaskýringu og lagði áherslu á nauðsyn mannúðarhlés til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmaði gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekaði að þá yrði að vernda. Þar að auki kallaði Ísland eftir því að hugað yrði að pólitískri lausn deilunnar, komið yrði á friði og byggt yrði á tveggja ríkja lausninni svokölluðu. Skömm og fylgispekt Í kjölfarið lýsti þó nokkur fjöldi því yfir að hann skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur vegna þessa, þ.e. að Ísland hafi ekki stutt ályktun Arabahópsins, heldur ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu ályktunar, sem naut meirihlutastuðnings, og fulltrúar Íslands lýstu sig í megindráttum sammála. Lítill áhugi var hins vegar á að ræða hvort stríðandi aðilar hafi farið eftir ályktuninni. Sú skoðun var aftur á móti viðruð að afstaða Íslands við atkvæðagreiðsluna mætti skýra sem fylgispekt við Bandaríkin þó þau greiddu atkvæði með öðrum hætti en Ísland. Noregur var eitt þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með tillögu Arabaríkjanna. Það var mjög athyglisvert að sjá Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs lýsa því yfir að hann telji aðgerðir Ísraels á Gaza vera óhóflegar miðað við kröfur alþjóðalaga. Þegar þjóðarleiðtogar taka sér slíkar yfirlýsingar í munn um aðgerðir annarra ríkja gera þeir það jafnan að mjög yfirlögðu ráði og oftast með aðgengi að viðhlítandi gögnum og upplýsingum. Fyrir þau sem ekki hafa aðgang að slíkum upplýsingum getur verið erfiðara að halda slíku fram, jafnvel þótt grunurinn sé mjög sterkur. Kröfur um að íslensk stjórnvöld fordæmi Ísrael eru skiljanlegar vegna tilfinninga og réttlætiskenndar (sem stríðandi fylkingar nota sér óspart) en ganga tæplega upp að svo stöddu. Ábyrgð í alþjóðakerfinu Ábyrg stjórnvöld í alþjóðakerfinu eiga að fara varlega með stórar yfirlýsingar á borð við fordæmingar í garð annarra ríkja. Ísrael hefur rétt til þess að verja sig (innan ákveðins ramma) en ef í ljós kemur að ekki hafi verið farið að lögum sem gilda um framgöngu ríkja í stríði, eða að framdir hafi verið sannanlegir stríðsglæpir eða aðrir sambærilegir glæpir, þá horfir öðruvísi við hvort Ísland geti fordæmt framferði Ísraels. Það leiðir hins vegar af virðingu okkar Íslendinga fyrir alþjóðalögum og alþjóðakerfinu að fella allajafna ekki dóma um framferði annarra ríkja nema í samræmi við þetta gangverk. Á þessu eru vissulega undantekningar, en í flóknum aðstæðum þar sem þykk stríðsþoka hvílir yfir öllu, þarf að gæta að hverju orði. Svo er auðvitað mikill munur á því hvernig hægt er að tjá sig um aðgerðir Ísraels annars vegar og hryðjuverkasamtakanna Hamas hins vegar. Þótt Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði og fullveldi Palestínu þá hegðar stjórn Hamas sér ekki í samræmi við það sem ætlast má til af aðilum sem taka þátt í samfélagi þjóðanna á grundvelli virðingar fyrir alþjóðalögum. Í því samhengi má rifja upp að að Ísland er eitt örfárra ríkja á Vesturlöndum sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ísland og Svíþjóð eru einu ríkin í Vestur-Evrópu sem það hafa gert. Það gleymist hins vegar stundum að í þingsályktunartillögunni, þar sem Palestína fékk viðurkenningu sína af hálfu Íslands, var þess sérstaklega krafist að Hamas samtökin hætti öllum ofbeldisverkum og viðurkenni rétt Ísraelsríkis til að njóta friðar og öryggis. Hamas hefur aftur á móti aldrei látið af sínum ofbeldisverkum og starfar samkvæmt stofnskrá (endurnýjuð 2017) þar sem uppræting Ísraels er yfirlýst markmið. Þar er öllum pólitískum lausnum einnig hafnað. Árétta verður að enga viðurkenningu er að finna á Hamas af hálfu íslenskra stjórnvalda í umræddri þingsályktunartillögu. Skilja má ályktunina hins vegar sem viðurkenningu á lögmæti heimastjórnar Palestínu, sem Hamas á ekki aðild að, enda hefur heimastjórnin „gefið vopnaða baráttu upp á bátinn, viðurkennt Ísraelsríki og fallist á landamærin frá því fyrir sex daga stríðið 1967 sem framtíðarlandamæri“ eins og segir í ályktuninni. Hönnuð atburðarás Leiðtogar Hamas, og bakhjarlar þeirra, hafi verið fyllilega meðvitaðir um hversu hörð viðbrögð Ísraels yrðu við voðaverkum þeirra 7. október síðastliðinn. Gíslataka 200 óbreyttra borgara og flutningur þeirra inn á Gaza kórónaði drápin á 1.400 óbreyttum borgurum og gulltryggði innrás Ísraels. Hamas liðar hafa hannað atburðarás sem beinlínis leiðir til mikils mannfalls óbreyttra borgara, borgara sem ættu undir öllum eðlilegum kringumstæðum að vera undir þeirra verndarvæng. Tilgangurinn er að veikja stöðu Ísraels, grafa undan samvinnu Ísraels og Sádi-Arabíu og fleri ríkja, valda uppnámi og uppþotum út um víða veröld og framkalla bresti í samstöðu vestrænna ríkja. Slíkur órói gagnast fyrst og fremst Íran og Rússlandi. Kaldrifjuð og ógeðfelld flétta Hamas og bandamanna þeirra hefur fest Ísrael í köngulóarvef þar sem öll viðbrögð magna upp málstað hryðjuverkasamtakanna í hugum þeirra sem ekki hafa skilning á við hvað er að etja. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Mikil umræða spratt upp um nýafstaðna helgi vegna atkvæðagreiðslu sem fram fór á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um ályktun vegna stríðsátakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Tillagan beindist að mannúðarhlið átakana og var borin upp af Arabahópnum svonefnda. Mikil óánægja birtist víða með að fulltrúar Íslands hafi ekki greitt atkvæði með ályktuninni. Ísland sat hjá og var sú afstaða útskýrð af utanríkisráðuneytinu með þeim hætti að það hefði viljað sjá breytingartillögu Kanada ná brautargengi sem tók skýrar á grimmdarverkum Hamas frá 7. október en upphaflega tillagan gerði. Í því samhengi má hafa í huga að um er að ræða fyrstu ályktunina sem kemur frá lykilstofnun Sameinuðu þjóðanna um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Það getur því ekki annað en talist eðlilegt að vísa sérstaklega til umræddra grimmdarverka Hamas í slíkri yfirlýsingu. Strax að lokinni atkvæðagreiðslunni útskýrði Ísland afstöðu sína í atkvæðaskýringu og lagði áherslu á nauðsyn mannúðarhlés til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmaði gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekaði að þá yrði að vernda. Þar að auki kallaði Ísland eftir því að hugað yrði að pólitískri lausn deilunnar, komið yrði á friði og byggt yrði á tveggja ríkja lausninni svokölluðu. Skömm og fylgispekt Í kjölfarið lýsti þó nokkur fjöldi því yfir að hann skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur vegna þessa, þ.e. að Ísland hafi ekki stutt ályktun Arabahópsins, heldur ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu ályktunar, sem naut meirihlutastuðnings, og fulltrúar Íslands lýstu sig í megindráttum sammála. Lítill áhugi var hins vegar á að ræða hvort stríðandi aðilar hafi farið eftir ályktuninni. Sú skoðun var aftur á móti viðruð að afstaða Íslands við atkvæðagreiðsluna mætti skýra sem fylgispekt við Bandaríkin þó þau greiddu atkvæði með öðrum hætti en Ísland. Noregur var eitt þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með tillögu Arabaríkjanna. Það var mjög athyglisvert að sjá Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs lýsa því yfir að hann telji aðgerðir Ísraels á Gaza vera óhóflegar miðað við kröfur alþjóðalaga. Þegar þjóðarleiðtogar taka sér slíkar yfirlýsingar í munn um aðgerðir annarra ríkja gera þeir það jafnan að mjög yfirlögðu ráði og oftast með aðgengi að viðhlítandi gögnum og upplýsingum. Fyrir þau sem ekki hafa aðgang að slíkum upplýsingum getur verið erfiðara að halda slíku fram, jafnvel þótt grunurinn sé mjög sterkur. Kröfur um að íslensk stjórnvöld fordæmi Ísrael eru skiljanlegar vegna tilfinninga og réttlætiskenndar (sem stríðandi fylkingar nota sér óspart) en ganga tæplega upp að svo stöddu. Ábyrgð í alþjóðakerfinu Ábyrg stjórnvöld í alþjóðakerfinu eiga að fara varlega með stórar yfirlýsingar á borð við fordæmingar í garð annarra ríkja. Ísrael hefur rétt til þess að verja sig (innan ákveðins ramma) en ef í ljós kemur að ekki hafi verið farið að lögum sem gilda um framgöngu ríkja í stríði, eða að framdir hafi verið sannanlegir stríðsglæpir eða aðrir sambærilegir glæpir, þá horfir öðruvísi við hvort Ísland geti fordæmt framferði Ísraels. Það leiðir hins vegar af virðingu okkar Íslendinga fyrir alþjóðalögum og alþjóðakerfinu að fella allajafna ekki dóma um framferði annarra ríkja nema í samræmi við þetta gangverk. Á þessu eru vissulega undantekningar, en í flóknum aðstæðum þar sem þykk stríðsþoka hvílir yfir öllu, þarf að gæta að hverju orði. Svo er auðvitað mikill munur á því hvernig hægt er að tjá sig um aðgerðir Ísraels annars vegar og hryðjuverkasamtakanna Hamas hins vegar. Þótt Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði og fullveldi Palestínu þá hegðar stjórn Hamas sér ekki í samræmi við það sem ætlast má til af aðilum sem taka þátt í samfélagi þjóðanna á grundvelli virðingar fyrir alþjóðalögum. Í því samhengi má rifja upp að að Ísland er eitt örfárra ríkja á Vesturlöndum sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ísland og Svíþjóð eru einu ríkin í Vestur-Evrópu sem það hafa gert. Það gleymist hins vegar stundum að í þingsályktunartillögunni, þar sem Palestína fékk viðurkenningu sína af hálfu Íslands, var þess sérstaklega krafist að Hamas samtökin hætti öllum ofbeldisverkum og viðurkenni rétt Ísraelsríkis til að njóta friðar og öryggis. Hamas hefur aftur á móti aldrei látið af sínum ofbeldisverkum og starfar samkvæmt stofnskrá (endurnýjuð 2017) þar sem uppræting Ísraels er yfirlýst markmið. Þar er öllum pólitískum lausnum einnig hafnað. Árétta verður að enga viðurkenningu er að finna á Hamas af hálfu íslenskra stjórnvalda í umræddri þingsályktunartillögu. Skilja má ályktunina hins vegar sem viðurkenningu á lögmæti heimastjórnar Palestínu, sem Hamas á ekki aðild að, enda hefur heimastjórnin „gefið vopnaða baráttu upp á bátinn, viðurkennt Ísraelsríki og fallist á landamærin frá því fyrir sex daga stríðið 1967 sem framtíðarlandamæri“ eins og segir í ályktuninni. Hönnuð atburðarás Leiðtogar Hamas, og bakhjarlar þeirra, hafi verið fyllilega meðvitaðir um hversu hörð viðbrögð Ísraels yrðu við voðaverkum þeirra 7. október síðastliðinn. Gíslataka 200 óbreyttra borgara og flutningur þeirra inn á Gaza kórónaði drápin á 1.400 óbreyttum borgurum og gulltryggði innrás Ísraels. Hamas liðar hafa hannað atburðarás sem beinlínis leiðir til mikils mannfalls óbreyttra borgara, borgara sem ættu undir öllum eðlilegum kringumstæðum að vera undir þeirra verndarvæng. Tilgangurinn er að veikja stöðu Ísraels, grafa undan samvinnu Ísraels og Sádi-Arabíu og fleri ríkja, valda uppnámi og uppþotum út um víða veröld og framkalla bresti í samstöðu vestrænna ríkja. Slíkur órói gagnast fyrst og fremst Íran og Rússlandi. Kaldrifjuð og ógeðfelld flétta Hamas og bandamanna þeirra hefur fest Ísrael í köngulóarvef þar sem öll viðbrögð magna upp málstað hryðjuverkasamtakanna í hugum þeirra sem ekki hafa skilning á við hvað er að etja. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun